Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985. 3 Álafoss lagðist að bryggju í Sundahöfn í gær: LEITIN BEINIST NÚ AÐ GÁMUNUM — tekur nokkra daga að kanna þá „Búnirað leita á líklegustu stöðunum” — sagði Hermann Guðmundsson, fulltrúi tollgæslustjóra „Viö teljum aö það sé smyglvarning- ur um borð. Vitum bara ekki hvar, ekki hvort hann er í skipinu sjálfu eða í gámunum,” sagði Hermann Guðmundsson, fulltrúi tollgæslustjóra, eftir að Álafoss var lagstur að bryggju í Sundahöfn í gær. „Við munum leita áfram í skipinu alveg þangaö til þaö fer út í nótt.” En hvers vegna gáfuö þið heimild til að skipinu yrði siglt að bryggju og það færi í sína næstu ferð klukkan f jögur í nótt ef þið teljið að áfengi sé enn um borð? „Við mátum stöðuna einfaldlega þannig. Vorum búnir að leita á líkleg- ustu stöðunum en um borð er mikið af stöðum sem kostar mikiö verk að komast að og því er það geysilegt verk að leita af sér allan grun, tæplega hægt.” Hermann sagöist reikna með að það tæki nokkra daga aö kanna innihald gámanna. „Við vonumst eftir góðri samvinnu við skipafélagiö við leitina i þeim.” -JGH Stýrimennirnir á Álafossi: „Þetta skip ergaltómt” — eins og þeir séu með okkurá heilanum „Við höfum ekkert að fela. Þetta skip er galtómt,” sögðu stýrimennimir á Alafossi í Sundahöfn gærdag er DV ræddi við þá um leitina um borð í skip- inu. „Þeir eru búnir að reyna alls kyns kúnstir við þetta skip. Þaö er eins og þeir séu meö okkur á heilanum. Skipiö erlagtíeinelti.” Þeir sögðu ennfremur að þessi leit værí nýjasta taktíkin hans (Krístinn Olafsson tollgæslustjóri, innskot blm.). „Hann reynir eitthvað nýtt næst.” En hvað gerðu svo skipverjar á meðan tollverðir leituðu baki brotnu í skipinu? „Menn gegndu sínum skyldu- störfumhérumborð”. -JGH „Leiðinlegurendir ágóðriferð” — sagði Erlendur Jónsson, skipstjóri á Álafossi „Þetta var leiðinlegur endir á góöri ferð,” sagði Erlendur Jónsson, skip- stjóri á Álafossi, er DV ræddi við hann skömmu eftir að Álafoss lagöist að bryggjuígærdag. Hann vildi að öðru leyti ekki ræða um aðgerðir tollgæslunnar og hvernig síöustu tveir sólarhringar hefðu verið. „Eg tel aö þetta mál sé allra sist til þess fallið aöræða um í f jölmiðlum.” -JGH BÍIAUIGA REYKJAVÍK: 91-31815/686915 AKUREYRI: 96-21715/23515 BORGARNES: 93-7618 VÍDIGERÐI V-HÚN.: 95-1591 BLÖNDUÓS: 95-4350/4568 SAUDÁRKRÓKUR: 95-5884/5969 SIGLUFJÖRÐUR: 96-71498 HÚSAVÍK: - 96-41940/41594 EGILSTAÐIR: 97-1550 VOPNAFJÖRÐUR: 97-3145/3121 SEYÐISFJÖRÐUR: 97-2312/2204 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: 97-8303 interRent Skipstjórinn á Álafossi, Erlendur Jónsson. Þegar farinn að undirbúa nœstu ferð. DV-myndir S. Álafoss lagstur að bryggju og starfsmenn toligœslunnar huga að nœstu skrefum í þessari stórleit toilgœslunnar. Ms. Álafoss lagðist að bryggju í Sundahöfn á fjóröa tímanum í gærdag. Það var um hádegisbilið sem tollgæsl- an gaf heimild til að skipinu yrði siglt aö landi, það affermt og að það gæti hafið reglulegar siglingar aftur. Það var svo klukkan hálffjögur sem Álafoss lagðist að bryggju. Andrúms- loftið var sérstakt. Skipsins biðu ættingjar og starfsmenn Eimskips. Starfsmenn Eimskips hófu þegar störf eftir að búið var aö festa landfest- ar skipsins. Fyrsti gámurinn var híföur i land um klukkan fjögur. Búið var að afmarka ákveðið svæði á bryggjunni fyrirgámana. Leit tollgæslunnar beinist nú öll aö þessum gámum og verður innihald hvers og eins kannað. Sú leit tekur örugglega nokkra daga. Ekki er ólík- legt að starfsmenn Eimskips í Sunda- höfn aðstoði viö þá leit. En þetta var stuttur stans hjá ms. Álafossi í þetta skiptið. Skipverjar höfðu aðeins 12 klukkustundir til að vera í landi, út skyldi haldið klukkan f jögur í nótt. -JGH F ITA T MEST SELDIBILL Á ÍSLANDI FRAMHJÓLADRIFIIMN FJÖLSKYLDUBÍLL BBUa Ekki sætta þig við annað en það besta GÆÐI, ÖRYGGI, GLÆSILEIKI FIAT bílliimþiim 4,3 lítrar/100 km Fiat Uno er sérstaklega sparneyt- inn og má nefna að í sparaksturs- prófi, sem fram fór á ítalíu á sl. sumri, var meðaleyðsla hjá Uno ES 3,9 lítrar á hundraðið. A 90 km meðalhraða eyðir Uno ES 4,3 lítrum og Uno 45 Super 5 lítrum á hundraðið. kr. 280. 1929 t EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202 1985

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.