Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 41

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 41
Ó Ð 1 N N af honum það sem jeg gat og fjekk því á orkað, að við læstum að okkur á undirbúningstímanum frá kl. 4 —6 síðdegis, en eftir kl. 8 vildi hann ráða sjer sjálf- ur. Var þá oft gestkvæmt hjá honum af piltum og Iítið næði að lesa. }eg stundaði lærdóm minn allvel þann vetur, en las þó mikið utan hjá. — Sjóndeildarhringur minn víkkaði mjög þann vetur og lærði jeg mikið af því að jeg komst í kynni við hið ágæta Thorgrímsens fólk. Guðmundur Thorgrímsen var stórmentaður maður og vel að sjer í bókmentum Norðurlanda. Frú Sylvía kona hans var mjög merk kona og húsmóðir hin mesta. Var heimili þeirra hjóna hið prýðilegasta að allri umgengni og göfugmensku og höfðingjabragur á öllu. 011 börn þeirra hjóna voru uppkomin, dæturnar giftar og sonurinn í Ameríku; aðeins ein af dætrun- um, Solveig, var heima. Það var mjög gáfuð stúlka og vel að sjer í bókmentum, bæði íslenskum og ann- ara Norðurlanda. Viðkynning mín við þetta göfuga heimili varð mjer til mikils gagns og mentunar. Thor- grímsen sjálfur var víðlesinn og átti ágætt bókasafn. Þar opnuðust augu mín fyrir bókmentum Dana á blómaöld þeirra og lagði jeg mig mjög eftir að kynnast þeim. ]eg byrjaði að lesa utan hjá Jóhann- es Ewald og Baggesen. Jóhannes Ewald þótti mjer þó alt af vænna um. ]eg gat viknað af sorg hans og þjáningum, og jeg las aftur og aftur söngleik hans »Fiskerne« og dáðist mjög að ríminu og glóðinni í skáldskap hans. Jeg var með honum í Rungsted og naut »Lyksalighederne«, sem hann lýsir svo vel í einu af kvæðum sínum. — Jeg dvaldi við dánarbeð hans og hlusíaði hrærður á svanasöng hins deyjandi skálds: ■»Udrust dig, Helt fra GoIgata«, sem lector Helgi Hálfdánarson hefur þýtt á íslensku. — Svo hjelt jeg áfram og kyntist konungi rómatisku stefnunnar í Dan- mörku: Adam Oehlenschláger. Hann varð um langan aldur uppáhaldsskáld mitt. Jeg lærði mörg af kvæðum hans utan að og þá fyrst og fremst »Gullhornin«. — Þann vetur las jeg einnig »Aladín«, »Axel og Val- borg« og einn eða tvo aðra af sorgarleikum hans. Það var fyrir mjer eins og jeg sjálfur vaknaði til að njóta morgunroðans á nýjum, upprennandi aldamótum. Kvæðum margra annara danskra skálda frá gullöld róm- antiska tímans í Danmörku kyntist jeg. Jeg reyndi líka tilaðkynnastæfiferli þessara skálda og fjekk jeg margar ágætar leiðbeiningar hjá Thorgrímsen. Enn eitt á jeg að þakka viðkynningunni við Thorgrímsens-fólkið. Það glæddist hjá mjer hæfileiki til þess að geta notið söngs og hljóðfærasláttar. 011 ættin var mjög söng- elsk, og fröken Solveig söng mjög laglega og með 89 smekkvísi og ljek undir á gítar. Það voru oft nautna- ríkar stundir. Jeg hafði hinar mestu mætur á sam- veru við hina gáfuðu og mentuðu stúlku og leit mjög upp til hennar. Það gat ekki annað en glæðst alt gott og göfugt í samveru með henni. Af veru minni á Thorgrímsens-heimilinu leiddi einnig kunningsskap- ur við heimili Thorgrímsens-dætranna hjer í bænum. Jeg var stundum boðinn til Tómasar læknis Hall- grímssonar, sem kvæntur var Aslu, dóttur Thorgrím- sens. Þau hjón voru mjer sjerlega góð og átti jeg þá og síðar margar góðar stundir á því heimili. Tómas læknir var maður vel lærður og í miklu áliti, en hann var lítillátur og ljúfur maður og varð mjer ákaflega hlýtt til hans. Það heimili var líka eitt af menningar- heimilum bæjarins. Börnin voru mjög skemtileg og þótti mjer sjerlega vænt um Guðmund litla Tómas- son, sem þá var lítill, fjörugur drengur. Jeg man eftir gleði litla drengsins, er jeg 6. jan. 1888 bar hann á háhesti út á tjörn til þess að lofa honum að sjá álfa- dans skólapilta; jeg var ekki sjálfur með í það sinn. Þegar jeg svo skilaði honum heim, var mjer boðið inn og var þar saman komið Thorgrímsens-fólkið og Sveinbjörnsens-fólkið yfirdómara, en kona Sveinbjörn- sens var dóttir Thorgrímsens. Það var yndislegt kvöld með samtölum og söng. Ein stór og mikil bók, sem lá á skrautborði, vakti athygli mína; það var Friðþjófs- saga Esajasar Tegnérs á sænsku, full af fegurstu myndum í fornnorrænum stíl. Jeg sökti mjer niður í hana og hafði nær gleymt lokunartíma skólans til háttunar. Þó komst jeg upp í skóla rjett í tæka tíð. Jeg kom einnig alloft þann vetur til Sveinbjörnsens. Guðmundur sonur hans var skólabróðir minn og mjer einkar kær. Jeg var samt lengi vel hálffeiminn, sjer- staklega við dæturnar, og þó þótti mjer framúrskar- andi skemtilegt að sitja þar og hlusta á, er fröken Kirstín ljek á fortepiano. Jeg vissi það af umtali ann- ara að hún ljeki forkunnar vel, en jeg fann að jeg hafði ekkert vit á þungum og miklum hljómverkum. Það var fyrir mig eins og hljómstraumur, samfeldur niður, eins og glitrandi fallstreymi, er hrundi niður yfir sál mína og fylti hana með unaði, er jeg gat ekki gert mjer grein fyrir; það rann mjer stundum kalt milli skinns og hörunds, stundum lypti það mjer, svo að mjer fanst eins og jeg vera að berast upp á stígandi tónunum, stundum sá jeg fyrir mjer fjöll og dali og grænar grundir, þar sem sólskinið gekk í strokum yfir; stundum greip mig viðkvæm þrá eftir einhverju ókunnu og fögru og mjer vöknaði um augu. — Það voru unaðsríkar stundir; en eitt sinn greip mig hræðileg hugsun, sem skemdi nautnina. Það var

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.