Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 37

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 37
Ó ÐIN N 85 Didrik og Anna Grönvold. í norska tímaritinu »St. 01av« hefur komið út síðastl. sumar norsk þýðing á kvæði Stefáns skálds frá Hvítadal »Heilög kirkja«. t’ýðingin er vel gerð og eftir islenska konu, sem lengi hefur dvalið í Noregi og er gift þar. Þessi kona er frú Anna Grönvold, dótlir sjera Magnúsar sál. Thorlacius, systir sjera Hallgríms i Glaumbæ. Þegar hún var ung, dvaldi hún í Kaupm.höfn við nám, lærði þar m. Ani a. söng og hafði sungið forkunnar vel. Skagfirskar vinkonur hennar frá yngri ár- um, frú Elín Jónsson Briem og frk. Guðlaug Arason, minnast hennar bæði með vinsemd og aðdáun. Voru þær henní samtíða í Khöfn, og frú Elín hefur einnig dvalið hjá þeim Grön- voldshjónunum í Noregi. 1 Khöfn kyntist frú Grönvold fyrst manni sínuni. Hafði hann þá fengið utanfararstyrk til þess að kynnast skóla- og kenslu-málum og dvaldi um tíma í Khöfn. Varð hann merkismaður og mikils metinn, og hefur frá 1901 verið kennari við lýðháskólann Qrönvold. Didrik Grönvold. (Den höjere offentlige Almenskole) á Hamri i Noregi, frá 1911 yfirkennari þar. Eftir hann liggja ýmisleg ritverk, kenslubækur, leikrit tvö, smásögur margar og fjöldi greina í blöðum og tímaritum, þ. á. m. hljómlistadómar. Hann ljet af embætli siðasll. sumar og var hans þá mjög loflega minst í norskum blöðum. tJað segir frú Elín Jónsson, að meðan hún dvaldi hjá vinkonu sinni i Noregi, fyrir mörgum árurn, hafi frú Anna Grönvold sungið þar á opinberri samkomu og hlotið mikið hrós fyrir. svo þaðan og komum að Grænumýrartungu, því í ráði var að fá þar fylgd yfir heiðina. Fengum vjer þar mann til fylgdar og hjetum að borga honum krónu á mann fyrir fylgd alla leið yfir heiðina; voru það 12 krónur og þótti allmikið fje í þá daga. Fylgd- armaður reið efldum og óþvældum hesti. Þegar kom að Miklagili, fór hann yfir á vaðinu og komst nauðu- lega yfir. Vjer sáum að það yrði ofraun flestum vorra hesta, eins slæptir og þeir voru, að fara þar yfir. Hrópuðum vjer á fylgdarmann og hjetum á hann að vísa oss á brotið, en hann hrópaði á móti, að vjer skyldum koma yfir á vaðinu. Lauk því svo að vjer brutumst mesta tröllaveg upp með ánni, þar til er vjer fundum brot og fórum þar yfir, þótt ekki væri það árennilegt. Alt komst þó klakklaust af, enda höfð- um vjer duglega og gætna fyrirreiðarmenn. Vil jeg þar sjerstaklega nefna Guðmund Guðmundsson, síðar prest í Gufudal. Var hann vor elstur og sjálfkjörinn foringi fyrir dugnaðar sakir. Fleiri voru þar og vaskir menn og bárum vjer yngri og linari mikið traust til þeirra. Er vjer komum yfir, hittum vjer fylgdarmann vorn og fjekk hann hnútur nokkrar. Síðan var nú haldið ferðinni áfram í stöðugu óveðri og verstu færð. Gerðist þá og margt sögulegt í viðureign við gil og skorninga og aðrar torfærur. Hleyptum vjer ofan í hestununr er á undan voru reknir. A miðri heiði þótti mönnum slík löðurmenska komin í ljós hjá fylgdar- manni, að Guðmundur skipaði honum að ríða aftast, að öðrum kosti mundum vjer ekki greiða honum fylgdarkaupið. Síðan gekk alt greiðar. Vjer náðum í myrkri að Fornahvammi allir rennblautir inn að skinni, því engar hlífar hjeldu. A Fornahvammi fengum vjer hinar bestu viðtökur og mikið og gott að borða. Voru borin inn stór trog af ágætis kjötkássu og voru þau hroðin hvert af öðru. Fylgdarmaður mataðist með oss. Hann var drjúgmonfinn og ekki vitur að sama skapi. Gerðum vjer oss dælt við hann og höfðum hann að skopi miklu. Var það ærin skemtun, og þótfumst vjer

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.