Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 31

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 31
Ó i) I N N 79 einhver mesli verkmaður sakir lagni sinnar og hagsýni. Þeim hjónum, Ólafi og Guðlaugu, búnaðist yfirleitt prýðilega, þegar þess er gætt, að þau bjuggu á rýrðarjörð, að harðinda ár gengu mörg yfir Island í búskap þeirra, og að þau höfðu mikilli ómegð fyrir að sjá. Þeini varð fjórtán barna auðið, og komust ellefu þeirra upp. Tólfta barnið, er þau ólu upp, var sonarsonur þeirra, sem þau tóku átján vikna gamlan, er faðir hans dó. En þrátt fyrir alt þetta voru þau jafnan frem- ur veitandi en þiggjandi, og þó aldrei rík, tæpast að þau gætu tal- ist sæmilega efnuð. Lítið mun hafa verið hugsað um mentun alþýðu á landi hjer í það mund, sem Ólafur var að alast upp, og víst er um það, að ekki Iærði hann annað í æsku en »lestur og kver« til fermingingar, og ef til vill eitt- hvað örlítið að draga til slafs. En úr þessu reyndi hann að bæta, er aldur færðist yfir hann. Jafnskjótt sem ólafur fór að róa út, einselti hann sjer að verja öllum lómstundum sínum í verinu til þess að læra nokkuð nytsamt, sneri hann sjer því fyrst að skriftinni, og varð brátt prýðilega skrifandi, og ritaði jafnvel, að kalla, báðum höndum, en rjett- ritun lærði hann af prenluðum bókum. Reikn- ing nam hann og í verinu og varð vel að sjer í honum, eflir því sem tílt var þá um alþýðu- menn. Nam ólafur hann með þeim hætti, að kennari hans gaf honum eitt dæmi í senn, er Ólafur reiknaði síðan á skrínuloki sínu, og lærði hann alla bókina þannig, svo vel, að liann kunni hana utanbókar. Brotareikning lærði hann síðar af bókum Eiriks Briems, og kendi mörgum síð- an. Þá las hann og hverja bók er hann náði í, og varð þvi vel að sjer í íslenskum fróðleik; hjelt hann þessum hætti sínum um lestur alt til dauðadags, en einkum lagði hann mikla alúð við að kynna sjer islensk lög; leiluðu því sveit- ungar hans oft til hans, er þeir þurftu að láta skrifa eitthvað, svo og í ýmsum öðrum vanda- málum. — Dönsku nam hann og tilsagnarlaust að skilja á bók. Ólafur ljet sig jafnan miklu skifta öll opinber mál, enda var hann óspart kjörinn í ýmsar trún- aðarstöður; var hann sóknarnefndarmaður og safnaðarfulltrúi í Kálfholtssókn um mörg ár, og lengi hreppstjóri í Holtahreppi hinum forna, svo og sýslunefndarmaður alllengi, og leysti hann öll störf vel og samvitskusamtega af hendi. Ólafur var maður mjög háttprúður; fáskiftinn jafnan og óhlut- deilinn, en hjelt fast á máli sínu við hvern sem hann álti um; fá- talaður lengstum á mannfundum, en skýrði skipulega og rólega frá þvi, er honum sýndist um hvert mál. Napuryrtur gat hann og verið, ef illa var við hann leitað, og þótti þá mótstöðumönnum hans ilt undir að búa orðum hans. Talsvert ritaði hann í sum Reykjavíkuiblöðin, bæði um opinber mal og þó einkum sveitar- málefni, t. d. um Safamýri; Þórður Guðmunds- son alþingismaður í Hala vildi reyna að þurka mýrina, með því að hlaða garð um hana, og fjekk því ráðið. Ólafur var þessu mjög andvígur, og kvað ekkert duga mundu annað en skurði; garður mundi reynast ónógur og sökkva, er stundir liðu. Varð Ólafur sannspár um þella sem fleira og varð ekki lið að garðinum. Stund- um þóttist hann vera tilneyddur að taka svari stjeltarbræðra sinna innan hreppsins, er svo bar við að einhver maður miður orðvar en skyldi reit um þá i blöðin, og bar þeim ver söguna en efni voru til, og gleymdi eða kunni ekki að taka tillit til hinnar erfiðu kjara, er þeir áltu nálega allir við að búa um þær mundir. Ólafur var maður gestrisinn og þau hjón bæði. Einkum hafði hann þó hina mestu á- nægju af, er greinda menn og fróða bar að Guðlaug Þórðardóltir.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.