Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. Fréttir Greenpeace og önnur umhverfísvemdarsamtök: Enginn áróður nema í eigin fréttabréfúm „Við höfum þegar hafið mjög um- fangsmikla herferð gegn íslenskum vörum hér í Bandaríkjunum. Eftir tvær til þijár vikur fer hún að segja til sín,“ sagði Craig van Note, tals- maður Monitor, sambands 14 friðun- arsamtaka, þar á meðal Greenpeace, í Bandaríkjunum í samtali við DV. „Þessi herferð er mjög stór í snið- um. Við einbeitum okkur ekki aðeins gegn íslenskum fiski heldur líka ullarvörum og íslenska flug- félaginu ykkar. Við höfum þegar sent út bréf í milljónatali, við erum byijuð að skrifa greinar í blöð og auglýsa okkar málstað í stærstu fjöl- miðlunum hér í landi,“ sagði van Note. - Nú hefúr Greenpeace-fólk, bæði í Amsterdam og London, sagt að ekkert muni verða gert á þessari vertíð... „Já, ég skil nú ekkert í því. Við erum öll saman í þessari herferð.“ - Þú talar um greinaskrif. í hvaða blöð hafið þið skrifað? „Ja, þau eru nú af ýmsu tagi, mjög stór blöð með mikla útbreiðslu." - Geturðu nefiit þau? „Það má nefria stór mánaðarrit." - Eins og? „Til dæmis Greenpeace Examiner og fréttabréf af ýmsu tagi.“ - Þú talar um auglýsingar. Hvar hafið þið auglýst? „Á ýmsum stöðum." - Einhverjum stórum, útbreiddum blöðum eða öðrum fjölmiðlum? „Við ætlum kannski að auglýsa í New York Times, Los Angeles Ti- mes, News Weekend og á fleiri stöðum.“ - Þið eruð þá ekki byijaðir á því? „Nei, ekki nema í fréttabréfum samtakanna. Þetta tekur allt tíma.“ - Má skilja þetta svo að þessi mikla herferð, sem þú talar um, sé þá að- eins innan samtakanna sjálfra. Hafi ekki náð til almennings? „Já, eiginlega, kannski ekki enn. Hins vegar ætlum við að ráðast á þetta fólk, íslendinga, Norðmenn og Japani, ef það gleymir ekki þessum hval,“ sagði Craig van Note og bætti við: „Mr. Loftsson verður því að éta allt sitt hvalkjöt sjálfur." DV hafði samband við skrifstofu Greenpeace í Bandaríkjunum til að forvitnast um þessa miklu herferð sem Craig van Note talar um. Sá sem varð fyrir svörum var Russ Wild. Hann sagðist ekkert vita um neina herferð í fyrstunni. „Ég veit ekki um neitt slíkt núna. Við erum að reyna að sannfæra þingmenn um okkar málstað, ef það tekst ekki munum við reyna aðrar leiðir næsta sumar eða þamæsta," sagði Russ Wild. - Craig van Note talar um mikla herferð sem sé í gangi? „Nú,“ sagði Russ Wild og virtist koma af göllum en bætti svo við: „Við styðjum það auðvitað.“ - Getur Monitor verið að skipu- leggja herferð án þess að þið vitið? „Eg er nú bara ekki svo inni í þessu en ég skal athuga málið," sagði hann og kom svo til baka og sagði að þeir vissu um þetta. Hann bað svo um að blaðamaður DV tal- aði við þann mann sem væri með þetta á sínum snærum, gaf upp síma- númer og sagði að það mætti hringja þangað eftir nokkrar mínútur þegar Russ Wild væri sjálfur búinn að hringja og segja að viðkomandi ætti von á símtali frá íslandi. Þegar hringt var þangað hins vegar svar- aði enginn nema símsvari. Til að kanna þetta enn nánar hafði DV samband við íslenska sendiráðið í Washington. Hörður Bjamason varð fyrir svörum og sagði hann að þeir gætu ekki merkt að nein herferð væri í gangi. Það kæmu hins vegar daglega til þeirra póstkort þar sem hvalveiðum væri mótmælt. Þau kort væm þó mun færri en oft áður. -KÞ Útför Uhros Kekkonen Hans Georg Gundlach á Skolla, sigurvegari í tölti og fjórgangi. DV-mynd Ingimar Ingimarsson. Meistaramót íslenskra hesta í Þýskalandi: Fjóldi islenskra vekr- inga á Árlegt meistaramót íslenskra hesta í Þýskalandi var haldið dagana 29.-31. ágúst sl. á Falkenhorst í Westerwald. Þar ráða húsum þau Herbert-Kóki- Ólason og Ásta Gunnarsdóttir. Þrátt fyrir kulda og úrfelli, eins og verst gerist á íslandi, var þátttaka góð og keppni jöfii og spennandi. 112 skráningar vom á mótið, þar af 30 í skeiði, sem er sambærilegt við það sem best gerist hér heima á íslandi. Margir gullfallegir skeiðsprettir sáust á þessu móti, bæði í skeiðkeppn- inni og gæðingaskeiðinu, og var mál manna að annar eins fjöldi góðra ve- kringa hefði aldrei fyrr verið saman- kominn á einum stað á erlendri grund. Engar nýjar stórstjömur birtust á þessu móti og sá hestur, sem mest kvað að, var hinn gamalreyndi Skolli sem nú er orðinn 15 vetra gamall. Helstu úrslit urðu annars sem hér segir í tölti og fjórgangi sigraði Hans Georg Gundlach á Skolla frá Þýskalandi. I fimmgangi sigraði Vera Reber á i gnind Frosta frá Fáskrúðarbakka. í gæð- ingaskeiði sigraði Sigurbjöm Bárðar- son á Baldri frá Sandhólum. í 250 m skeiði sigraði Walter Feldmann jr. á Adam frá Hólum. Stigahæsti knapi mótsins, Þýskalandsmeistari, varð Walter Feldmann jr. en hann tók þátt í öllum keppnisgreinum, nema víða- vangshlaupi, og sigraði bæði í hlýðni- keppni B og fijálsri hlýðnikeppni, auk 250 m skeiðs. Þar að auki var hann í A-úrslitum í tölti, fjórgangi og fimm- gangi. Ingimar Ingimarsson. Eyjamenn „Kampavínið hreyfist ekki hjá mér,“ sagði Þorgeir Baldursson, útsölustjóri ÁTVR í Vestmannaeyjum, í samtali við drekka ekki DV. Vínútsalan í Eyjum hefúr gengið illa og em enn nægar birgðir eftir. „Af 25 tegundum sem ég fékk em kampavín aðeins 10 uppseldar. Ég fékk 1000 flösk- ur og á helminginn eftir,“ sagði Þorgeir. -EIR Forsetinn og Halldór Ásgrímsson viðstaddir Forseti íslands, frú Vígdís Finn- bogadóttir, verður viðstödd útfor Uhro Kekkonen, fyrrverandi forseta Finn- lands, en hún fer fram í Helsinki nk. sunnudag. Forseti mun fara til Finn- lands á laugardag og koma aftur á fimmtudag í næstu viku. Fyrir hönd forsætisráðherra og rík- isstjómar íslands verður Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra og samstarfsráðherra viðstaddur athöfh- ina. -SJ Harður árekstur varð milli fólksbíls og öskubíls á mótum Meistara- valla og Hringbrautar um kl. 11 i gærmorgun. Var eitt þriggja barna, sem sátu í aftursæti bilsins, flutt á slysadeild með minni háttar meiðsl en aðrir sluppu ómeiddir. Hafði öskubillinn verið á leið vestur Hring- brautina og var að beygja til vinstri inn Meistaravellina en ökumaður sá ekki fólksbíl á hinni akbrautinni svo árekstur varð ekki umflúinn. Fólksbillinn, sem er af Volvogerð, er mikið skemmdur. -BTH/DV-mynd S Veskisræninginn fundinn Rannsóknarlögregla ríkisins hefúr undanfarið verið að vinna í fjölda brotamála sem framin hafa verið sfð- asta mánuð og hefur m.a. fundið manninn sem svipti veski af gamalli konu á Káragötunni um hábjartan dag ekki alls fyrir löngu. Hún hefúr því fengið veskið sitt og allt sem í því var til baka, utan 4000 krónur í reiðufé, er ræninginn, sem er 22 ára gamall, hafði eytt. Hefúr hann oft áður komið við sögu lögreglunnar. Hátt á annan tug þessara brotamála, sem flest eru innbrot eða þjófnaðir í íbúðir, fyrirtæki eða bíla, hefúr RLR rakið til átta manna hóps sem tengist málunum beint eða óbeint. Hafa allir í þeim hópi áður komið meira og minna við sögu hjá RLR eða fíkniefna- lögreglu. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.