Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 26

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 26
ÓÐINN Á árin líður óðum, vor æska er farin hjá. Vjer þökkum guði góðum, er gaf oss æsku þá. Þótt margs vjer sakna megum, sem mest oss gleði var, hið besta enn vjer eigum, það eru foreldrar. Þótt barns-nafn vjer ei berum og bernskan nú sje fjær, vjer enn þá börn þó erum, já, ykkar börnin kær. Þið oss fyr bafið annast sem auðið framast var. Við kærleik þann skal kannast, þið kæru foreldrar. Þótt viða ból vjer byggjum, bvert barn á sínum stað, á eitt þó öll vjer hyggjum, æ einhuga um það: að margur ykkur metur, það mönnum kunnugt er, en enginn ykkur getur þó elskað líkt og vjer. Með hlýjum hug og klökkum til heilla óskum vjer, og ykkur alt gott þökkum, sem oss þið veittuð hjer. Vor æðsta ósk er þessi, það æ vjer höfum þráð: Guð ykkur ætíð blessi með allri sinni náð. Vjer heilsum og frá hinum með beillaóskum, frá þeim ykkar virkta-vinum, sem víða finna má. Þeir allir óska’ og biðja að aftni’ hins þarfa dags, að blessist ykkar iðja til æfi-sólarlags. Já, ykkar elli greiði hinn æðsti faðirinn, og ykkur loks hann leiði í Ijóssins bústað sinn. Guð láti’ oss fá að finnast í friði’ og gleði þar, og alls góðs ætíð minnast í Eden sælunnar. V. Br. Ávarp til sömu hjóna frá fyrverandi sóknar- presti: Það var um haustið fyrir fimtíu árum að fyrstu hjón jeg ykkur saman gaf. Margt hefur síðan byltst á tímans bárum og borist margur út á dauðans haf. Þið hafið sveitst hjer saman vel og lengi, i sorg og gleði harist heiminn við. Guð veiti siðast ykkur auðnugengi og ykkur hlessi, lýsi’ og gefi frið. V. Br. st Ólafur Hvanndal. ólafur Jónsson Hvanndal hefur fyrstur íslenskra manna lært prentmyndagerð (kemigrafi) og hef- * ur nú stundað hana hjer frá 1919 og gert flest- ar myndir, sem notaðar hafa verið hjer síðan í bækur og blöð. IJann lærði fyrst hjá Hjálmari Oarlsen í Kaupmannahöfn árin 1908—’9, en var síðan í Þýskalandi, 1909—’l 1, fyrst í efnafræðis- deild og teiknideild við gagnfræðaskóla í Berlín og síðan við prentmyndagerð hjá Brockhaus í Leipzig, og lærði þar lil fullnustu. Vorið 1911 kom hann heim hingað aftur og var þá ætlun hans að koma hjer upp prentmyndagerð þegar í stað, en hann skorti fje til þess og allflestir litu svo á, að fyrirtækið væri ekki tímabært, og vildu því ekki styðja að því, að til þess væri stofnað. Hafði Ólafur lagt mikið í sölurnar til þess að læra verkið og átt í megnum vandræð- um á námsárunum ytra, en þó komist yfir alla þá erfiðleika með dugnaði og sparsemi. Fyrst og fremst var erfitt að fá að læra verkið á þann hátt, sem fyrir ólafi vakti, þ. e. að fá þekk- ingu á öllum greinum þess, til þess að geta síðar orðið einfær um forstöðu þess hjer heima, því * verkið er margbrotið og venjan sú, að hver starfsmaður um sig lærir aðeins vissan hluta þess. Upphaflega lagði Ólafur út í námið svo að segja fjelaus. Eini maðurinn, sem rjetti honum hjálparhönd, var Halldór heitinn Jónsson hanka-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.