Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 17

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 17
ÓÐINN 65 Vigfússonar. Hann er þriðji niaður ællar- innar i röð, sem búið hefur á Hafrafelli. Hálf jörðin er kirkju- eign, en hin hálflendan hefur verið í ættinni að minsta kosti síðan á 18. öld. Runólfur hefur nú búið yfir 30 ár á Hafrafelli, en þar áð- ur var hann um 6 ára skeið ráðsmaður hjá föður sinum. Nú er Runólfur að reisa ihúðarhús úr steini á Hafrafelli og mun því lokið í haust. Hjelt hann gildi mikið, er húsið var reist síðastl. vor, og bauð til sín öllum sveitungum sín- — ■■—..— ■■ —.... - um og nokkrum bændum úr Tungunni. Voru boðsgeslir 120. Oftar hefur hann haft fjölmenn heimboð að Hafrafelli. Hann er kátur maður og ræðinn, stálminnugur, og hefur kviðlinga á hraðhergi við hvert tækifæri. Runólfur hefur bætt jörðina mjög mikið í sinni búskapartíð, einkanlega með lokræsagerð og girðingum. Mun óvíða jafnmikið hafa verið gert af lokræsum. Túnið hefur hann algirt að mestu leyti með grjótgarði og beitarhúsatún hefur hann girt með grjóti. Hagagirðingar hefur hann hjer að auki gert miklar, sljettað margar dagsláttur í túni og veilt vatni á tún og engjar. Akhraut hefur hann og gert frá þjóðveginum heim til sín um langa leið. Pá hefur hann og leitt vatn í bæinn. Runólfur Bjarnason er gildur bóndi, hefur sauðfjárbú 1 stærra lagi. Hann er formaður Búnaðarfjelags Fellnahrepps, hefur verið það sið- an fjelagið var stofnað 1889. Hreppsnefndarodd- viti um eitt skeið og sýslunefndarmaður í 12 ár. Lætur hann sjer umhugað um hag sveitunga sinna og hefur verið áhrifamaður í sinni sveit. Stjórnmál hefur hann látið töluvert fil sin taka og oftar en einu sinni verið talinn þingmannsefni. Kona Runólfs er Sigríður Sigfúsdóttir Odds- Grund í Eyjafirði. sonar Hildibrandssonar, en móðir Sigfúsar var Þuríður Hallsdóttir frá Sleðbrjót; er sú ætt ein- um þræði komin af Margrjeti ríku á Eiðum. Móðurætt Sigríðar kemur mjög saman við ætt Runólfs. Eitt barn eiga þau hjónin og er það dóttir, sem Anna heitir. Sigríður kona Runólfs er mesta myndarkona og manni sínum samhent í öllu, enda telur Runólfur það ekki siður hennar verk en sitt, hve vel þeim hefur vegnað í búskapnum. E. Vísur. Til Lóunnar. Litli vinur! Lóan mín, ljóðafuglinn mætur; mjer eru kærust kvæðin pín kvöldin sem þú grætur. Svefnfró. Fyrir svefnsins hagri hönd hníga dagsins þrautir. Inn á draumalífsins lönd liggja fagrar brautir. Vetrarkoma. Loftið fyllist frosti og snjó, fjölga jarðarsárin. Sólargeislar glitra þó gegnum skýjatárin. Vorvísa. Sólar blossar hjóða titt blómum kossa Ijeða. Vindar hossa vængjum þýtt, vorljóð fossar kveða. S. P.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.