Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.07.1926, Blaðsíða 8
56 Ó Ð I N N vann þarjafnt, að sækja’ og hvelja. Undir merkjum þjóðar þrifa þarna kaus hann sér að lifa. Saman fór, að sóttur stundum sjór var d arít og heflað ekki, svo og hitt, að liraustuin mundum herli’ ’ann stög, þótt íleygði’ í kekki. Dragreips karskur drengur gætli — diýgði skrið að kappahaetti. Aðra hrið við slýrið stóð ’ann. Sterk var lundin, vöðvar efldir. Gegnum brim og boða vóð ’ann, bragnar upp þótt væri tefldir. Málum vorum heim af hafi heilum ók, með skíru trafi. Af því mætti íslands synir ýmsir nokkurn lærdóm laka: — Lands og þjóðar vera vinir, veialt aldrei hrjá né blaka, ýkva sízt frá réttum rökum, rifta’ ei skyld með flangurtökum. 5116. Aldrei lála’ á sóknarsviði svifia dúk hjá fullveldinu, málin vönd í rrærðarkliði morna flest að grárri sinu, heldur lands vois réltinn rækja, rifka menning, áfram sækja.--------- Ymur rám við yztu nesin úrig bylgjan, vindum knúin. Undir taka eyjaflesin, urðir, drangar, sundin snúin, þegar stiaumur svalur syngur: Söknum við þín, Breiðfirðingur. Kyljan fram af Klofningsbrúnum kastar sveipum út í bláinn, vikur, ála ristir rúnum, rennir skárum fram um sjáinn. Dimt og þungan súgur syngur: Söknum við þín, Fellsstrendingur. KjTrr í húmi hcima’ í Vogi — hjúfrar nóttin grund og bala — bólginn trega’ í bárusogi blærinn heyrist þetla hjala: Pig hef’r dauðans fcldan fingur, fiækni, sanni íslendingur. Inst við Gilsfjörð, út um Strcndur, austur fjöll að Ilafratindum, döggvuð grös um d.lalendur drúpa — hlýða nið í lindum: Vinur menta, vors og blóma valinn gistir — féll með sóma. Sólin merlar Suðurdali. Sumar skrýðir hlíð og grundir. Pó er bert i þegna tali, þrungnu klökva, flestar stundir: Fulltrúinn er fallinn slyngi. Fylt mun seint hans skarð á þingi. Heiðum undir himinboga höfði lútir, tign og fögur drotning fjalla — ljóssins loga lætur rita’ og færa’ i sögur: Hneig í skaut mér halur djarfur, heilt og sannur, trúr og þarfur. Sá mér unni seint og snemma, sótti rétt minn fast og lengi, alla vitdi stigu stemma, stefndi smán og nauð að mengi. Nafnið hans skal lengi lifa. Fg læt það gullnum stöfum skrifa. Einar Porkelsson. & Guðmundur Ásbjarnarson fríkirkjuprestur. 26. marts 1925 varð Guðmundnr Ásbjarnar- son frikirkjuprestur á Eskifirði úti á Eskifjarð- arheiði. Var hann á leið upp i hjerað, til þess að flytja þar messu fyrir ftíkirkjumenn á Völl- unum, og var einn á ferð. Daginn eftir fanst lík hans á heiðinni. Guðmundur hafði lengi þjónað frikirkjusöfnuði Reyðfirðinga. Hann var 59 ára gamall, fæddur 12. febrúar 1866 — Hjer er tekin upp minningargrein, sem Eskifjarðarblaðið »Röð- ull« flutti um hann á síðastliðnu vori: »Margir útlendir ferðamenn, sem á næstliðnum árstugum hafa komið til Eskifjarðar, hafa ált þar minnisstæða stund, þó viðdvölin hafi oft verið næsta slutt. Liggur ætíð til þess svipuð ástæða og snýst mjög um einn mann: Guð- mund heitinn Ásbjarnarson. Sú saga er á þessa leið: l’egar millilandaskipið er lagst við bryggju, gcngur erlendur farþegi á land og hygst að skj-gnast um í þorpinu. Hann mætir allmörgu fólki, en gefur því engan gaum, en álengdar sjer hann koma mann hávaxinn og karlmannlegan og sópar meir að honurn en öllum öðrum veg- farendum. Svo nijög beinist athygli útlendings- ins Tað þessum eina manni, að hann slaldrar ósjálfrátt við, til þess að fá af honum sem glegsta mynd Fyr en varir er hann kominn í fjörugar samræður við stóra íslendinginn. Eflir á hefði liann getað fáu til þess svarað, hvernig það atvikaðist, að svo náið lal tókst með þeim, en meðan á því stóð, fansl honum það jafn eðlilegt og hefðu þeir verið aldavinir. En hvað gat svo leilt saman þessa alókunnugu menn? — Hið gáfulega andlit og hin aðsóps- mikla framkoma dró strax athygli útlendingsins

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.