Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 40
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Sími ritstjórnar: 68-66-11. Auglýsingar, áskrift og dreifing, sími 27022. Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt — hringdu þá i síma 68-78-58. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greið- ast 1.000 krónur og 3.000 krónur fyrir besta fréttaskotið i hverri viku, Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Frjálst,óháö dagblað FIMMTUDAGUR 7. MARS 1985. Grettisgötumálið: látin laus — maðurinn í geðrannsókn Enn liggja ekki fyrir niðuratöður kmfningar vegna andláts Sigurðar Breiðfjörð ólafssonar á heimili sínu að Grettisgötu þann 23. febrúar sl. Tvennt var úrakurðað í gæsluvarð- hald vegna þessa méls. Aö sögn Þóris Oddssonar vara- rannsðknarlögreglustjóra var konan látin laus í gær en gæsluvarðhald mannsins stendur til 20. mars. Hann hefur samþykkt að gangast undir geðrannsókn. Konan hefur viöurkennt að hafa veriö viðstödd þegar árásin átti sér stað. Hún var aðeins áhorfandi en sinnti ekki s.k. hjálparskyldu sem varðar við 220 gr. hegningarlaga. Maðurinn hefur viðuritennt að hafa ráðist á Sigurð og veitt honum áverka en mikið veltur á hverjar niðuretöður krufningar verða. -EH. ^ Akureyrarblað DVkemurút á laugardaginn Akureyrarblaö fylgir helgarblaöi DV á laugardaginn, fullt af mannlífs- efni úr höfuðstað Norðurlands. Það verður margt fróðlegt og spennandi í Akureyrarblaöinu: Sagt er frá konum á Akureyri sem geta talað saman á tungumáli sem fáir aðrir skilja. Það hefur oft komið sér vel fyrir þær aö eiga sitt eigiö tungu- mál Þórður frá Dagverðará lætur móöan mása í hressilegu opnuvið- tali. Við eina götuna á Akureyri búa tveir byssusafnarar. Þeir eiga marga merkilega gripi sem birtar erumyndiraf. Sumum finnst Akureyringar lok- aöir og því erfitt að kynnast þeim. I Akureyrarblaðinu láta þrír kunnir borgarar gamminn geisa um kosti og galla Akureyrar og Akureyringa. Þetta og margt fleira er að finna á 32 síðum Akureyrarblaðsins á laug- ardaginn. Bílstjórarnir aðstoða 25&5Ú ssnDiBiutsTöDin Það er eins gott að þekkja ferðatöskunal sína! Leynihólf í Álafossi og leitað á ytri höfninni: — ER SMYGUÐ A HAFSBOm? Tollgæslan fann nýútbúið leynihólf um borð í ms. Alafossi um klukkan fimm í gærdag, eða skömmu eftir að byrjað varð að skipa gámum skips- ins i land. Hólfið er það stórt að það gat rúmaö þann varning sem toll- gæslan hefur verið að leita að. „Hólfiö var þama ekki fyrir nokkrum vikum, það er staðfest af tollverði sem leitaði á þessum stað þá,” sagði Hermann Guðmundsson, fulltrúi tollgæslunnar. Hann sagði ennfremur að hafi eitthvað verið í hólfinu sé hugsanlegt aö varningum hafi verið hent í sjóinn á ytri höfninni í fyrrinótt, þegar leitin var í Iágmarki og aðeins tveir tollverðirumborð. Hinn möguleikinn, að sögn Hermanns, væri sá að hinn meinti smyglvarningur hefði verið færður til um borð, úr hólfinu, og settur á stað í skipinu sem búið var að leita á. Tollgæslan leitaði á tollbátnum á ytri höfninni eftir að hólfið fannst ef ske kynni að hinn meinti vamingur hefði flotið upp. En er næsta skref tollgæslunnar að kafa á ytri höfninni? Hermann sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um það, næsta skref væri að leita í gámunum. -JGH í átta hundruð manna veislu rikisstjórnarinnar á Hótel Sögu í gærkvöldi flutti Anker Jörgensen, fyrrver- andi forsætisráðherra Dana, skemmtiloga ræðu. Hér tyllir hann sér á gólfið til viðræðna við samlanda. -ÞG DV-mynd: Bj. Bj. lón Baldvin: Jón Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, er búinn að biöja Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finnlands, afsökunar á ummælum sem Jón sagðist í gær aldrei hafa viðhaft. En nú hefur Jón komist að þvi að hann notaöi orðið „Finnlandis- ering” í sjónvarpsþætti 11. desember sl. 1 dag geta lesendur DV kynnt sér kjallaragrein Jóns Baldvins, sem þegar hefur vakið heimsathygli, þó húnséíraunóbirt. I greininni likir hann m.a. Finnum viðAfgani. A blaðamannafundi i Þjóðleikhúss- kjallaranum í gær dreifði Jón kjallaragreininni sinni. t íslensku út- gáfunni höfðu m.a. orðin .. enda þótt sænski utanríkisráðherrann þykist hvorki heyra né sjá... verið tekin út. Þetta kemur hins vegar fram í kjallaragreininni í dag, þar sem hún er birt óbreytt. 1 gær neitaði Jón Baldvin f ullum hálsi að hafa sagt að sænski utanríkisráöherrann hvoriti sæi né heyrði. -APH. Kennarar: Endurmatið grandskoðað I dag verður fundað um kennara- málin. Tveir aðilar frá HlK og aðrir tveir frá rikinu ætla að setjast niður og pæla í gegnum skýreluna um endurmat á störfum kennara. A fundi sem haldinn var í gær var ákveðið aö hafa þetta form á viöræðum um mat á skýrslunni. I gær komu einnig samninganefndir hjúkrunarfræðinga og verkfræðinga á fund ríkisins. Aö sögn Indriða H. Þorlákssonar, formanns samningane&idar ríkisins, sagði hann snemma í morgun að gert væri ráð fyrir því að rætt yrði við ein- hver aðildarfélög BHM. Hver það yrðu var ekki ákveðið. APH Kvensami aðmírállinn á Keflavíkurflugvelli: Lét freistast þegar stúlkan hreinsaði í honum tennumar Ronald E. Narmi, aðmirállinn sem lenti í hneykslismáli á Keflavíkur- flugvelli skömmu fyrir jól, sleppur við meðferð dómstóla. Narmi, sem hafði verið yfirmaður Vamarliðsins frá því í júlí 1983, hefur hins vegar neyðst til að láta af hermennsku. Hann fær þó eftiriaun. Bandaríska blaðið Navy Times, sem er óháö og frjálst gagnvart bandaríska sjóhernum en þjónar hermönnum, hefur upplýst lesendur sína nánar um atvik það sem varð þess valdandi að aömírállinn missti starfið. Samkvæmt heimildum blaösins innan hersins var Ronald E. Narmi sakaður um aö hafa áreitt 21 árs gamla stúlku tvívegis þann 17. desember siðastliðinn. Aðmirállinn er sagður hafa sagt vafasöm orð við stúlkuna meðan hún var að hreinsa Tannlæknastofan ó Keflavikurflugvelli. 21 órs gömul aflstoðarstúlka varfl þar fyrir óreitni aflmírólsins þann 17. desemher síðastliðinn. DV-mynd emm. tennur hans á tannlæknastofu á Keflavíkurflugvelli. Hann bauð stúlkunni siðan að koma meö sér heim. 'Þegar stúlkan, sem hefur starfs- titilinn tanntæknir, mætti til nýbýia aðmírálsins gerðist hann áleitinn, að þvi er hún hélt fram. Eiginkona aömírálsins var úti að vinna þegar atvikið á að hafa gerat. Stúlkan yfir- gaf hins vegar aömírálinn og til- kynnti atvikið yf irmanni sínum. Yfirvöld hafa ekki viljað gefa upp nafn stúlkunnar. Hún hefur verið flutt til heretöðvar í Bandaríkjunum. Hún var látin gangast undir lygapróf meðan hún var yfirheyrð um málsat- vik. Ronald E. Narmi gekkst hins vegar ekki undir lygapróf. Banda- ríska blaöið kveðst ekki vita hvort honum hafi boöist að fara i slíkt próf. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.