Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 33

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 33
ÓÐINN 81 hún í því sem fleiru fremri fleslum öðrum kon- um í sinni sveif. Guðlaug var kona greind, minnug, ættfróð í besta lagi, bókhneigð og kunni frá mörgu að segja, las og mjög hin síðari árin, er annrikið minkaði, enda betri kostur bóka eftir að hún flulti til Reykjavíkur, en verið hafði í Holtunum. Hún gerði sjer jafnan Ijósa grein fyrir þeim málum, er efst voru á baugi með þjóð vorri, og fylgdist þar vel með. Oft hafði Guðlaug það á orði við þann er þetta ritar, að það þætti sjer hið mesta mein, að hafa eigi ált kost neinnar mentunar í æsku. En í æsku hennar höfðu menn aðra skoð- un á mentun alþýðu, einkum kvenna, en nú gerist, og þólti flestum þá sem konur þyrfli eigi annað að nema en vinnubrögð nokkur og ef til vill leslur. Skrift var þeim álitin óþörf íþrótt yfirleitt, og eigi var Guðlaugu kend skrift. Þó lærði hún af sjálfri sjer að draga til stafs og æfði sig í því í fjósinu, en vendilega faldi hún ritföng sín, því engin mátti vita um þetta; varð hún þó vel skrifandi, ritaði sljetta og laglega hönd, og góða rjettritun. Eftir andlát manns síns (1898) bjó Guðlaug áfram með börnum sinum, þeim er þá voru heima, og þó lengst með Jóni syni sínum, uns hann kongvaðist (1904). Kaus hún þá enn að vera út af fyrir sig, og bjó fyrst um sinn með yngstu dóttur sinni, Ágústu, þar til hún veiktist 1913, en síðan til dauðadags með sonarsyni sín- um og fóstra Teiti Kristjáni Þórðarsyni. — Guð- laug var alla æfi mjög heilsuhraust, hafði aldrei orðið misdægurt um æfina, sem kallað er. En Þegar eftir nýár 1920 fór hún að kenna las- leika nokkurs, en gegndi þó störfum sínum jafnt sem áður, enda hafði henni aldrei á sinni löngu æfi fallið verk úr hendi, svo heitið gæti. Þegar á leið febrúar hætli hún að geta fylgt fötum og andaðist 13. marts eftir röska mánaðarlegu, rúm- lega áttræð. Guðlaug sál. var há vexti, beinvaxin og vel Iimuð, fríð sýnum og skifti vel litum, hárprúð mjög, dökt hárið, og hærðist ekki, ennið hátt og svipmikið, augun dökkblá. Skapstór var Guð- laug nokkuð, en stilti þó vel í hóf, sagði jafnan meiningu sína afdráttarlaust um hvaðeina er hún talaði og skeytti eigi hvort öðrum líkaði betur eða ver. Glaðlynd var hún jafnan og skraf- hreifin, gestrisin mjög og veitul, svo að enga konu hef jeg þekt, er meiri ánægju hafði en hún Frá þingsetningunni 1926. Þingmenn á leið frá kirkju til þing- húss. Fremstir ganga Jón Magnússon forsætisráðherra og síra Arni Sigurðsson frikirkjuprestur, sem hjelt þingsetningarræðuna. af þvi að gleðja bágstadda, og aldrei var svo þröngt í búi hjá henni, að eigi gæti hún miðl- að öðrum. Svo var það, er þau hjón bjuggu eystra, og svo var það enn hjer syðra, en eigi fanst Guðlaugu ástæða til að halda slíku á lofti. Guðlaug sál. var vakin og sofin alla æfi að hugsa um heimilið sitt og börnin sín, ala þau sem best upp, og geta þeir, sem þektu heimili þeirra bjóna, best borið um, hvernig henni hafi tekist það, og hvort Sumarliðabæjar-húsfreyjan hafi eigi þar unnið slíkt starf, að skylt sje að hennar sje að nokkru getið, þólt hún ljeti hin opinberu málin afskiftalaus; munu og flestir skilja, að hún hafi haft ærinn staría við barna- hópinn sinn, þólt eigi íæri hún að vasast í íleiru, og þannig leit hún sjálf á þessi mál og starf sitt. Holtamaður. SL

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.