Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.1985, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUDAGUR 7. MARS 1985. 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tfðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn jr Norræna húsið: LEIGANIFULLUM GANGI „Norræna húsið hefur nú um nokk- urra ára skeið leigt út myndir,” sagði Aslaug Eiríksdóttir, starfsmaður húss- ins. „Við leigjum út grafíkmyndir eftir listamenn frá öllum Norðurlöndunum. Það er alltaf keypt ein og ein mynd af sýningum bæði innlendra og erlendra listamanna þannig aö stöðugt bætist við. I safninu eru nú um 400—500 myndir til útláns.” Hvernig er útleigunni háttað? „Fólk kaupir útlánskort sem nú kosta 150 kr. á ári. Fyrir það kort er hægt aö fá tvær myndir leigðar til tveggja mánaða í senn. En myndimar eru aöeins leigðar, þær eru ekki til sölu. Fólk getur, ef það vill eignast mynd eftir einhvem ákveðinn lista- mann, haft samband við hann sjálft en við höfum erxga milligöngu þar um.” Til hvers leigir fólk sér myndir? „Astæðan getur verið sú að fólk vanti myndir á veggina h já sér eða það langar einfaidlega til að breyta til. Það em bæði einstaklingar og fyrirtæki sem nýta sér þessa þjónustu og hvað fyrirtækin snertir þá hafa þau stund- um leigt sér myndir fyrir samkvæmi eöa annaö sérstakt tilefni. En ég held að meginástæðan sé sú aö fólk langi til að breyta til. Það kemur hingað og vel- ur sér nýjar myndir til að setja á vegg- inahjásér.” Er þessi þjónusta mikið notuð? „Já, þetta er alveg feikilega mikið notað. Það má eiginlega segja að við önnum varla eftirspuminni.” -ÞJV Þessi skemmtilega mynd Þorsteins Eggertssonar „Sagan endurtekur sig" er meðal þeirra mynda sem eru á sýningu Listamiðstöðvarinnar sem stend- uryfirnúna. af þeim. Þannig spörum við listamönn- unum mikið af þeim tíma sem þeir áð- ur hefðu þurft að nota í sölusýningar og tryggj um þeim jafnari innkomu. Kaupendur eiga þess líka kost að sjá það besta sem myndlistarmennimir senda frá sér á einum stað, hér í sal Listamiðstöðvarinnar. Við höfum verið að þreifa okkur áfram með þetta i nokkuö langan tima og ákváðum að kynna þetta betur á árs afmæli Listamiðstöðvarinnar sem er um þessar mundir.” Er áhugi á myndlist á Islandi? „Já, ég tel að þaö sé áhugi hér á landi og held aö hann fari vaxandi. Eg hef trú á að það sé grundvöllur fyrir þeirri starfsemi sem við stöndum að hér.” Menningarsjóðurinn Samhliða þessu erum við að vinna að stofnun menningarsjóðs fyrir lista- menn. Hann byggir á því að um 30 aðil- ar, fyrirtæki eða einstaklingar, skuld- bindi sig til að greiða 10.000 kr. gegn því aö fá í staðinn listaverk fyrir sömu upphæð. Peningarnir eru síðan settir í sjóð og geta myndlistarmenn sótt um starfslaun úr sjóönum. Sérstök nefnd, tilnefnd af Listamiðstöðinni, úthlutar svo einum myndlistarmanni eða fleiri jöfnum mánaðargreiðslum úr sjóön- um, þannig að hann geti starfaö að list sinni í 3—6 mánuði. Að þeim tíma lokn- um verður svo haldin sýning þar sem þeim sem lögðu fram f éð gefst kostur á að kaupa verk viðkomandi listamanns. Ef einhver sér ekkert sem honum lík- ar á sýningunni þá getur hann fengið annaðhvort forkaupsrétt á næstu verk- um listamannsins eða valið sér ein- hverja aðra mynd h já okkur. Að fjárfesta í list Ertu bjartsýnn á að þetta takist? „Eg er mjög bjartsýnn á þetta. Það er enginn að eyða peningum með því að leggja fram 10.000 kr. heldur er við- komandi aö fjárfesta í list. Eg trúi bara ekki öðru en að 30 aöilar fáist til að leggja fram fé. Það myndi líka vafalaust auka gæði myndlistarinnar ef listamenn fengju óskiptan tima til að sinna list sinni. Með þessum nýjungum okkar erum við að reyna að vekja áhuga fólks á myndlist og að styðja við bakið á starf- andi myndlistarmönnum. Framtíö Listamiðstöðvarinnar ræðst af því að þessu framtaki okkar verði vel tekið,” sagði Jóhann G. Jó- hannsson framkvæmdastjóri að lok- um. -ÞJV m ■- ...............> Kaup-leigubrófið kostar 5000 kr. Það fylgir iánskjaravísitölunni og er með 36% vöxtum. SYNISHORN NR. LISTAMIÐSTOÐIN HF. REYKJA VÍK - NNR. 6146-6312 ml/p-LEIGUBRÉF Heimili ponni staóur eóa sá, sem eignast brét þetta á löglegan hátt. hefur réttindi. skv. neóangreindum regl- um, til leigu og kaupa á myndum i Listamióstoöinm hf. aó tjárhæó FIMM ÞÍISUND KRÓNUR mióað vió lánskjaravisitölu júni mánaóar 1984. 885 stig Veró og rettmdi bréfsms fylgja lánskjaravisitolunni eins og hún veróur á hverjum tima. Réttindi eiganda þessa K/1L/P-LLIGUBRÉFS gagnvart Listamiöstoóinm eru 1. Eigardi þessa bréfs hefur ávallt rétt á aó hafa ema mynd i leigu tntt, á lág- marksleiguverói sem er kr 150 á mánuöi eóa kr 1.800 á án. miðaó vió aó myndir séu leigóar i einn mánuó i senn skv. leiguverói i júm 1984 2. Eigandi þessa bréfs er félagi i myndlistaklúbbi Listamióstoóvarmnar hf . nema þess sé ekki óskaó, og veróur honum ávallt boóið á opnun myndlist- arsýninga hjá Listamióstöóinni 3. Allir þeir bæklingar sem Listamiðstöóin hf gefur út yfir úrval nyrra mynda sem eru ti' leigu og solu á hverjum tima veróa sendir eiganda þessa bréfs. 4. LEIGUBRÉF þetta er hægt aó láta ganga upp i kaup á mynd á þvi verógiloi sem bréfió er i þegar frá kaupum er gengió. Samþykkt at stiorn Listamióstöóvarmnar 27. mai 1984 Gengió frá kaupum þessa KAUP-LEIGUBRÉFS / Reyk/avik i st/órn Listamióstöövarinnar hf 19 Þorvaiaut Ingi jonsson Be/gþoia Amagptut / Johanr 'C Johanr/íon Knsrm Hetgaaoiu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.