Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 3
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. Fréttir Kaipov með andarteppu Þrettándu einvigisskák Garrí Ka- sparovs og Anatoly Karpovs, sem tefla átti í Leningrad í gær, var frestað fram á föstudag að beiðni Karpovs. Þetta er fyrsta skák einvígisins sem tefla átti á nýjum keppnisstað en fyrri hluti þess var háður í London. Skákinni var frestað eftir að Eng- lendingnum Robert Wade, sem verður aðaldómari einvígisins í Leningrad, barst bréf frá læknum Karpovs. Þeir sögðu að Karpov ætti í öndunarerfið- leikum og gæti því ekki teflt skákina. Samkomulag keppenda fyrir einvígið kvað á um að fyrstu skákinni í Len- ingrad mætti aðeins fresta af heilsu- farsástæðum. Karpov hefur þá fengið tveim skák- um einvígisins frestað en Kasparov einni. Hvor hefur rétt á að hvíla sig þrisvar sinnum í þeim 24 skákum, sem tefldar verða. -JLÁ Skilafrestur í Ali-keppninni framlengdur Skilafrestur hefur verið framlengdur í uppskriftasamkeppninni sem Þor- valdur í Síld og fisk efriir til meðal matreiðslumeistara. Fresturinn átti að renna út í dag en hefur framlengdur um viku. „Það hefur verið kvartað yfir því að þetta væri of skammur tími. Þess vegna ákváðum við að framlengja skilafrestinn um vikutíma,“ sagði Þor- valdur Guðmundsson í samtali við DV. Keppt verður um veglegan farand- bikar og að auki fá þrír bestu mat- reiðslumeistaramir Ah-keðjuna til eignar. Keppt er um bæði forrétt og aðalrétt og eiga réttimir að vera úr svínakjöti. -A.BJ. Mannfjöldaspáin er mjög uggvænleg - segir Ragnhildur Helgadóttir, heiibrigðis- og byggingaráðheira „Þessi spá er ekki lítið áhyggjuefni. Þessar tölur em mjög uggvænlegar," sagði Ragnhildur Helgadóttir, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, um spá Hagstofunnar um þróun mannfjöldans á Islandi. Mannfjöldaspáin gerir ráð fyrir að öldruðum muni fjölga á komandi árum og áratugum en bömum muni fækka. Spáð er að aldraðir verði tvöfalt fleiri árið 2020, eftir 34 ár, en þeir em nú. Minni fæðingatíðni er ástæða þess- ara þjóðfélagsbreytinga. Fyrir aldar- fjórðungi eignaðist hver kona að jafnaði 4,2 böm á ævinni. Nú er fæð- ingatíðnin komin niður í 1,9 böm á ævi hverrar konu. Spáð er að fæðinga- tíðnin eigi eftir að minnka meira. Hratt mun draga úr fólksfjölgun hérlendis. Spáð er að hún stöðvist al- veg í kringum árið 2020 er íslendingar verða orðnir um 275 þúsund talsins. Eftir það tekur íslendingum að fækka, ef þróunin heldur áfram í sömu átt og nú stefhir. „Það er öldungis ljóst að það þarf að taka mið af þessari þróun í tíma,“ sagði Ragnhildur Helgadóttir. „Gera þyrfti átak í málefnum aldr- aðra. Stuðla þarf að því með ýmsum fyrirbyggjandi aðgerðum að ellin verði fólki léttbærari, fólk haldi hreysti og vellíðan lengur þannig að hlutfallslega færri en nú þyrftu á stofhanavist að halda. Mér finnst líka að við þurfum að leggja umfram allt aukna áherslu á aðgerðir til að styðja bamafjölskyldur sem mest, hjálpa fólki á ýmsa vegu, létta undir með umönnun bama. Aðgerðir til að styðja bamafjöl- skyldur og unga foreldra væm til að stuðla að mannfjölgun. Það þarf að auka áhuga fólks á að hafa fleiri böm á heimilum sínum,“ sagði Ragnhildur. -KMU Maður um þrítugt var fluttur mikið slasaður i andliti, á slysadeild i gærmorgun eftir að hafa lent í hörðum árekstri á fólksbil við stóran sendiferðabil, við gatnamót, Skógarhliðar, Bústaðavegar og Suðurhlíðar. Á þessum gatnamót- un standa hafa viðgerðir staðið yfir að undanförnu, og þrengist Bústaðavegurinn á spotta í einstefnu. Fólksbifreiðin var kominn út á tvístefnuna í Skógarhliö, og var að fara fram úr á vinstri akgrein þegar hann keyrði framan á sendiferðarbilinn sem var á leið í gagnstæða átt. Sá slasaði var ekki spenntur i belti. -BTH/DV-mynd: S Fjár- arattur upp á 7,2 milljónir króna Jcm G. Hauksson, DV, Akureyri: Fjárdráttur fúlltrúans hjá Pósti og síma á Akureyri nemur 7,2 milljónum króna. Málið komst upp í miðjum júní sL Qg játaði fulltrú- inn brot sitt þegar. Það er nú fullrannsakað og hefur ríkissak- sóknari sent ákæm á hendur fulltrúanum norður til sýslu- mannsins í Eyjafjarðarsýslu. „Það er ekki búið að taka ák- vörðun um hvenær málið verður þingfest, en það verður tæpast í þessum mánuði,1' sagði ölafur Ól- afeson, dómari við sýslumannsem- bættið á Akureyri, við DV. Ekki hefur fengist staðfest hvemig fyirdrátturirm var stund- aður eða hversu lengi. „Ég vil ekkert tjá mig um þetta mál, það er nú í dómskerfinu," sagði Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma á Norðurlandi, við DV. - En er það rétt, sem heyrst hef- ur, að þama sé um að ræða aðsent orlofefé stórfyrirtækja á Akureyri? „Eins og ég sagði áðan, ég vil ekkert tjá mig um málið," sagði Ársæll. im®» sni MMM vBH iB IEíh GULLKORN 6ui^aDít) Starrlng Cary Grant, Victor Mciagicn Douglas Fairbanks (nr. ÍCHCOCK'S Hitduoek Stcvcns Humphrey Bogart Laurence Olivier Gary Grant Anthony Perkins johnWayne 'ORSON WÉLLF.Sín CITIZEN KANE -M 'frstb á/ít 'k ★ Gary Cooper Fred Astaire Orson Welles Gary Grant John Wayne VIDEO HOLLIN Lágmúla 7, sími 68-53-33. Opið alla daga frá kl. 10-23.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.