Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 31
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985. 31 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Moggamenn vildu ekki krossana. FaHegt fólc Bandalag jafnaöarmanna verftur með fund á Akureyri í kvÖId ef allar áatlanir stand- ast. Þar mæta m.a. Ragn- hciður Rikharðs, Kristófer Mór, Kolbrún, Guðmundur Einars og Valgerður Bjarna. Velta menn því nokkuð fyrir sér hvort bandalagsmönnum takist að slá át fund Jóns Baldvins sem þótti með ein- dtemum vel sóttur þar nyrðra. Þar verður eriginn Ámundi. Framsóknarblaðlð Dagur veltir þessari spumingu fyrir sér. Bendir blaðið á að svo geti vel farið að bandalags- menn slái metið. Að vísu haH þelr engan Ámunda. Hins vegar sé Koibrán mikiu fallegrl en Jón Baldvin og Ragnheiður tvimslalaust laglegri en Árni Gunnars. Þegar illgjam kommúnisti hafði litið yfir þennan bjátí- pistil blaðsins, sagði hann slgri hrósandl: „Ja, það þýddi vist lítið fyrir fram- sóknarmenn að boða tll fund- ará Akureyri.” Móögaðir kratar Það virðist vera ansi grunnt á því góða meðal Norðurlandakrata nána. Ekki er vitað með vissu hvenær þetta „skáffelsi” byrjaði. En það hefur orðið opinbert i kringum þing Norðurlandaráðs. Af fréttum má dæma að formanni Alþýðuflokksins hafi tekist bærUega tU við að móðga forystumcnn krata- flokkanna á Norðurlöndum. Þannig þáði Kalevi Sorsa, formaður flnnska jafnaðar- mannaflokksins, ekki kvöld- verðarboð Alþýðuflokksins fyrr í vikunni. Er haft fyrir satt að lystarleysi Sorsa hafi einkum stafað af ummælum Jóns Baidvins um póUtiskt ósjálfstæði Finna. Anker Jörgensen, for- maður danska jafnaðar- mannaflokksins, hætti við að sækja stofnfund Samtaka um kjamorkuvopnalaust island. Það var vegna þess að sloppið hafði út ár islenska formann- inum að Jörgensen væri að hlutast tU um islensk innan- rikismái ef hann mætti á fundinn. . . Þá og nú Satt að segja eru menn dáiitið kringluleitir yfir ofan- nefndu ihiutunartaU Jóns Baldvlns. Það er nefnUega ekki ýkja langt siðan Alþýðuflokkurinn þáði dágóðar fjárhæðlr frá bræðraflokkunum á Norður- löndunum. Þá var Aiþýðu- blaðið á heljarþröminni og Alþýðuflokkurinn hreinlega að veslast upp. Jafnaðar- mannaflokkarnir á Norður- löndunum hlupu þá undir bagga og með styrkjandi að- gerðum tókst að halda liflnu i hvoru tveggja. Og þá talaði enginn um ihlutun... Enda- skipti Starfsfólk NT og Þ jóðvUJ- ans heldur árshátiðlr sinar um næstu helgi. Ekki er nema gott eltt um það að ségja og ágætum nágrönnum er hér með óskað góðrar skemmtun- ar. En hásnæðisval biaðanna er óneitanlega svolítið skond- ið. ÞjóðvUjinn heldur sina ársbátið á Hótei Hofi. NT- fólkið mun hins vegar skemmta sér í Alþýðubanda- lagshúsinu. Mogginn og krossamir LítUl skúr fyrir norðan oUi miklu fjaðrafoki í Morgun- blaðshöiiinnl fyrlr skömmu. Þannig var að afgreiðsla Moggans hafði um skeið verið í smáhýsinu norðlenska. Það var að sjálfsögðu rækUega merkt með slagorðunum um blað aUra landsmanna. Svo var afgreiðslan fiutt en siagorðaspjaldið ekkl. Skömmu siðar sáust tróna i glugga smáhýsisins allmarg- Ir krossar og auglýsinga- spjald þeim vlð hUð. Og þá | Utu auglýsingarnar á skárn- um þannig át: „Morgunblað- ið, blað allra landsmanna”, „Ath! FaUegir krossar á leiði”. Einhver veivUjaður norðanmaður gerði aðvart um þessl helgispjöU i MorgunblaðshöUinni. Æðst- ráðandi þar settu svo aUt i gang og hættu ekki fyrr en krossarnir höfðu verið fjar- lægðir. En eftlr stendur skár- inn með Mogga-spjaldinu. Umsjón: Jóhanna S. Sigþórsdóttir. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir BÍÓHÖLLIN — HEIMKOMA NJÓSNARANS * -¥• Heiti: Heimkoma njósnarans (The Jigsaw Man). Leikstjóri: Terence Young. Handrit: Jo Eisinger eftir skóldsögu Dorothea Bennett. Kvikmyndun: Freddie Francis. Tóniist: John Cameron. Aöaileikarar: Michoel Caine, Laurence Olivier, Susan George og Robert Powell. Það eru ekki margir sem einhvem tíma hafa heyrt nöfnin Philby, Burg- ess, MacLean og Blunt. Allt eru þetta þekktir njósnarar sem njósnuðu fyrir Rússa ó eftirstríðsárunum. Heimkoma njósnarans tengist óbeint þessum mönnum. Einum hefur verið bætt við, yfirmanni bresku leyni- þjónustunnar. Hann er skáldaður inn í þennan félagsskap og er hann aðalper- sóna myndarinnar. Það hefði mátt halda að með þenn- an bakgrunn hefði mátt gera hina ágætustu njósnamynd, ekki síður þegar haft er í huga að í aöalhlut- verkum eru góðir leikarar á borð við Laurence Olivier, Michael Caine og Robert Powell. Handritshöfundinum og leikstjóranum hefur samt tekist aö klúðra myndinni að nokkru leyti. Það ætti kannski ekki aö koma á óvart þegar haft er í huga að leik- stjóri myndarinnar er Terencé Young sem hefur ekki gert þokka- lega mynd síöan hann stjórnaði fyrstu James Bond myndunum. I byrjun myndarinnar erum við í Moskvu. Þar er meðal annarra njósnara, fyrrverandi yfirmaður bresku leyniþjónustunnar Sir Philip Kimberley (Michael Caine). Ein- hvern grun hafa Rússar um aö hann lumi á upplýsingum um alla rúss- neska njósnara á Vesturlöndum. Rússar láta hann gangast undir plastikaðgerð á andlitinu og breytist hann mikiö viö það. Ekki nóg meö aö Michael Caine og Susan George. Faðir og dóttir hittast. hann verði óþekkjanlegur, heldur yngist hann um tæp tuttugu ár. Hann er sendur til London í umsjón KGB manna. Fljótlega tekst honum að strjúka og hefur samband viö bresku leynjþjónustuna þar sem Sir Gerald Scaith (Laurence Olivier) ræður ríkjum. Fljótlega verður Kimberley hund- eltur af báðum aðilum og særist í við- ureigninni. Hann kemst í samband við dóttur sína og hún hjálpar honum að fela sig. Það kemur fljótt í ljós að bresku leyniþjónustunni er einnig kunnugt um nafnalista Kimber- leys. .. Þrátt fyrir annmarka á Heimkomu njósnarans má hafa nokkuö gaman af. Efnið er sérkennilegt þótt fátt sé það sem komi á óvart í lokin. Má segja að hún sleppi f yrir horn. Þeir sem muna eftir frábærum samleik Laurence Olivier og Michael Caine í Sleuth fyrir nokkrum árum verða vonsviknir með leik þeirra. Þar fóru báðir á kostum, enda gaf handritiö tilefni til þess. Hér reyna þeir, en samleikur þeirra er frekar stirður og ég man ekki til að hafa séð þessa tvo leikara í eins slæmu formi. Það er einna helst Charles Gray í hlutverki Sir James Chorley, sem er gamall kynvilltur njósnarí, sem lyft- ir leiknum í myndinni yfir meðallag. Susan George hefur aldrei getað leik- ið og Robert Powell getur lítið gert viö máttlaust hlutverk. Heimkoma njósnarans hefði sjálf- sagt getað orðið ágæt kvikmynd ef rétt hefði verið farið að hlutunum. Eins og hún kemur mér fyrir sjónir er hún hvorki fugl né fiskur. Hilmar Karlsson. LÍTIÐ VERK ÚR GÓÐUM EFNIVIÐI Pottþéftsól 00 farib kostar aieins 18- Bjóðum upp á sól, vatnsnudd og sauna í notalegu og hreinlegu umhverfi. Opið fyrir hæði kynin alla virka daga frá kr. 8.00 - 23.00. Laugardaga kl. 8.00 - 20.00. Sunnudaga kl. 9.00 - 20.00. ^ SÓLBAÐSSTOFAN SOLVER BRAUTARHOLTI 4 SÍMI 2 22 24. OMOTSTÆPILEGT - HUSOVARNA-TILBOD! Allt sem þig vantar I draumaeldhúsið á viðráðanlegu verði. Fjögurra hellna eldavél með hitastýrðri hráðsuðuhellu. Laust rofaborð. Sjálfhreinsandi ofn með innbyggðu grilli, kjöthitamæli og klukkuautomati. m Allt þetta á ótrúlega lágu verði meðan takmarkaðar birgðir endast. 1 I Verð: 25.655.-stor Hagstæðir greiðsluskilmálar tSmm- EINSTAKT TÆKIFÆRI. Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Simi 9135200

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.