Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Blaðsíða 23
- ý„» FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. 23 meiri tækni en Lárus“ - segir framkvæmdastjóií Waterschai í blaðaviðtali í m é : 4 ► Ragnar Margeirsson hefur staðiö sig vel með Waterschai. Man. Utd. hefiir augastað á McStay og Mo Johnston Iþróttir „Ragnar Maigeirsson með Kristján Bemburg, DV, Belgíu: Fraimkvæmdastjóri Waterschai er ánægður þessa dagana með frammi- stöðu Ragnars Margeirssonar sem hefur leikið mjög vel með liðinu að undanfömu. Þetta kemur fram í við- tali við framkvæmdastjórann í hinu virta blaði „Het Nieuwsbladt" í gær. Þar segir framkvæmdastjórinn, Andre Bollen, eftirfarandi um frammi- stöðu Ragnars sem er auðvitað kallað- ur Raggi í Belgíu: „Við keyptum Ragga á miðju síðasta tímabili til að bjarga sóknarleiknum hjá okkur en hann átti að skora mörk. Þá var hon- um ætlað það vandasama hlutverk að vera annar Lárus Guðmundsson. Raggi hefur yfir að ráða meiri tækni hvort Lars Lunde er eins góður og blöðin segja og hann sjálfur,1' sagði Sepp Piontek, landsliðsþjálf- ari Dana, sem hefiir valið hinn 22 ára Lunde í landshðshóp sinn. Danir leika vináttuleik gegn A- Þjóðverjum í Leipzág í næstu viku. Lunde þessi hefur verið óspar að segja hvað hann sé góður og að hann eigi heima í danska landslið- inu. Hann leikur með svissneska félaginu Young Boys. Lunde mun taka stöðu Prebers Elkjærs Larsen sem á við smávægileg meiðsli að stríða. „Ég hef ákveðið að gefa Lunde tækifæri og það er svo hans en Lárus og þá er hann betri fyrir samspilið. Lárus var hins vegar meiri markaskorari og þar að auki fljótari. Það var aðeins það að skora sem gekk ekki sem skyldi hjá Ragga á síð- asta tímabili en hann hefur lagt sig vel fram og ekkert gefið eftir á æfing- um. Ég skal viðurkenna að við vorum famir að hafa okkar efasemdir um getu hans. En eftir síðasta leik erum við orðnir mjög bjartsýnir á ný. Ekki var nóg með að hann skoraði bæði mörkin í leiknum heldur var hann einnig mjög hreyfanlegur. Eins og staðan er í dag erum við mjög ánægð- ir með þennan fyrrverandi lögreglu- þjón frá eyjunni í norðri - hann á eftir að gera góða hluti hjá okkur," sagði Bollen. -SMJ Jesper Olsen, sem leikur með Manchester United, kemst ekki í sextán manna hóp Dana sem er þannig skipaður: Markverðir: Ras- mussen og Ole Qvist. Aðrir leik- menn: Brusk, Monaco, Ivan Nielsen, Eindhoven, Morten 01- sen, Köln, Henrik Andersen, Anderlecht, Kent Nielsen, Bröns- höj, Sivebæk, Man. Utd., Lerby, Monaco, Mölby, Liverpool, Frank Amesen, Eindhoven, Bergreen, Roma, Pirre Larsen, Grasshopper, Laudrup, Juventus, John Eriksen, Servetta, og Lund, Young Boys. -SOS Manchester United þarf á nýju blóði að halda í sóknarhnu sína - leikmönn- um sem geta skorað mörk. Félagið heíur nú áhuga á Celtic-leikmönnun- um Mo Johnston og Paul McStay. Mick Brown, aðstoðarmaður Rons Atkinson, framkvæmdastjóra United, var staddur í Glasgow um sl. helgi til að sjá Johnston og McStay leika með Celtic gegn Rangers. Þess má geta að samningur John- stone við Celtic rennur út í desember nk. Liverpool hefúr einnig augastað á þessum rauðhærða Skota sem lék með Watford áður en hann fór til Celtic. Bryan Robson, fyrirliði United, og Remi Moses, sem hafa verið meiddir, eru að verða góðir og er reiknað með að þeir geti fljótlega farið að leika með United. -SOS •Bryan Robson. United vill skaðabætur Manchester United hefur farið ffarn á það að enska knatt- spvrnusambandið greiði félaginu 12 þús. pund í skaðabætur vegna meiðsla Bryans Robson sem meiddist á öxl á HM í Mexíkó og varð að gangast undir skurð- aðgerð. Robson hefur ekki getað leikið með United sem hefúr tap- að fyrstu þremur leikjum símun í Englandi. -SOS Jackie ekki vinsæll á íriandi Jackie Charlton. landsliðsein- valdur írlands í knattsp\Tnu, er nú ekki vinsælasti maðurinn á írlandi. Astæðan fyrir þ\n er að hann hefur sett David O’Leaty. vamarleikmann Arsenal, og Ke- vin Sheedv. Everton. út úr landshðshóp sínum fi-rir Evr- ópuleik írlands gegn Belgíu í Brússel á miðvikudaginn kemur. O'Leaiy hefur leikið 40 lands- leiki og er afer \dnsæll á írlandi. -sos Portúgalir með nýtt landslið Það verður nýtt landslið Port- úgala sem mætir S\áum í Evrópukeppni landsliða í Lissa- bon 12. október. Ruy Seabra. hinn nýi landsliðsþjálfari Portú- gals. hefur ekki valið neinn af þeim 22 leikmönnúm Portúgals sem léku í HM-keppninni í Mex- íkó. Eins og menn muna þá kom upp ágreiningur á milli leik- manna landsliðsins og stjómar- manna portúgalska landshðsins vegna launagreiðslna. -SOS Butcher er ánægðurhjá Rangers „Ég er ennþá að átta mig á hlutunum hér á Ibrox. Hér í Skotlandi er knattspyman mun harðari en í Englandi," segir enski landshðsmaðurinn Terry Butcher sem Graeme Souness keypti til Glasgow Rangers fyrir nýhafið keppnistímabil á 750 þúsund pund. „Áhorfendur hafe verið dásam- legir í minn garð frá því ég kom hingað og mér hefúr svo sannar- lega fúndist ég vera heima hjá mér hér á Ibrox,“ segir Butcher. Hann lék um síðustu helgi með Rangers g(gn Celtic en Rangers sigraði í leiknum, 1-0. Terry Butcher fékk gula spjaldið í leiknum. -SK Einvígi Barcelona og Real Madrid á Spáni? - breytt fyriifcomulag spönsku deildaifceppninnar Keppni í spænsku 1. deildinni er hafin og í ár verður keppt með breyttu fyrirkomulagi. Éftir að hinni eiginlegu deildarkeppni lýk- ur verður liðimum 18, sem þar leika, skipt upp í þrjá sex liða hópa. Efetu sex liðin munu þá leika inn- byrðis, heima og heiman, um titil- inn. Þau munu taka stigin úr forkeppninni með sér. Neðstu þrjú hðin úr neðsta hópnum falla síðan. Með þessu formi verða leiknir fleiri leikir í spænsku deildinni og er það hald manna að það verði knatt- spymunni lyftistöng. Einvígi Barcelona og Real Madrid Enn sem fyrr er tahð að risamir í spænskri knattspymu, Barcelona og Real Madrid, muni beijast um meistaratitilinn. Liðin háðu ein- vígi á síðasta keppnistímabili sem lauk með því að Real hirti titilinn. Þessi tvö lið hafa frekar eflst en hitt. í liði Real em fremstir í flokki HM-stjama Spánveija, Emilio Butragueno, argentínski heims- meistarinn Jorge Valdano og mexíkanski markakóngurinn Hugo Sanchez sem hefur verið markahæstur á Spáni tvö síðustu keppnistímabil. Real hefur fengið nýjan þjálfara og er það enginn annar en Leo Beenhakker, fyrrver- andi landsliðsþjálfari Hollendinga. Barcelonaliðið hefúr gert mun meiri breytingar hjá sér. Keyptir hafa verið þeir Mark Hughes og Gary Lineker en þeim Schúster og Archibald varpað út í kuldann. Þá hefur Barcelona keypt landsliðs- markvörðinn Andoni Zubizarreta frá Athletic Bilbao. Önnur hð, sem talin em geta blandað sér í baráttuna, em Ath- letic Bilbao, bikarmeistaramir frá Zaragoza, og Athletico Madrid. Spænsku liðin stóðu sig mjög vel í Evrópukeppnunum á síðasta vetri og landshð Spánar stóð sig einnig vel í Mexíkó. Það verður því forvitnilegt að fylgjast með knattspymunni á Spáni í vetur. -SMJ • Hugo Sanchez, markakóngur Real Madrid. „Lars Lunde getur nú sýnt hvað hann geturu - segír Sepp Piontek, landsliösþjalfari Dana „Nú fæ ég tækifæri til að sjá höfúðverkur hvort hann stendur sig eða ekki,“ sagði Piontek.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.