Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 35
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. 35 Dægradvöl fólkið kemur frekar á alvarlegri mynd- ir, í þyngri kantinum. Þó er erfitt að henda reiður á aldursskiptingu. Þetta fer þó allt eftir myndum og er mjög einstaklingsbundið. „Kvenfólk kemur þó minna á hasarmyndir og þess hátt- ar,“ sagði Friðbert en annars mun hlutfall kynjanna vera nokkuð jafnt. Hver Islendingur fer samkvæmt könnun, sem gerð hefur verið, 10-11 sinnum í bíó á ári en það samsvarar því að um 2,5 milljón bíóferðir séu famar árlega. Auðvitað segja svona meðaltöl ekki alla söguna. Sumir fara aldrei í bíó, aðrir fara nokkrum sirrn- um í viku. Bíóferð Þegar farið skal í bíó er yfirleitt byijunin að flett er upp á kvikmynda- síðum dagblaðanna og litið á úrvahð. f seinni tíð, sérílagi með myndbanda- væðingu þjóðarinnar, hefur sam- keppnin aukist gífurlega og vart er hægt að segja annað en að sú sam- keppni hafi orðið til góðs íyrir hinn almenna „bíóneytanda“. Úrvahð af myndum er mikið og yfirleitt eru þær bara þó nokkuð góðar, sjaldan er al- gert rusl á boðstólum. Að sögn þeirra sem til þekkja ganga spennu- og gam- anmyndir best í landann og ef hægt er að slá þessu saman er auðvitað komin hin ákjósanlegasta mynd á ís- lenskan markað. Ef við þetta bætist svo að tónlist myndarinnar er vinsæl má segja að um hreina gullnámu sé að ræða. Einnig trekkja frægir leikar- ar til sín fólk. Frá miðasolunni liggur leið flestra í sjoppuna þar sem menn „nesta“ sig. Svo er bara að koma sér fyrir og bíða eftir þvi að myndin byrji eins og þær Sólveig Sigurðardóttir (Lv.), Ragna Lilja Garðarsdóttir og Arndís Amgríms- dóttir. Þær fara í bíó eins oft og þær mögulega geta. Þegar kvikmynd og sýningarstaður hefiir verið valinn þá er að ákveða tímann. Fimmtudagar og sunnudagar eru bestir segja bíómenn en það fer töluvert eftir því hvað er í sjónvarpinu hvemig aðsóknin er. 9-sýningar eru vinsælastar af öllum en á 11-sýningum er oft meira um eldra fólk. Klukkan 5 er yngra fólk svo meira áberandi og einnig klukkan 7. Ekki vildu menn kannast við þá sögu, sem fer af gestum 7-sýninga, að það væru eiginmenn sem væru að forðast kvöldmatinn heima hjá sér. Flestir geta valið tima við sitt hæfi og þegar hann nálgast er haldið af stað og fundið bílastæði. Yfirleitt hef- ur myndast töluverð ös fyrir framan miðasöluna og virðist ekki veita af bandi til að kenna fólki þar að fara í röð. Þú skalt ekki láta þetta á þig fá heldur skella þér í hópinn og olnboga þig að miðasölunni og fá þér miða. Þaðan liggur leið flestra í sjoppuna þar sem „vísitöluíslendingurinn“ kaupir sér 2 popp, 1 tópas og svo kók í hléi. Kostnaður við bíóferðina nemur því um 300 krónum á mann ef við leik- um okkur að meðaltölum. Nú hggur fyrir að ganga í salinn, finna sér sæti og koma sér þægilega fyrir og njóta myndarinnar. Framtíð kvikmyndahúsanna Menn hafa undanfarin ár velt mikið fyrir sér framtíð kvikmyndahúsanna og hvort ekki mun fljótlega verða úr- elt að fara í bíó, myndböndin muni leysa þau alfarið af hólmi. Af reynslu undangenginna ára virðast þó kvik- myndahúsin alls ekki vera á fahanda fæti. Einhverjir kunna að draga úr bíósókn sinni en aðrir fá áhuga á kvik- myndum á móti. Menn telja að milli- myndimar séu skoðaðar á myndböndum en betri myndir í bíó. í kvikmyndahúsinu eru nýrri mynd- ir, hljóðið er betra, myndin er stærri og því raunverulegri. Stór kostur er einnig að maður losnar við að ryksuga poppkomið upp úr stofugólfinu fari maður í bíó. Eitt er það sem mynd- bandið getur aldrei fært til notandans en það er sú ánægja sem flestir fá út úr því að gera sér dagamun, fara í bíó og hitta fólk, því maður er jú manns gaman. JFJ _ Hér má sjá „nesti“ hins dæmigerða bíógests, verð í kringum 300 krónur. Matur er mannsins megin Þegar Bretinn W.L. Watts fór yfir Vatnajökul 1875 með nokkrum fs- lendingum var nestið mestmegnis nokkrir tugir kílógramma af kæfu í leðurbelgjum. Enn sést kæfa í nesti hér, en margt annað líka. Það er i sjálfu sér ekki vandasamt að velja sér nesti til gönguferða en þó er ekki sama hvað menn taka með sér ef litið er til þess að betra er að takmarka byrðar sem mest en að rogast með allan „venjulegan" mat. Meginreglan varðandi nesti er auðvitað sú að fara ekki til göngu lengur en 2-3 klst. án nestis, allra síst á vetuma. Raunar getur ferð lengst af ófyrirsjáanlegum orsökum og því eru sumir svo forsjálir að fara aldrei til fjalla án bitans. En hvað er skynsamlegt að taka með? Til hálfs- eða heilsdagsferðar duga 4-6 brauðsneiðar með staðgóðu áleggi (t.d. osti, kæfu, kjöti eða lag- meti úr fiski) auk einhvers snarls, svo sem þurrkaðra ávaxta, súkkul- aðis eða kex. Menn þurfa að drekka Vi til 1 lítra hið minnsta í svona ferð og þá er betra að hafa drykkinn í hitabrúsa en ekki: Te (t.d. uppleys- anlegt jurtate), kaffi, volg mjólk eða sérstakir „sportdiykkir“, sem til eru af mörgum gerðum, henta vel. Ein smáfema með ávaxtasafa er ágæt til vara. Reyndar er til pakkanæring (BIOSORBIN) sem hrærð er út í vatni og inniheldur allt það sem til þarf: Einn 90 gramma pakki og 0,3 lítrar af volgu vatni er ein máltíð! Til langferða þarf fjölbreyttari mat. Þá er algengt að taka með sér komblöndu (músh) og mjólkurduft til morgunmatar, frostþurrkaðan mat (sem aðeins þarf að blanda í vatni) og ýmiss konar pakkamat í önnur mál. Hér þarf engar forskrift- Út í náttúruna Matur til gönguferða Ari T. Guðmundsson ir meðan þess er gætt að bera ekki með sér glerílát, margar niðursuðu- dósir, mikið af fersku grænmeti eða ávöxtum vegna þess að óþarfa um- búðir og vatnsinnihald matarins er fylhlegaónauðsynlegarbyrðar. Ekki skortir okkur vatn til að bæta i fæð- una úti í íslenskri náttúru. Pakki með frostþurrkaðri máltíð kostar 360-500 kr. Pakkaréttir kosta öðm hvorum megin við 100 kr. pakkinn. Þeir fást í öllum matvömbúðum en frostþurrkaði maturinn bara í versl- unum með fjallabúnað. Sem betur fer sjást sjaldan ferða- menn utan áningastaða með plast- pokann, kókið og prinspólóið eins og núverandi þingmaður einn dró svo skemmtilega sundur og saman í háði meðan hann sá um íþróttir í sjónvarpinu. Við verulega áreynslu, eins og oft vill verða á göngu, þurfa menn að bæta fyrir 3000-4000 kílókalóríur. Það skal því enn biýnt fyrir ferða- fólki að telja hvorki sér né öðrum trú um að viðkomandi „þurfi eigin- lega ekki að borða neitt núna af því að hann er vanur svona slarki". Þegar göngumaður reynir mikið á sig og nærist ekki í samræmi við þarfir sínar em fyrstu einkenni ör- mögnunar óstyrkar hreyfingar (og oft riða), máttleysi og ógleði. Þá er ráð að hvílast nokkuð lengi, drekka heitan eða volgan vökva og narta í nesti (næsta manns?) þrátt fyrir ógleðina sem reyndar líður fljótt hjá. Ef allt um þrýtur er ekki skömm að því að snúa við. Ari Trausti Guðmundsson. Kæfa þykir alveg fyrirtaks útilegumatur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.