Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 6
6 DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Frystivörur á að geyma í f rysti Neytendur ættu aö gæta vel aö því hvort sú vara sem leynist í frystum verslana er merirt sem frystívara eða ekki. Sérstaklega skiptir þetta máli í sambandi við viðkvæmar matvörur eins og til dæmis kjötfars og kjöthakk. Geymsluþol matvöru er alls ekki það sama hvort um er að ræða frystivöru eða kælivöru. Frystivöru á að geyma í frysti við —20°C og kælivöru á að geyma við 0°C — 4°C og hvergi annars staðar. Af hverju er miðað við —20°C Ekki er sama hvert hitastigið er í frystinum, vegna þess að það skiptir máli varðandi geymsluþol og gæði vörunnar. Við geymslu í frysti eyðileggur fryst- ingin ákveöinn hluta af próteinunum í vörunni. Hversu mikil þessi eyðilegg- ing er fer eftir hitastiginu í frystinum. Þessi eyðilegging kallast eölissvipting. Ef geymsluhitastig er fyrir ofan — 20°C, sérstaklega á bilinu —3°C til — 8°C eðlissviptist hátt hlutfall próteina. Þetta hlutfall fer minnkandi eftir því sem hitastigið lækkar. Þegar hitastigiö er komið í og niður fyrir —20°C eru þessar eðlissviptingar próteina mjög litlar. Tíminn sem varan er geymd í frysti skiptir líka máli. Alltaf er um einhverjar skemmdir á á próteinum í matvörunni að ræða, þó svo að hita- stigið sé mjög lágt. Það gefur því auga- leið að eftir því sem varan er geymd lengur í frystinum því meiri hætta er á gæðarýmun. Til aö gefa dæmi um eðlissviptingu próteina í vöru ætia ég að vitna í til- raun sem minnst er á í bók sem nefnist Levenedsmiddelteknik, gefin út í Dan- mörku 1977. Þar segir að í fiski sem geymdur var við —2° í 3 mánuði reyndust 24% próteinanna hafa eðlissvipst. 1 fiski sem geymdur var við —20°C í 3 mánuði reyndust aðeins um2% próteinanna vera eðlissvipt. Þessar skemmdir (eðlissvipting) próteinanna hafa það í för með sér að vatnsbindieiginleikar þeirra eyði- leggjast. Eðlissvipting próteina er það kallað þegar bygging próteinanna eyðileggst. Það er þessi eyðilegging, sem skemmir hæfileika próteina til að binda vatn. Þetta þýðir að vara sem þídd er upp tapar því meira vatni sem meira af próteinum hefur eðlissvipst. Vatns- tapið leiðir síðan til þess að matvaran verður mjög þurr. Vegna þess sem aö ofan greinir er ekki nóg að matvara sé frosin hvort heldur er um að ræða í frysti slátur- hússins, flutningabílsins (þeirra sem hafa frysti), kjötvinnslunnar, verslunarinnar eða neytandans. Frystirinn þarf að vera með hitastig sem ekki er fyrir ofan —20°C. - MATUR OG HOLLUSTA- Gunnar Kristinsson matvæiafræðingur skrifar Umbúðir Umbúöir utan um vöru sem geymd er í frysti skipta einnig miklu máli fyrirgæðivörunnar. Grisjan sem notuö hefur veriö utan um dilkaskrokkana í gegnum árin er vægast sagt mjög lélegar umbúðir. Hún heldur ekkert aftur af rakanum sem tapast úr matvörunni við geymslu í frystinum. Rakatapið leiöir til rýmunar af völdum frostþurrkunar og jafnvel getur komið fram frostbruni. Einkenni frostbruna eru gráleitir mis- leitir blettir, sem koma fram í alger- lega þurrum vef. Vegna hinna lélegu geymslu- eiginleika grisjunnar ætti í raun að banna að pakka kjöti inn í grisju, ekki bara vegna þess að mikill raki tapast heldur og vegna þess að grisjan verndar ekkert gegn örverum, sem geta skemmt vöruna. Plastfilma eins og mjög algengt er að sjá utan um matvörur í verslunum er heldur ekki góð vöm. Það er vegna þess að hún hleypir rakanum út úr kjötinu eða fiskinum og veldur því líka þornun. Sem betur fer er mjög farið að aukast að pakka matvöm inn í loft- tæmdar umbúðir. Þessar umbúðir gefa lengst geymsluþol og minnstu gæðarýrnun. Meðhöndlun frystivara í verslunum Eg tek þetta atriði sérstaklega fyrir vegna þess aö meðhöndlunin er ansi misjöfn. Vömr sem geyma á í frysti eiga að vera merktar sem slíkar og geymast við —20°C. Því miður má sjá í mörgum verslunum vörur sem merktar eru sem frystivömr í kælum. En það sem ve’—a er að það sjást einnig slíkar vöror í kerrum úti á gólfi í verslunum. Það virðist eins og ekki sé tekið mark á þeim upplýsingum, sem gefnar eru upp á vörumerkingum um geymsluaðferð viðeigandi matvöru. Ef varan er ekki geymd við þær aðstæður, sem framleiðendur fara fram á og merkja þar af leiðandi vöm sína samkvæmt því, rýrnar geymslu- þolið mikið og dagstimplun síðasta söludags verðurþví ómarktæk. Annað atriöi, sem því miður á sér alltof oft staö, er að vara sem merkt er kælivara og á því að geymast í kæli við 0°C til 4°C er flutt yfir í frysti eftir aö síðasti söludagur er runninn út. Líklega gera menn það í þeirri góöu trú aö þannig sé hægt aö auka geymsluþol vömnnar. Þetta er ekki rétt og er algerlega óleyfilegt að flytja kælivöru yfir í frysti hvort sem hún er útrunnin eða ekki. NYKOMIN LJOS I EFTIRTALDA BILA FRAMLJÓS: Fiat 127 Fiat 128 Fiat 131 Fiat 132 Fiat Argenta Fiat Ritmo Fiat Panda FiatUNO Ford Transit Ford Fiesta Ford Taunus Ford Escort VW Passat Alfa Sud Alfa Giulietta Austin Mini AFTURLJÓS Fiat Uno Fiat 127 Fiat 131 Fiat 132 Fiat Panda Polski 125 P Peugeot 504 Póstsendum. VWTransporter OG GLER: Autobianchi Alfa Sud VW Golf VW Passat M. Benz200 M. Benz 307 D Cortina STEINGRÍMUR BJÖRNSSON SF. SUÐURLANDSBRAUT 12, RVÍK. SÍMAR 32210 - 38365. Þáttur neytandans Neytendiir geta stuölað aö því að vara, sem merkt er frystivara, sé geymd rétt í versluninni. Þeir geta það með því að athuga hitastigið í frystinum. I hverjum frysti eiga að vera hitamælar, sem sýna hitastigið. Sé það fyrir ofan —20°C eiga þeir að benda verslunarstjóranum á það. I öðm lagi geta neytendur, ef þeir sjá vöm, sem geyma á í frysti, á einhverju flakki um verslunina, bent verslunar- fólki á vöruna og farið fram á aö hún sé fjarlægð vegna þess að hún sé ekki söluhæf lengur þar sem hún hefur þiðn- aö. Með sínu eigin eftirliti geta neytendur sjálflr stuðlað að meiri gæðum þeirrar vöru, sem þeir em að kaupa. Jafnframt sýna þeir verslun- inni að þeir hafi áhuga á þvi að hlutimir séu í lagi. Á þann hátt geta þeir veitt mikilvægt aðhald sem báðum aöilum eríhag. Vörur sem merktar eru sem frystivörur á hvergi að geyma annars staflar en i frysti. Farshleifur með fyllingu Kjötfars er hægt að matreiða á marga vegu. Krökkum þykir yfirleitt réttir úr kjötfarsi mjög góðir. Slíkir réttir em yfirleitt mjög fljótlagaðir og alls ekki í dýrasta flokknum. Hér fylgir ein góð kjötfarsuppskrift. 1/2 dl brauðrasp. .1 l/2dlmjólk. 1/2 dl rjómi. 400gkjötfars. legg. 11/2 tsk salt og pipar eftir smekk. Blandiö saman raspinu, mjólk og rjóma. Látið sjóða í ca 10 mínútur. Látið þá farsiö og eggið útí. Bragðbætið með salti og pipar. Hrærið vel í og kryddið meira ef ykkur finnst ástæða til og bætið fyllingu í farsið. Látið það síðan í smurt eldfast mót og bakið í um 50 mínútur í 175 C heitum ofni. I farsið má bæta ýmiss konar af- göngum eða kaupa í fyllinguna sér. Hér eru nokkrar uppástungur. 200 g nýir eða niðursoðnir sveppir. 75 g af smátt skomu beikoni 2 dl sellerí, skorið í mjóa bita 1 dl hökkuð, súrsuð agúrka, skorin í smábita lmatsk. smáttskorinngrænnpipar lítil dós blandað grænmeti 2 sundurskorin hvítlauksrif, 2 matsk. sinnep. Þá má einnig láta sneiðar af beikoni ofan á farshleifinn, áður en formið er látiðíofninn. Steikja laukmeðfarsinu. hhei/A.Bj.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.