Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 28

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 28
76 ÓÐINN Emanuel R. H. Cortes yfirprentari. Þetta er maðurinn, sem prentað hefur flestar og bestar myndirnar i »óðni« og öðrum ritum hjer á landi síðan árið 1906, að hann fluttist hingað til landsins og tók að starfa í Gutenbergs-prent- smiðju. Yar hún þá nýstofnsett og þá eina prenlsmiðjan, sem hafði hæfar vjel- ar til að prenta í myndir og annað, er vanda þurfti prent- un á. En það var ekki einhlítt, þó að góðar vjelar væru fengnar, — það þurfti líka mann, sem kynni að framleiða með þeim þá vinnu, er þær gátu látið besta í tje. Var því horfið að því ráði, að fá útlendan prent- ara, þar eð þeir prentarar, sem fyrir voru, höfðu ekki fengið næga tilsögn og æfingu við þá prentun, er mest þurfti að vanda, og þá sjerstaklega ekki við myndaprentun. Sú prentun útheimt- ir sjerstaka kunn- áttu og nákvæmni. Það er enginn efi á þvi, að prentsmiðjan Gutenberg hefur verið heppin í valinu, þegar hún fjekk Em. Cortes, hvort heldur litið er á hann sem mann eða prentara. Hann er hið mesta prúðmenni í allri framkomu, og verkin, sem hann hefur unnið, taka af allan efa um, hve fær hann er í sinni iðn, enda er hann afarvand- virkur maður, og lætur ekkert frá sjer fara, smátl eða stórt, fyrri en það er svo úr garði gert, að betur er ekki hægt að gera, þegar litið er á aðstöðuna við verkið í hverju einstöku atriði. Hann er fæddur í Stokkhólmi 20. sept. 1875, en kvæntur íslenskri konu og fyrir löngu orðinn alíslenskur í anda. Kona hans er Björg dóttir Jóhannesar Zoega og eiga þau 6 börn. Tvisvar sinnum hefur E. Cortes heimsótt ælt- jörð sína, siðan hann íluttist hingað, og fjekk hann í síðara skiftið styrk af Alþingi til þess að kynna sjer seðla- og frímerkja- prentun. 0 Vesalingarnir eftir Victor Hugo, : hin stórfengilega : skáldsaga sem nú er að koma út í Lög- rjettu, hefur þegar náð miklum vin- sældum. Mag. Hallgr; Hallgrímsson hefur skrifað um söguna í »Tímann« og Guðm. R. Ólafsson kennari í »Alþ.blaðið«, og báð- ir telja þeir söguna mikinn og góðan feng isl. lesendum, og ísl. bókmentum. Fyrsta bókin, »Fantína«, kom út í maí í vor og fæst nú hjá bók- sölum eða kaupfje- lögum úti um land, en aðalútsalan er í bókav. Þorst. Gíslasonar, Þing- holtsslr. 1, Reykjavík. Næsta bók, »Cosetta«, kem- ur út í haust. Þýðendur eru: Einar H. Kvaran rithöíundur og síra Ragnar E. Kvaran i Winnipeg. Sagan er eitt af úrvalsritum heimsbókmentanna, og »Lögrjetta« hefur jafnan, svo sem kunnugt er, vandað mjög val þeirra bóka, sem hún hef- ur flutt lesendum sínum í þýðingum. 0 Emanuel R. H. Cortes.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.