Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 500 kr. Verð í lausasölu virka daga 50 kr. - Helgarblað 60 kr. Allt verður áfram eins Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að vera áfram gamaldags flokkur aldraðra þingmanna, réttar sagt þingkarla, sem reka hentistefnu og gæta hagsmuna dreifbýlis á kostnað þéttbýlis, svo notað sé orðaval úr nýlegri könnun Félagsvísindadeildar Háskólans. Þetta kom í ljós á þingi Sambands ungra framsóknar- manna um síðustu helgi. Þangað fóru menn vígreifir með digurbarkalegum yfirlýsingum, en koðnuðu síðan niður í nánast ekki neitt. Krafan um alger skipti í þing- liði flokksins varð að kröfu um skipti á hluta þess. Steingrímur Hermannsson var viðstaddur til að gæta þess, að orðalag ungliðanna færi ekki úr skorðum. Það tókst honum að flestu leyti, enda átu ungliðarnir úr lófa hans sem hins óumdeilanlega höfðingja flokksins. Þannig sigraði Steingrímur á fundinum. Hann er að vísu sjálfur hlynntur því að losna við verulegan hluta þingmanna sinna og fá aðra heppilegri í staðinn. En hann ræður ekki við málið, því að hver þingmaður um sig er kóngur í sínu dreifbýliskjördæmi og lætur ekki átakalaust stjaka við sér. Ungliðunum var vorkunn. Rétt fyrir þingið voru birt- ar niðurstöður áðurnefndrar könnunar Félagsvísinda- deildar. Þar kom ekki aðeins fram, að almenningsálitið telur Framsóknarflokkinn vera gamaldags hentistefnu- flokk dreifbýlishagsmuna, heldur einnig, að það er í lagi. í könnuninni kom í ljós, að mikill meirihluti þjóðar- innar styður byggðastefnu, þótt hún kosti peninga. Þótt ekki sé þar með endilega sagt, að þjóðin styðji dreifbýlisstefnu Framsóknarflokksins, hlýtur niður- staðan að benda til, að hann sé ekki fjarri réttri leið. Ennfremur kom í ljós, að mikill meirihluti þjóðarinn- ar telur framboðslista ekki verða girnilegri kost, þótt þar verði meira af ungu fólki og konum. Framsóknar- flokkurinn getur þess vegna óhræddur haldið áfram að bjóða upp á gamla karla sem þingmenn flokksins. Þetta er auðvitað um leið hughreysting öðrum stjórn- málaflokkum, sem hafa eins og Framsóknarflokkurinn átt erfitt með að verjast kröfum ungs fólks og kvenna um aukin áhrif í flokkunum. Nú losna forustumenn allra flokka við broddinn úr væli af því tagi. Framsóknarkonur voru ekki alls fyrir löngu með háværar kröfur um að fá fast hlutfall öruggra sæta og baráttusæta á framboðslistum flokksins. Nú verður ekki hlustað á slíkt, enda munu kröfurnar falla niður, alveg eins og ungliðarnir heyktust á að krefjast sér valda. Til þess að undirstrika, að allir væru sáttir og að úlfarnir mættu hætta að góla, lét Ingvar Gíslason fóma sér á ungliðaþinginu. Hann sagðist ekki fara aftur fram. Liðið lét friðast, þótt Ingvar sé tæpast hinn dæmigerði fulltrúi þingmannanna, sem það hafði viljað losna við. Framsóknarflokkurinn verður áfram ekki síður hags- munaflokkur Páls á Höllustöðum og annarra slíkra en flokkur Steingríms formanns. Þeir félagar munu áfram geta rifizt í blöðum um, hvor fari oftar til útlanda og hvor þeirra segi fleira, sem betur væri ósagt. Eftir þing Sambands ungra framsóknarmanna er ljóst, að í næstu kosningum mun Framsóknarflokkurinn bjóða upp á nokkurn veginn nákvæmlega sömu andlit og hann hefur hingað til gert. Hann mun fá slæðing af þingmönnum í dreifbýlinu, en lítið í þéttbýlinu. Þeir, sem vilja varðveita fornar minjar, geta glaðst yfir, að í fallvöltum heimi sé þó einn stjórnmálaflokk- ur, sem verður áfram eins og hann hefur alltaf verið. Jónas Kristjánsson ** « mm- „Mörgum hættir þvi miður til þess í umferðinni að vera sjálfum sér næstir, í stað þess að líta á sjálfan sig sem hluta af heild.“ Enn um hraðann Aðgerðir yfirvalda til þess að fækka umferðarslysum hafa ekki borið nægilegan árangur enn sem komið er. Stór hluti ökumanna virð- ir þó lög og reglur, spennir beltin, hefur ökuljósin kveikt og hlífir íbúðahverfiun við hraðakstri. En hvað á til bragðs að taka við hina? 1. Auka fi-æðslu enn? 2. Herða viðurlög? 3. Auka löggæslu? 4. Hækka sektir svo að þær komi verulega við pyngju manna? 5. Beita sviptingu ökuleyfis í ríkara mæli? 6. Láta þá sem gerast stórlega brot- legir kynnast veröld þeirra sem örkumlast í umferðinni? Líklega þarf allt þetta og miklu meira til. Nýta þarf betur starfstíma lög- reglunnar Otrúlegt er til þess að vita að hér í borg skuli mikill tími lögreglunnar fara í það að skrifa upp skýrslur eft- ir smáárekstra hér og þar. Mér finnst augljóst að þessu þurfi að breyta. Skýrslugerð um óhöpp af þessu tagi, þar sem einungis er um eignartjón að ræða, á að vera mál bíleigenda og tryggingarfélags hans og breyta þarf ákvæðum í tiygginga- löggjöf í samræmi við það. Þar með getur lögreglan sinnt verðugri verk- efiium svo sem eins og því að hafa eftirlit með umferðarhraða. Þá finnst mér einnig að landið allt þurfi að verða eitt áhættusvæði því að það er liðin tíð að umferðaróhöpp séu KjaHaiinn Katrín Fjeldsted læknir og formaður Heilbrigðisráðs Reykjavíkur, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins hlutfallslega tíðari á höfuðborgar- svæðinu en annars staðar á landinu. Ökukennsla Aðalatriðið er þó áreiðanlega að leggja enn meiri áherslu á öku- kennsluna. Á síðasta ári lagði ég fram tillögu um það að ökunám yrði gert að skyldunámsgrein í’ fram- haldsskólum. Ástæðan er ekki síst sú að tryggja að allir unglingar fái vandaða bóklega ökukennslu á borð við þá sem ökukennarafélagið býður upp á í Ökuskólanum, hvort sem unglingamir hafa aðstöðu til þess að læra að aka bíl eða ekki. Síðast þegar af þessari tillögu fi-éttist var hún komin til menntamálaráðuneyt- isins og verður fróðlegt að sjá hvað úr framkvæmdum verður. Verulega áherslu þarf að leggja á að nýir ökumenn séu tillitsamir í umferðinni og fari eftir settum reglum. Minna máli skiptir hvort þeir viti nokkuð um vélina í bílnum eða kunni utan að klausur úr öku- bókinni. Að auki þarf ökupróf að vera í reynd jafh erfitt hvar sem er á landinu til þess að ökumenn öðlist jafna hæfiii til þess að keyra í þétt- býli og í dreifbýli. Tillitssemi Mörgum hættir því miður til þess í umferðinni að vera sjálfum sér næstir, í stað þess að líta á sjálfan sig sem hluta af heild. Það er nauð- synlegt að tillitssemi sé undirstaða sú sem ökumaður byggir á og við verðum að sjá til þess að meginá- hersla sé lögð á hana í ökunámi. Katrín Fjeldsted „Aðalatriðið er þó áreiðanlega að leggja enn meiri áherslu á ökukennsluna.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.