Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 4
4 DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS1985. Jón Baldvin með uppákomu á Norðurlandaþingi: Kratavinskapurinn kominn á tæpasta vað? Jón Baldvin Hannibalsson og Bryndis Schram koma i heimsókn ó Norðurlandaþing í gœr og halda „blaðamannafund" i Þjóðleikhúskjallaranum eins og grænfriðungar gerðu daginn áður. DV-mynd Loftur Ásgeirsson. „Mitt svar við þessu er einfald- lega það aö þetta er ekki rétt. Ég hef aldrei sagt þetta í ræðu eöa riti. Ef einhver hefur sagt Finnum þetta þá er þaö ósatt,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson um það hvort hann hafi sagt orðið finnlandisering. Máliö er þannig vaxið að síöastliðinn mánudag mætti forsætisráöherra Finna ekki til samsætis sem jafnaðarmenn islenskir héldu meö- bræðrum sínum á hinum Norður- löndunum. Astæðan fyrir fjarveru Sorsa var sú aö hann var að mót- mæla ummælum Jóns um Finnland. Finnski sendiherrann hér á landi á að hafa upplýst Sorsa um að Jón Baldvin hafi í sjónvarpsþætti tal- að um finnlandiseringu. Hann á að hafa sagt að ef Norðurlönd ættu eftir að setja á stofn kjamorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndunum þá yröi það fyrsta skrefið í átt að „finnlandiser- ingu”. Þetta segir Jón Baldvin ekki vera satt. Þetta kom fram á „blaðamanna- fundi” sem Jón Baldvin Hannibals- son boðaöi til í kjallara Þjóðleikhúss- ins í gær. Reyndar sagðist hann ekki hafa boöað til neins fundar þar. Hann var bara í heimsókn. Saint sem áður hafði samkoman í Þjóðleikhús- kjallaranum öll einkenni blaða- mannafundar. Erlendu blaöamönn- unum hafði verið tilkynnt um fund- inn en þeim íslensku var ekki sagt neitt um þennan fund. Tilefni Jóns með fundinum var greinilega að gera hreint fyrir sínum dyrum. Jón Baldvin Hannibalsson er ekki bara upp á kant við Anker Jörgensen. Heldur er einnig grunnt á vinskap Sorsa, finnska forsætisráð- herrans, og Jón Baldvins. Finnskur blaöamaöur spuröi Jón hvað hann hygöist gera í þessari stöðu. „Það einasta sem ég get gert er aö að hafa samband beint við Sorsa og segja honum og sanna fyrir honum að þetta, sem ég á aö hafa sagt, er ekki satt.” sagði Jón Baldvin. Annar finnskur blaðamaður spurði þá Jón hvort hann ætlaði að biðjast afsökunar. Þessu svaraði Jón á þessa leið: „Á ég að biðjast afsök- unar á því sem ég hef aldrei sagt?” Jón Baldvin sagöi einnig aö hann hefði enga hugmynd um að Sorsa hefði ekki mætt í samsætið í mót- mælaskyni. Utanríkisráðherrann heyrnarlaus og blindur 1 sænskum dagblöðum í gær var haft eftir Jón Baldvin aö hann teldi Finna ekki geta haldið á spilunum án þess að fá hjálp frá Svíum. Það sem hér er vitnað til er k jallaragrein Jóns sem birt er í dag í DV. Þessa grein hafði fréttaritari Ritzan fengiö í hendur og símað í pressuna erlendis í fyrradag. Jón var spuröur aö þessu og sagði hann að hann hefði aldrei sagt þetta heldur. Aöeins lesið um það í sænskum dagblööum. Þá kemur einnig fram að Jón á að hafa sagt aö Lennart Bodstrom, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sjái hvorki né heyri. Þetta eigi hann að hafa sagt í sambandi við kafbáta- máliö sem nýlega var til umræðu í Svíþjóð. Jón sagöist ekki hafa sagt neitt í þessa veru og las upp úr kjallara- greininni. Lesendur geta sjálfir athugaö það. Erlendu blaðamennirnir voru greinilega ekki ánægðir með þessi svör og höfðu litla tiltrú á því sem Jón reyndi að sannfæra þá um. Þá var hann einnig spurður að því hvort hann gæti sannað það að viö st-endur Svíþjóðar væru sovéskir kafbátar. — Nei, það gat Jón ekki. Hann benti þó á að fáir væru í vafa um að sovéskir kafbátar væru bæði viðtslandogSvíþjóð. Ekki rétt hjá Anker Eins og kunnugt er hefur kastast í kekki á milli Jóns Baldvins Hanni- balssonar og Anker Jörgensens. Anker sagði í viðtali við DV fyrir skömmu að greinilegt væri að Al- þýöuflokkurinn hefði skipt um skoð- un í afstöðu sinni til kjamorkulausra svæða. Um þessi ummæli Ankers sagði Jón Baldvin Hannibalsson: „Það er á misskilningi byggt og frá því skýri ég í kjallaragrein sem átti að birtast í dag í DV en mun birt- ast á morgun í DV,” sagöi Jón og dreifði greininni f jölritaðri bæði á ís- lensku og skandinavísku. „Stefna flokksins hefur ekki breyst. Við leggjum áherslu á að Norðurlönd séu þegar kjamorku- vopnalaussvæði.” Þessar skoöanir geta lesendur DV kynnt sér í kjallaragreininni í blað- inuídag. Gro móðguð? A morgun hefur Jón Baldvin boð- aö til útif undar þar sem niðurgreiðsl- um í norskum sjávarútvegi verður mótmælt. Krataflokkurinn í Noregi er hlynntur þessum niðurgreiðslum. Jón er því einnig á öndverðum meiði við norska krata. Niðurstaðan er því sú. Anker er í fýlu, Sorsa er sár, Bodström er móðgaöur og Gro Harlem jafnvel líka. APH Kjartan Jóhannsson, fyrrum sjávar útvegsráðherra: Hlifa veröur út gerðinni við einhverjum útgjöldum sem hún hefur. Olíanerofdýr — segir Kjartan Jóhannsson „Eg held að menn verði að gera aöra atrennu að því að ná saman með eðlilegum hætti, gegnum samninga- leiöina, eins og hún er farin. Menn geta ekki gefist upp við þaö svona þrauta- laust,” sagði Kjartan Jóhannsson, þingmaöur Reykjaneskjördæmis og fyrrum sjávarútvegsráðherra, er DV spurði hvert hann teldi að ætti að veröa næsta skref í sjómannadeilunni, hvort rfkisstjórnin ætti að setja lög á deiluna. „Það verður aökoma í ljós hvaö það einkum er sem ber á milli. Eg geri ráð fyrir að það sé ekki síst varðandi hlut- inn og hlutaskiptin.” — Telurðu að hægt sé aö breyta þeim mikið? Ræður útgeröin við það? „Það er allt saman mjög erfitt og út- gerðin ræður auövitað ekki við það ööruvísi heldur en að henni sé þá hlíft við einhverjum útgjöldum sem hún hefur. Eg hef gagnrýnt það hvaö olían er dýr hérna og að hún skuli vera langtum dýrari heldur en í grannlönd- um okkar. Það stafar ekki eingöngu af því að hér sé um svo mikla skattlagn- ingu að ræða af olíunni heldur ein- hverra hiuta vegna eru innkaupin og dreifikerfið dýrara hjá okkur. I mínum huga er það eitthvert stærsta verkefnið sem við stönd.im frammi fyrir. Eg hef reyndar flutt tillögu um það að gefa olíuverslunina frjálsa því að það fyrir- komulag, sem við erum með, skilar okkur ekki betri árangri en þetta sem skilar okkur dýrari olíu. Meðan sjómannaverkfallið stendur er það augljóst mál að fjöldi fólks verður atvinnulaus. Hættan er líka sú, aö ef verkfallið stendur lengi, að fyrir- tæki, sem tæpt standa og ekki eru hrunin, bíði þess ekki bætur. Þannig að þaö er ákaflega brýnt aö finna lausn á þessari deilu sem allra fyrst,” sagði Kjartan Jóhannsson. -KMU. j dag mælir Dagfari______________| dag mælir Pagfari____________í dag mælir Dagfari Útifundur um innanríkismál Jón Baldvln Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokkslns, stakk upp í Anker Jörgensen á dögunum. Bann- aði danska krataforingjanum aö tala á almennum fundi á Hótel Borg með skirskotun til þess að Danir réðu ekki lengur yfir tslendingum og ættu ekki að skipta sér af þeim innanríkismál- um sem varða atómbombur og heimsfriðinn. Þetta var rösklega gert hjá Jónl Baldvln, enda veit hann aUt um það hverjir eiga island eftir langa og stranga fundaherferð um Iandiö þar sem hann hefur bæði fengið og veitt svör við þeirri spurn- ingu. Anker sá sitt óvænna og lagði niður rófuna þegar bonum var ljóst að það var ekki aðeins bomban sem skyldi bönnuð á islandi heldur Uka málfrelsl hans sjálfs. Er gott tU þess að vita að forysta Jóns Baldvins í Alþýðuflokknum verður tU þess að erlendum stjórn- málamönnum verður bannað aö tala á islandi ef og þegar þeir ætla að hafa skoðanir á málum sem þeim koma ekki við. Þessi þjóðernisstefna Jóns Baldvins verður vonandi tU þess að hér eftir verða erlendir krataforingjar ekki að abbast upp á íslensk máiefni, hvort heldur í utan- rikis- eða atvinnumáium. Við fyrstu sýn mátti ætla að þessi afstaða isienska alþýðuflokksfor- mannsins gengl út á það að hver þjóð réði sinum málum, tsiendingar yfir íslenskum, Danir yfir dönskum, Norðmenn yfir norskum og svo framvegis. Nú hefur hins vegar komlð í ljós að sú skýring er ekki aUs kostar rétt. Það sem Jón Baldvin meinar er að aðrir eiga ekki að abbast upp á okkur en við megum aftur á móti abbast upp á aðra. Þetta er auðvitað mikið meira en þjóðernisrembingur inn á við, þetta er alþjóðleg útþenslustefna sem felst i þvi að tslendingum leyflst það sem öðrum leyfist ekki. Það kemur sem sé á daginn að Jóni Baldvin og íslensku krötunum er heimUt að hafa skoðanir á at- vinnumálum hlnna Norðurlandanna og í fyrstu lotu er skorlð upp herör gegn Norðmönnum. Alþýðuflokkurinn hefur boðað til útifundar á morgun um fiskveiði- stefnu Norðmanna. Þar verður því mótmælt að Norðmenn greiði styrki tU sjávarútvegsins þar í landi. Ef að likum lætur verða Norðmönnum ekki vandaðar kveðjurnar, frekar en Ank- er sem settur var i ræðubann, eða Sorsa þeim finnska sem er svo móðg- aður út í islensku kratana að hann mætir ekki i veislur hjá þeim. Ef umræður um kjarnorkuvopna- laus Norðurlönd eru innanríkismál tsiendinga þá fer víst ekki á milli mála að styrkjastefnan í Noregi er norskt Innanríkismál. Samt leyfist Jóni Baldvin að efna til útifunda um þessa norsku atvinnustefnu, sam- kvæmt þeirri formúlu að tslendingar mega tala um það sem aðrir mega ekki tala um. Þessi atbeini íslenska Alþýðu- flokksins með formanninn i broddi fylkingar undlrstrlkar að tslands- kratar eru að færa út kvíarnar. Sennilega endar þetta með þvi að Jón Baldvin efnir til fundaherferðar i Noregi undir heitinu: Hver á Noreg? Svona eiga flokksformenn að vera. Það er ekki sama hver ybbar gogg. Nú er um að gera að fylgja auðmýkingu Ankers eftir. Ur því Jóni tókst að þagga niður i Danan- um, á þeirri forsendu að hann væri að skipta sér af innanríkismálum okkar, eigum við að sölsa undir okkur málfrelsið i innanrikismálum annarra. 1 raun og veru ætti Jón Baidvin að banna kratakollegum sin- um að hafa skoðanir á sinum eigin innanríkismálum. Þau mál verða hvort eð er afgreidd á útifundum hér upp á Fróni. Næst þarf Jón Baldvln að banna Norðurlandaráðsfundi. Þar eru menn að tala um mál sem þeim koma ekki við. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.