Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 20

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 20
Frá þingsetningunni 1926. Fremstir sjást á myndinni ]ón Þorláksson forsætisráÖ- herra, Björn Kristjánsson og Sigurður Eggerz. föðurhúsum þar til hún giflist tvítug að aldri. Hún var kona meðalhá vexti og fremur grann- vaxin enda holdskörp, vel farin í andliti, augun litil, snör og stingandi. Mjög vel greind, næm, stálminnug og afbrigðave! máli farin, skemtin í tali, fyndin og orðheppin; hafði jafnvel til að láta fjúka í kviðlingum, þó aldrei nema í gamni og jafnan lítt heflað. Til marks um orðgnótt Þórdísar skal jeg geta þess, að einhverju sinni á árunum sem hún bjó á Melum kom jeg í einhverjum erindum í bæ hennar, en þegar jeg kom að baðstofudyrum heyrðist mjer hún vera að lesa húslestur, svo jeg hikaði nokkuð við að ganga inn. Var hún þá að tala niður á milli tveggja vinnuhjúa sinna, er hafði greint eitthvað talsvert á, og stóð ræð- an alveg málhvíldalaus um alllanga stund, það sem jeg heyrði, á að giska 5 — 10 mínútur. Virt- ist mjer að sú prjedikun, eða kaflar úr henni, hefði verið vel flyljandi í kirkju og hljóðaði um fyrirgefningu, þol- inmæði, kristilegt umburðarlyndi, hógværð og eindrægni. Hlustuðu þau og aðrir höggdofa meðan hún talaði, og var deilunni þar með lokið. Hún var dugnaðar og verkkona einhver hin allra mesta, og hög á alt, er hún tók höndum til. Skör- ungur um alla heimilisstjórn, veit- ul og vinsæl, bæði af heimafólki sínu og ekki síður af gestum og gangandi, er henni kyntust. Yfir- leitt var hún atgerviskona til sálar og líkama, og þólt hún væri stór- Ivnd, kunni hún manna best að sljórna skapi sínu og haga orð- um sínum við hvern sem hún átti. Eflaust hefur hún þólt hinn besti kvenkostur þá er hún var gjaf- vaxta mær í föðurgarði; enda minn- ist jog að jeg heyrði í æsku minni talað um, að karli föður hennar hefði hvergi þótt henni fullkosta og mjög nauðugur samþykt giftingu hennar og Daviðs. Þau Davíð og Þórdis cignuðust fjölda barna (13 að mig minnir) en eigi komust til ára nema 5 þeirra: 2 synir og 3 dætur. Dvöldu þau öll hjá foreldrum sínum til fullorðinsára en 4 flutt- ust til Ameriku á árunum 1882 —’87. Hið elsla þeirra var Friðrika María, sem fyr er nefnd. Friðrika var heldur lág vexti en gildvaxin, sljettleit í andliti og björt yfirlitum, jörp á hár og augnbrýr dökkar. Hún var búsýslukona mik- il og verkkona góð, einkum sýnt um innanbæj- arstörf. Glaðsinna var hún og viðræðugóð, fróð um margt og minnug vel. Hún giftist aldrei, en eignaðist 2 sonu: Davíð Stefánsson, er búið bef- ir í Fornahvammi eftir burtför afa síns þaðan til vorsins 1920, og Sigurjón Jónsson, er var miklu yngri og hefur jafnan verið með bróður sínum. Önnur börn Davíðs og Þórdísar hjetu: 1. Alex- ander, 2. Bjarni, 3. Guðrún, 4. Sigurjóna. Munu þau öll vera enn á lífi vestan hafs. Einar Gíslason bóndi á Þambárvöllum bygði upp Fornahvamm 1853, Hvammskirkju eyðijörð, ^ °g bjó þar til dauðadags, um 1880, en eftir hann 1 Nýja brúin yfir Hjeraðsvötnin.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.