Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 32

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 32
80 Ó Ð IN N garði, og ræddi við þá langt á nótt fram, ef þeir urðu nætursakir. Þess hefur áður verið getið, að Ólafur fylgdi fast vinnu jafnan, reis snemma úr rekkju og lagðist síð fyrir, en um vökuna hafði hann þann sið, að kenna börnum sínum það, er þá var títt að börn næmu undir fermingu, skrift, lestur, reikning og kver. Hafði hann hið mesta yndi af að segja þeim til, og er hin eldri stálpuðust, ljet hann þau »kenna« hinum yngri; en er þau þraut »lærdóminn« tók hann sjálfur við, og leið- rjetti jafnan það, er aflaga fór eða miður var skýrt en honum þóttu efni til. Jafnan hafði hann þá og aðra vinnu með höndum. Ólafur hafði fengið sjer Sumarliðabæ bygðan af þáverandi eiganda þeirrar jarðar, Fillippusi á Bjólu Þorsteinssyni, er var honum vel í mörgu; hafði Ólafur lifstíðarábúð á jörðinni, en þó með því skilyrði, að »fari svo, að jeg (þ. e. Filippus), mínir, eða þeir, er kunna að verða tjeðrar jarð- ar aðnjótandi, þyrfti hennar nauðsynlega með til ábúðar, þá skal hann (þ. e. Ólafur) skyldur að víkja frá henni án frekari fyrirhafnar«. En Filippus þurfti ekki jarðarinnar við handa sjer eða sínum, enda getur og verið að honum hafi þótt, sem aðrir mundu ekki sitja hana betur en Ólafur, þótt skyldari væru honum. Víst er um það, að Filippus fjekst aldrei til að byggja Ólafi út. En hjer á urðu skjót umskifti við andlát Filippusar (1885). Þá eignaðist mikið í jörðinni Jóhann Þorsteinsson, tengdasonur Filippusar, (bjó síðast á Litla-Ármóti). Þau hjón tóku þeg- ar að byggja Ólafi út, en varð lítið ágengt, því Hermanníus Johnson sýslumaður neitaði þeim um alla aðstoð til að flæma ólaf frá jörðinni, vegna þess að aldrei voru fyrir hendi þau skil- yrði, er byggingarbrjefið setti. Sama máli gegndi og um Pál Briem, hann vildi engan þátt eiga í því, að hrekja Ólaf frá Sumarliðabæ. En 1894 var settur sýslumaður í Bangárvallasýslu Magn- ús Torfason, þá nýr lögfræðis-candidat, og dæmdi hann Ólaf frá meiri hluta jarðarinnar J895. Urðu róstur allmiklar út af því máli, og svo er að sjá af greinum, sem Ólafur ritaði í blöðin um það, bæði í Fjallkonuna og Dagskrá, sem hann hafi þótst allilla leikiun. Ólafur var maður svo þrotinn að kröftum, er hann var hrakinn frá Sumarliðahæ, að hann treysti sjer eigi til að taka nýja jörð. Flutti hann því til Beykjavíkur vorið 1896. Var það hæði að Beykjavík, og þó einkum iðjuleysið átti illa við hann, enda lifði hann skamma stund þaðan i frá, og andaðist, eins og áður er sagt, 29. apríl t 1898. Börn þeirra Ólafs og Guðlaugar, þau er úr æsku komust, eru þessi: Þórður, er druknaði út- undan Leiru 1892, Gunnar, kaupmaður og kon- súll í Vestmannaeyjuni, Sigurður, er fórst í páska- veðrinu mikla 1901, Jón, framkvæmdastjóri í Reykjavík, Bogi, kennari við mentaskólann i Reykjavik, Kristín Ólafía, kona Jónasar bónda Jónssonar í Sólheimatungu í Stafholtstungum, Guðrún, kona Þórðar bónda Tómassonar á Hóli í Landeyjum, Helga, kona Þorsteins kaupmanns Þorsteinssonar í Vík í Mýrdal, Kristín, kona Þórarins Bjarnasonar í Reykjavík, Guðlaug, kona Jóns bónda Jónssonar að Árbæ í Holtum, og Ágústa, er dó á Vífilstöðum 1915. Guðlaug Þórðardóttir fæddist 22. september 1839 að Efri-Sumarliðabæ í Holtahreppi hinum forna, voru foreldrar hennar Þórður bóndi Jóns- son frá Sauðholti og Helga kona hans Gunnars- dóttir frá Hvammi á Landi. Þau Hvamms-syst- kin voru 15 og þóttu mikilhæf, en þau eru kom- > in af Bolholtsætt, sem mjög er kunn. Börn þeirra Þórðar og Helgu voru 7 og eru nú öll látin; voru þau mannvænleg talin, en þó þótti Guðlaug fyrir þeim um flesta hluli. Guðlaug dvaldist í foreldrahúsum uns hún giftist 17. júlí 1862, Ólafi Þórðarsyni (eins og að ofan getur), en á því ári andaðist faðir hennar og tóku þau Ólafur þá jörðina og bjuggu þar allan sinn búskap, þar til þau ílultust lil Reykja- víkur vorið 1896, sem fyr segir. Þess var áður getið, að þeim Ólafi og Guð- laugu varð 14 barna auðið, og má þá nærri geta, að ekki hafi Guðlaugu hent að sitja alla jafna auðum höndum, því aldrei hafði hún fleira fóllc til aðstoðar sjer við búverk en eina vinnukonu, og þó eigi lengur en þar til elsta telpan var um fermingaraldur. Hún varð því ein að kalla má að sjá um öll störf innan húss, annast alla tó- vinnu og saumaskop á heimilinu, og var þó reyndar meira um heimilisiðnað til sveita á þeim dögum, en nú gerist. En Guðlaug var hin > mesta táps og atorku kona og hinn mesti verk- maður að hverju sem hún gekk, hagsýn og lagin og fóru henni öll störf hið besta úr hendi. Því var og við brugðið þar eystra, hve snyrtileg Guð- laug var í allri framgöngu og klæðaburði, þótti

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.