Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985: 19 Viðskipti og efnahagsmál Viðskipti og efnahagsmál Ferskur fiskur til San Francisco — Cosmos-flutningamiölunin skipuleggur flutninga á 20 til 30 tonnum af ferskum fiski með Cargolux í hverri viku beint á Kalif omíumarkað Jumbó frá Cargolux far í viku hverri með 20 til 30 tonn af ferskum fiski frá Keflavík til San Francisco. Þafl er sölufyrirtækiO Royal lceland, í eigu SigurOar Ágústssonar í Stykkishólmi, sem annast sölu fisksins til ibúa Kaliforniu. „Þessir flutningar hafa gefist mjög vel. Við byrjuðum til reynslu með tvær ferðir í september. Síðan hófust reglu- legir f lutningar í nóvember, flogið einu sinni í viku,” sagði Sigtryggur Jóns- son, framkvæmdastjóri á skrifstofu Cosmos-flutningamiðlunarinnar í Reykjavík. Flutningamir sem Sigtryggur er að tala um, er flug Cargolux með ferskan fisk tíi San Francisco, Kaliforníu, einu sinni í viku. Cosmos er umboðsaðili Cargolux hérlendis og skipuleggur flutningana. Frekar hljótt hefur verið um þessa flutninga en þeir hafa verið mjög þýð- ingarmiklir vegna þess hve stopult framboð hefur veriö á rými í Flug- leiðaþotunum f yrir f erskan f isk. „Það er sölufyrirtækið Royal Ice- land sem kaupir þennan fisk með Cargolux-vélunum. Þetta er islenskt fýrirtæki í eigu Sigurðar Ágústssonar í Stykkishólmi,” sagði Sigtryggur. Royal Iceland er fyrst og fremst sölufyrirtækið fyrir skelfisk. Fram- kvæmdastjóri er Magnús Þrándur Þórðarson. Að sögn Sigtryggs hafa viðskiptaaö- ilar Royal Iceland í þessum flutning- um verið Bæjarútgerð Reykjavikur, Vogar hf. og Islensk matvæli. Hagkvæmni flutninganna er mikil. Hún birtist mönnum þannig að Cosmos selur íslenskum innflytjendum rými í vélunum fyrir vörur þeirra á flugleið- inni Lúxemborg—Reykjavik. Þessar vörur eru síðan affermdar í Keflavík og inn kemur ferski fiskurinn. Því næst er stefnan tekin beint á San Frandsco og flogið þangað í einum rykk. Vélarnar koma ekki i bakaleiö- inni til Islands, heldur fara þær beint frá Bandaríkjunum til Lúxemborgar. Vegna þessa þarf ekki að fást við hið þekkta flutningavandamál að flutn- ingatækin séu tóm aðra leiðina. En hvað með Cosmos-flutningamiðl- unina sjálfa, hvernig hefur rekstunnn gengið þá 9 mánuði sem skrifstofan í Reykjavík hefur verið opin? „Starfsemin hefur gengið vel og við erum bjartsýnir á framhaldið. Verk- efni okkar er að annast flutninga vara frá verksmiðjudyrum í einhverju landi og koma þeim til Islands. Við erum að sinna þörf sem fyrir var á markaðnum og var sinnt af erlend- um fyrirtækjum. En sú ánægjulega þróun er að sifellt fjölgar þeim fyrir- tækjum hérlendis sem láta okkur ann- ast þessa flutninga fyrir sig,” sagði Sigtryggur. -JGH Kúlubréfin: Skuldinni „skotið” niður í einu skoti Svokölluð kúlubréf eru nú mjög að færast i vöxt á verðbréfamarkaðnum. I kúlubréfunum (bulletinbréf) er skuldinni „skotið” niður í einu skoti í lokin, það er bréfin eru með einni greiðslu í lokin. Markaðurinn sækist eftir þessum bréf um þar sem það sýnir sig að margt fólk sem kaupir verðbréf vill ekki láta „mjatla” í sig afborganirnar yfir tíma- bil skuldabréfsins. Þess í stað kýs það að fá eina heild- argreiðslu í lokin fyrir bréfið og losna þar meö við að koma afborgununum í óvöxtun aftur. Kúlubréfin komu á markaðinn í fyrra og voru þá nýjung ó íslenska verðbréfamarkaðnum. -JGH Mönnum verður ekki skotaskuld úr þvi að skjóta niður skuld. Verðbréfamarkaðurínn: Vextir fara núlækkandi — ástæðan er aukið framboð peninga Vextir f ara nú lækkandi ó verðbréfa- markaðnum að sögn Péturs H. Blön- dals,. framkvæmdastjóra Kaupþings. Vextimir eru nú í kringum 14 til 15% á skuldabréfum með veði í fasteign. Ástæöan fyrir vaxtalækkuninni er aukið framboð peninga á verðbréfa- markaðinn. Með öðrum orðum; fólk er farið aö spara og leggja peninga á markaðinn með því að kaupa bréf. Fasteignaskuldabréfin voru með vexti frá 17 til 18% í janúar og desem- ber. Vaxtalækkunin er þvi upp á um 2 til3prósent. Að sögn Péturs er Kaupþing hf. nú að selja flokk verðbréfa með 13% vexti og gengur salan mjög vel. Hér má bæta við að Sambandsbréfin, sem eru með allt að 11 % vexti, eru n ú að seljast upp. Þá má minnast á kenningu eins viö- mælanda viðskiptasiðunnar um hið aukna peningaframboð. Hann bendir á þann möguleika að f ólk sé f arið að taka lífeyrissjóðslón með um 5% vexti til að kaupa verðbréf með um 15% vöxtum. En hvað þýðir svo 14 til 15% ávöxt- un? Tölum í íbúöum. Ein íbúð í dag þýðir tvær ibúðir eftir 5 ór. Ágætis- ávöxtun, ekkisatt? Lántökur erlendis: Lán í London — Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar tók 10 milljón dollara lán í febrúar Vifl opnunarhátíð Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar. Þeir voru lánsamir i febrúar, hitaveitumenn- irnir fyrir vestan, tóku 420 milljón króna lán i London. Lítið var um lántökur erlendis í febrúar. Samkvæmt upplýsingum Seölabankans var helsta lánið lán Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar. „Þetta er skuldbreytingarlán og fór allt til greiðslu á skammtímalánum, erlendum, í Landsbankanum,” sagöi Ingólfur Hrólfsson, hitaveitustjóri Hitaveitu Akraness og Borgarf jarðar. Lánsupphæðin var 10 milljónir doll- arar, um 420 milljónir ísl. króna. Láns- tími er 10 ór. Vextir eru 10,06% næstu 6 mánuðina (1/8 yfir libor (libor = milli- bankavextir í London) og eru breyti- legir). Að sögn Ingólfs er talið að þetta lán sé á mjög góðum kjörum. Það var tek- ið fyrir milligöngu Morgan Stanley Int- emationalíLondon. Til upprifjunar skal þess getið að Al- þingi er enn ekki búið að afgreiða láns- f jóráætlun fyrir þetta ár. En í lánsfjár- áætluninni er lántaka okkar Islendinga ákveðin. -JGH Ferðamál: BERLÍNARHÁTÍÐIN í FUUJUM BLÓMA Stærsta ferðakynning í heimi, Berl- ínarhátíðin, stendur nú yfir. Hún hófst 2. mars og verður til 8. mars. Margir ferðamálafrömuðir íslenskir sækja jafnan þessa sýningu. Þar má meðal annars telja fólk frá Feröamólaráði, Flugleiðum, Arnar- flugi og helstu íslensku ferðaskrifstof- unum. Berlínarhátíðin i ár er sú nitjánda i röðinni á jafnmörgum árum. Sýning- arsvæðið er um 35 þúsund fermetrar og um 18 þúsund manns vinna í sýning- arbósum. A hverju ári koma margir Þjóöverj- ar til Islands. Hefur ætíð verið haldið fram að ein af ástæðunum fyrir komu þeirra sé góð kynning Islendinga ó Berlínarhátíðinni. -JGH Rölt um i rólegheitum og setið í makindum. Berlínarbúar njóta veðurblið- unnar í borginni fallegu. Berlínarhátiðin stendur yfir þessa dagana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.