Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 36
36 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. > * Sviðsljós Ólyginn sagði . . . Macchio sá er lék'karate-strákinn í mynd- inni „Karate Kid" hefur nú látið af því að berja mann og annan með höndunum einum saman og er farinn að slá á strengi, nánar tiltekið gítarstrengi. Vin- sældir Ralphs eftir karatemynd- ina urðu svo miklar að hann fékk mörg tilboð um að leika í kvikmyndum. Myndin, sem hann valdi, nefnist „Crossro- ads" eða Vegamót, svona lau- flétt snarað yfir. í myndinni leikur hann náttúrubarn í gítar- tónlist sem verður blússtjarna. Hann hittir eldri gítarleikara, leikinn af Joe Seneca. Sá lofar honum lagstúf sem á að vera rakinn vinsældalistasmellur. Fyrst verður stráksi þó að fara til Mississippi, ferð sem tekur óvænta stefnu. Og nú bíða menn spenntir eftir því að sjá hvort stráksi leikur jafn vel með eitthvað í höndunum eins og með ekkert í þeim. Joan Collins heldur áfram að formæla Alexis Carrington hvert sem hún fer. Það kemur flestum þó nokkuð spánskt fyrir sjónir því í hugum margra eru þær ein og sama manneskjan. í það minnsta er Alexis sköpuð af Joan. En Joan segir að nú sé mælirinn fullur, Alexis sé orðin of óskammfeilin, rotin og fláráð. Finnst henni að Dynasty-nornin, eins og hún sjálf kallar persónuna, eigi að hafa einhverja jákvæða eigin- leika. „Mér finnst ekki lengur gaman að leika hana og hef óbeit á henni, ég sem var henn- ar stærsti aðdáandi hér í byrj- un," segir Joan. Hún þarf ekki að ön/ænta um stuðning bandarískra sjónvarpsaðdáenda því í skoðanakönnunum er ein- ungis 1 af hverjum 6 sem líkar við Alexis. Öllum hinum þykir hún hryllingur. Kenny Rogers sveitasöngvarinn hugljúfi var heldur betur orðinn þreyttur á því hve baráttan við aukakílóin gekk illa. Hann var búinn að vera í ströngum megrunarkúr- um, skokka, spila tennis og ýmislegt fleira en ekkert gekk. Vigtin hreyfðist lítið, að minnsta kosti niður á við. Hann lét því slag standa og fór í skurðaðgerð til að losna við „varadekkið" sem var komið utan um hann miðjan. Lét hann viðvaranir fólks sem vind um eyru þjóta en komið hafði fram að þeir sem komnir væru yfir 45 ára ættu helst ekki að fara í slíka aðgerð, Kenny er 47. Eftir aðgerðina segist Kenny vera allur annar maður, enda m.un léttari. Þykist hann hafa unnið sigur yfir auk- akílóunum að minnsta kosti f bili. Deildarstjórar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins á afmælisfundi meö kræs- ingar á dagskrá. Talsvert fjölmenni safnaöist saman inni i fyrirtækinu, enda vildu menn borða í rólegheitum og rabba við mann og annan. Samvinnutryggingar 40 ára Þann 1. september 1946 var fyrir- tækið Samvinnutryggingar g.t. stofnað. Það átti 40 ára afmæli um daginn og gerðu menn sér að sjálf- sögðu dagamun á þessum tímamót- um. Fjöldi manns gerði sér ferð í fyrirtækið, sumir í viðskiptaerind- um, aðrir í viðskipta- og afmæliser- indum og enn aðrir bara til að fá sér kökubita og taka þátt í gleðinni. Samvinnutryggingar urðu rúmum 8 árum eftir stofnun þess eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á fslandi og hefur svo verið allar götur síðan. Fyrsta vátrygging fyrirtækisins var brunatrygging á innbúi heimilis í vesturbæ Reykjavíkur, en í fyrstu seldi fyrirtækið bruna- og sjótrygg- ingar. Árið 1947 tók félagið upp bifreiðatryggingar og fljótlega fóru Samvinnutryggingar að verðlauna þá ökumenn sem óku tjónlaust. í dag eru ökutækjatryggingar stærsti lið- urinn í starfsemi fyrirtækisins og nemur markaðshlutdeild fyrirtækis- ins tæpum 'A af heildartrygginga- markaði fyrir ökutæki. Fyrsti framkvæmdastjóri fyrirtækisins var Erlendur Einarsson, fráfarandi for- stjóri Sambands íslenskra samvinnu- félaga, en núverandi framkvæmda- stjóri er Hallgrímur Sigurðsson. Var veitt af miklum myndarskap í gær og fóru margir út með bros á vör, alsælir og vel mettir. Það er ekki alltaf sem menn borga iðgjöldin glaðir í bragði. Krökkunum fannst alveg meiriháttar aö tara meö mömmu og pabba „í búöir og svoleiöis", aö minnsta kosti þar sem kökur og ávaxtasafi eru á boöstólum. Boðið var upp á ýmislegt góömeti sem viöskiptavmir kunnu vel aö meta. Stjörnurnar gefa megrunarráð Allsherjar megrunaræði hefur í nokkur ár gengið yfir allsnægtarlönd Vesturheims. Fjöldi fólks hefur upp- götvað að það er alltof þungt, hefur óæskilegar fellingar eða björgunar- hring um magann. Sérstaklega hefur þetta þótt óviðeigandi eftir að heilsu- ræktarbylgjan reið yfir af öllum sínum þunga. Sumir þurfa jafhvel að mæla nákvæmlega út kaloríuinni- hald alls þess sem þeir láta ofan í sig áður en þeir þora fyrir sitt litla líf að innbyrða það. Um allan heim hafa sprottið upp kennimenn sem hafa ráðlagt fólki að gera þetta og hitt eða láta þá þetta og hitt ógert ef það vill vera grannt og „lekkert“. Fjölmargar bækur hafa verið skrif- aðar um „sveltikúra" þessa og skipta aðferðir við spiklosun þúsundum. Fjölmargir munda stílvopnið og segja frá eigin reynsluheimi í þessum efnum og fjölmiðlar fylgjast vand- lega með vaxtarlagi stjamanna. Þrátt fyrir þetta mikla vandamál, sem hrjáir fjölda manns, fyrirfinnast þeir sem alltaf eru jafnléttir og aldr- ei sést spikklumpur á. Þetta fólk er af mörgum talið hreint og beint yfimáttúrulegt eða þá búa yfir stór- kostlegum leyndaruppskriftum að megmnaraðferðum sem felast ekki í að svelta sig. Þetta fólk hefur auðvit- að verið beðið um að aðstoða vesal- inganna sem eiga í erfiðleikum með aukakílóin. Hefur það verið meira en lítið fúst til að hjálpa meðbræðr- um sínum í þjáningum þeirra og gefa þeim holl og góð ráð. Hér á eftir fylgja ráðleggingar nokkurra grann- ra stjama sem alltaf virðast líta jafnvel út. Liv Ullmann Norska leikkonan Liv Ullmann lit- ur alltaf jafhvel út. Hún gefur fólki ýmis ráð en aðalatriðið segir hún þó vera að fólk eigi sífellt að gæta þess að borða hóflega, ef það sé gert verði fólk ekki feitt. „Ég borða sjálf brauð, fisk, ost, egg og te og ekki mikið af neinu,“ segir hún. Hún segir ágætis reglu að skilja örlítið eftir á diskin- um eftir hverja máltíð. „Fólk, sem er of feitt, ætti að finna sér annað áhugamál í lífinu en mat, til dæmis íþróttir. Það myndi örugglega grenn- ast við það,“ segir leikkonan. Shirley MacLaine Shirley MacLaine hefur mjög svip- uð megrunarráð og Liv Ullmann. Hún segir fólki að minnka við sig í mat. „Þegar ég ætla mér að léttast um einhver kíló þá borða ég áfram það sem ég er vön að borða en bara minna af því,“ segir hún. Segist hún alltaf fara frá borðinu án þess að vera alveg mett og með löngun til að fá sér örlítið í viðbót. Ursula Andress Ursula Andress, einn mesti hasar- kroppur um áratugaskeið, hefur ekki mörg ráð sem hún getur gefið fólki. Segir hún því að borða snemma og ekki mikið í einu. Einnig finnst henni að sneiða eigi hjá fitumiklum mat. „Ég reyni að borða fitulítinn mat og ekki mikið í einu. En aðal- reglan er að ég borða aldrei eftir klukkan 7 á kvöldin,“ segir hún. Liv Ullmann segir fólkl aö borða hóflega. Mat- menn eigi að fá sér nýtt áhugamál. Shirley McLaine fer frá borðinu án þess að vera fulimett. Ursula Andress lætur ekki matarörðu inn fyrir sín- ar varir eftir klukkan 19.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.