Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. Andlát Ásta Ásgeirsdóttir, Grænuhlíð 5, lést á Hrafnistu í Reykjavík 2. sept- ember. Eiríkur Björnsson, Lindargötu 9, Sauðárkróki, er látinn. Cora Sofie Baldvinsson, fædd Paulsen, verður jarðsungin frá Blönduóskirkju laugardaginn 6. september kl. 14. Útför Þórunnar Sigurðardóttur frá Fiskilæk, sem lést fimmtudaginn 28. ágúst, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. september kl. 15. Henný Ottósson, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. september kl. 13.30. Útför Arnheiðar Bergsteinsdótt- ur, Hæðargarði 34, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. sept- ember kl. 10.30. Útför Ólafs Sveinssonar frá Stóru- Mörk, verður gerð frá Stóra-Dals- kirkju laugardaginn 6. september kl. 14. Ólafur B. Hjálmarsson, Rauðalæk 49, sem lést 30. ágúst sl., verður jarðs- unginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 5. september kl. 13.30. Björn Ólafsson byggingameistari, Norðurvangi 44, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 5. september kl. 13.30. Tilkynningar Alþjóðarráðstefna um upp- græðslu lands á norðurslóð- um verður haldin dagana 8.-14. september 1986 að Hótel Loftleiðum, Reykjavík. Alþjóðanorðurskautsráðið, Comité Artique International, sem hefur aðsetur í Monaco, hefur staðið fyrir allmörgum ráðstefiium er varða málefni þeirra svæða er liggja umhverfis norðurskautið. í maí 1985 var haldin ráðstefha í Fairbanks, Alaska, um nýtingu auðlinda norðurhafa. Á vegum ráðsins verður dagana 8.-14. september haldin ráðstefna hér á landi um efnið: Uppgræðsla, endurbætur á landi og þró- un gróðurs á norðlægum slóðum, sem orðið hefur fyrir röskun af völdum nátt- úruafla eða manna. Fundarstaður verður að Hótel Loftleið- um, en auk þess er fyrirhugað að fara í kynnisferð um uppgræðslusvæði. Fundarefni verður eftirfar- andi: - Hugmyndir um röskun og uppbyggingu gróðurs. - Landnám og þróun gróðurs á nýmynduð- um beði eða röskuðum jarðvegi (hraunum, ösku, áreyrum, jökulurð og eyddu landi). - Umbreyting og umbætur á vistum og vistkerfum (á melum, strandsvæðum og áreyrum). - Áhrif aðkomuefnis á gróður og jarðveg (áburðar, sjávarsalts. vegaryks, ösku og fokefna). - Framleiðsla á hentugri sáðvöru og upp- græðsluplöntum. - Skógrækt á norðurslóðum. - Eftirlit með umhverfisbreytingurn með því að nota fléttur, árhringi, kennitegund- ir og gróðurkort. - Tækni og aðferðir við uppgræðslu og endurbætur lands á norðurslóðum. Erindin verða flutt á ensku. í undirbúningsnefnd af íslands hálfu eiga sæti þeir Dr. Sturla Friðriksson, nefndarformaður, dr. Hörður Kristinsson, Eyþór Einarsson grasafræðingur, Sigurð- ur Blöndal skógræktarstjóri og dr. Andrés Arnalds, frá Landgræðslu ríkisins. Opnun skarkolasvæðis í Héraðsflóa Ráðuneytið hefur ákveðið að frá 1. sept- ember til ársloka verði heimilt að stunda togveiðar í Héraðsflóa utan línu sem dreg- in er í einnar sjómílu fjarlægð frá fjöru- marki meginlandsins. Að norðan markast svæðið af línu, sem dregin er austnorð- austur frá Bjarneyjarvita og að sunnan af línu, sem dregin er austnorðaustur frá Ósfles. Norræni heilunarskólinn Kynningarfundur veröur haldinn sunnudaginn 7. sept- ember kl. 19 að Austurbrún 2, 13. hæð (bjalla merkt salur). Næsta námskeið hefst 13. september. Nánari upplýsingar í símum 41478, 54600 og 78021. SKRIFSTOFUSTARF Staða skrifstofumanns við embætti ríkislögmanns er laus til umsóknar. í starfinu felast alhliða skrifstofu- störf, auk skjalavörslu, afgreiðsla reikninga o.fl. Umsóknir, ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, óskast sendar til ríkislögmanns, Sölvhóls- götu 7, Reykjavík, fyrir 10. sept. n.k. Stórt atvinnuhúsnæði til leigu í EV-húsinu, Smiðjuvegi C 4, Kópavogi 1. Götuhæð ca 1000 m2, lofthæð 5,40 m. Innkeyrslu- dyr. 2. hæð ca 250 m2. Skrifstofuhúsnæði. 3. hæð ca 1000 m2. Ásamt 1000 m2 steyptu útiplani. Innkeyrsludyr. Upplýsingar alla virka daga í símum 79383 (77200), á kvöldin í síma 622453. ÁTT ÞÚ LADA SPORT? Vilt þú gera góðan bíl betri? Við eigum fyrirliggjandi Michelin 15' dekk á hvít- um Spoke felgum. HJÓLBARÐASTÖÐIN H/F, Skeifunni 5, Reykjavík Símar 33804-687517 Utvarp - sjónvarp Jakob Magnússon sölumaður: Reyni alitaf að horfa á fræðsluþættina Sjónvarpið í gærkvöldi var ágætt og ég horfði á mestalla dagskrána. Fréttimar horfi ég einna helst á í sjónvarpinu. Þátturinn um kjarn- orkuna var fróðlegur og skemmtileg- ur. Ég reyni alltaf að horfa á fræðsluþættina sem eru með því betra í dagskránni. Poppþættir eru líka góðir margir hverjir og má segja það um þennan í gærkvöldi sem var um Lionel Ritchie. Pompei var góður framhaldsþáttur. Þetta hafa verið alveg magnaðir hlutir sem gerðust þama á sínum tíma. Annars horfi ég yfirleitt ekki á framhaldsþætti. Rás 2 er alltaf í gangi á mínum vinnustað og það er aðallega þess- vegna sem ég hlusta töluvert mikið á hana en ekki af þvi að ég kveiki sjálfur. Bylgjan finnst mér lifandi útvarpsstöð. Þar er allt óþvingaðra og opnara en á gömlu stöðvunum. Þegar góð leikrit em á boðstólum hlusta ég á þau ef ég get. Annars hef í lítið fleira um útvarpið að segja í bili. Lili & Sussie í Evrópu Dagana 4.-14. september nk. munu sænsku söngkonurnar Lili og Sussie skemmta gestum veitingahússins EVRÓPU, Borg- artúni 32. Lili og Sussie eru systur, 20 og 22ja ára gamlar, sem æft hafa söng og dans frá því að þær fyrst muna eftir sér. Þær hafa náð töluverðri hylli í heimalandi sínu og lagið „Summer tonight“ varð mjög vinsælt, bæði í útvarpi og á diskótekum. Systurnar hafa komið fram í sjónvarpi og á skemmtistöðum víða í Evrópu og þykja einkar líflegar í framkomu. Metnaður systranna liggur í að gera skemmtanir sem bestar, enda eyða þær að jafnaði miklum tíma í söng- og danskólum auk þess að stunda líkamsrækt að krafti. Fyrsta skemmtun þeirra verður í kvöld, 4. sept- ember. Skákþing íslands 1986 Keppni í drengja- og telpnaflokki (14 ára og yngri) verður 5.-7. september næstkom- andi. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími 40 mín. á skák fyrir keppanda. Umferðataflan er þannig: fbstudagur 5. september kl. 19- 23 1., 2. og 3. umferð. Laugardagur 6. september ki. 13-18, 4., 5. og 6. umferð. Sunnudagur 7. september kl. 13-18, 7., 8. og 9. umferð. Teflt verður í félagsheimili TR að Grensásvegi 46, Reykjavík. Þátt- tökugjald er kr. 250. Innritun fer fram á skákstað föstudaginn 5. september kl. 18. 30-18.55. Skákstjóri verður Ólafur H. Ólafsson. ■ Tapað fundið Gullarmband tapaðist Gullarmband (marglituð snúra) tapaðist 1. september sl. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 21381 eftir kl. 18. Fundarlaun. Kettlingurfannst Hvítur og brúnn kettlingur með gult háls- band fannst á Hofsvallagötunni. Upplýs- ingar í síma 16847. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudag 7. sept. kl. 08: Þórsmörk - dagsferð á kr. 800. Kl. 09: Svartagil - Hvalvatn - Botns- dalur. Ekið um Þingvöll að Svartagili (eyðibýli), gengið þaðan yfir í Botnsdal og komið niður hjá Stóra-Botni. Verð kr. 600. Kl. 13: Brynjudalur - Hrísháls - Botns- dalur. Ekið að Ingunnarstöðum í Brynjudal, gengið þaðan yfir Hrísháls að Stóra-Botni í Botnsdal. Verð kr. 500. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni austan- megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Helgarferðir 5.-7. sept.: Snæfellsnes - Árbókarferð. Ekið um sunnan- og norðanvert Snæfellsnes. Kjö- rið tækifæri að kynnast í raun þeim svæðum sem Árbók 1986 fjailar um. Gönguferð fyrir þá sem vilja um Dökkólfs- dal, meðfram Baulárvallavatni og Sel- vallavatni að Berserkjahrauni. Gist í svefnpokaplássi. Fararstjóri: Einar Hauk- ur Kristjánsson. Landmannalaugar - Eidgjá. Dagsferð til Eldgjár að Ófærufossi. Gist í sæluhúsi Fl 1 Laugum. Heitur pollur. Hitaveita í sælu- húsinu. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Gönguferðir um Mörkina. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstof- unni, Öldugötu 3. Útivistarferðir Helgarferðir 5.-7. sept. Þórsmörk - Goðaland. Góð gisting í Úti- vistarskálanum í Básum. Haustiitirnir eru að byrja. Gönguferðir. Fararstjóri: Bjarki' Harðarson. Haustferð til fiaila. Gist í húsi í Jökul- heimum. Farið verður um nágrenni Jökulheima, t.d. Heljargjá, Hraunvötn og Veiðivötn. Fararstjóri: Egill Einarsson. Uppi. og farm. á skrifst., Grófinni 1, sím- ar: 23732 og 14606. Sunnudagur 7. sept. Kl. 8: Þórsmörk - Goðaland, dagsferð. Verð800kr. Stansaö 3 4 klst. í Mörkinni. Kl. 9: Línuvegurinn, öræfin heilla. Öku- og skoðunarferð: Uxahryggir - Hlöðuvell- ir - Gullfoss. Verð 900 kr. Fararstjóri: Gunnar Hauksson. Kl. 13: Kræklingatínsla og fjöruferð í Hvalfirði. Það er stórstraumsfjara og því bestu aðstæður til kræklingaferðar. Verð 500 kr. f ferðirnar er frítt fyrir börn í fyigd fullorð- inna. Brottför frá BSf, bensínsölu. Þúsundir skólabarna hrópa: Ökumenn, gefið okkur grið! Nú fer í hönd einn hættulegasti tíminn í umferðinni, sólin lækkar á lofti, daginn tekur að stytta og rökkrið tekur völdin morgna sem kvöld. Um leið og þessar breytingar eiga sér stað fjöigar gangandi vegfarendum stórlega. Þúsundir skóla- barna hefja skólagöngu núna í byrjun mánaðarins og það sem meira er - milli fjögur og fimm þúsund nýir og óreyndir sex til sjö ára vegfarendur bætast í hóp þeirra sem fyrir eru. Þrátt fyrir að þetta séu „sjálfstæðir veg- farendur" þá er þeim meiri hætta búin í umferðinni en hinum fullorðnu. Þekking- ar- og reynsluleysi háir þeim en einnig að aðstæður og umhverfi er fyrst og fremst sniðið fyrir fullorðið fólk. Börnin skynja umhverfið líka á annan hátt en hinir eldri. Vegna smæðar sinnar sjá þau aðeins það sem næst þeim er. Þau eiga erfitt með að greina úr hvaða átt hljóð berast. Þau eiga ekki auðvelt með að meta réttan hraða, ijarlægð og flölda ökutækja á ferð. Það kemur því í okkar hlut að fræða hina nýju vegfarendur, kenna þeim al- menna varkámi og sýna þeim tillitssemi og gott fordæmi í umferðinni. Hvað varðar ökumenn þá ber þeim að sýna að- gætni og draga úr hraða í nágrenni skóla, við gangbrautir og þar sem þeir sjá að böm em á ferð. Lítum ávallt á börn sem „lifandi hættumerki". En ökumenn bera ekki einir ábyrgðina. Hún er ekki síður í höndum foreldra og skóla. Til þess að auðvelda foreldrum þessa fræðslu hefur Umferðarráð, í sam- vinnu við menntamálaráðuneytið, sent öllum nemendum, sem eru að hefja skóla- göngu í fyrsta sinn, upplýsingabréf, Á LEIÐ1SKÓLANN. Þar er að finna ýmsar upplýsingar og ráðleggingar ásamt spum- ingalista um umferðaraðstæður. Með svörum foreldra geta kennarar yngstu deildanna lagt áherslu á þau vandamál sem fyrir em í umferðinni. Foreldrum er m.a. bent á að mikilvægt er að fylgja barn- inu fyrstu skóladagana og hjálpa því að finna ömggustu leiðina til og frá skóla. 1 septembermánuði er slysatíðni skóla- barna að jafnaði meiri en aðra mánuði ársins. Tökum því höndum saman og komum í veg fyrir þessi hræðilegu slys. Höfum eftirfarandi í huga: drögum úr ferð, gætum að gangandi vegfarendum, búum okkur undir skammdegið og notum end- urskinsmerki. Hyggjum að velferð vax- andi kynslóða. Bjargaði sér sjálfur úr sjó Lögreglan í Reykjavík var kölluð út í gærkvöldi um kl. 19 eftir að til- kynnt hafði verið um mann sem sást í sjónum í Nauthólsvík. Þegar komið var á staðinn reyndist maður eiga í erfiðleikum með seglbretti úti á ví- kinni en fleiri menn voru þama með seglbretti. Var settur út gúmbjörgun- arbátur til að bjarga manninum en þess reyndist ekki þörf því hann bjarg- aði sér sjálfur og sigldi brettinu á land áður en aðstoð lögreglunnar kom til. -BTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.