Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 37
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. 37 V Sviðsljós Karl Bretaprins verður sjálfsagt orðinn konungur eftir 25 ár, verður hann þannig útlitandi 62 ára. Karl og Díana eftir 25 ár Oft á tíðum hafa spakir menn og forspáir reynt að krukka í ókomna tíð og spá fyrir mönnum eða óorðn- um atburðum. Ástundun þessi hefur um aldabil farið fram enda komust forfeður okkar og -mæður fljótt að því að fáfræði um hvað framtíðin bæri í skauti sér gæti reynst mörgum manninum varasöm. Fljótlega tóku menn að taka mið af dýrum merkur- innar, fuglum loftsins, stjörnum og öðrum náttúrufyrirbærum til aðstoð- ar við spásagnir sínar. Fjölmargir konungar fortíðar höfðu spámenn af ýmsum toga sér við hlið og má segja að stétt spámanna hafi á sínum tíma verið geysilega öflug. Ráðið stríði og friði, orðum og athöfnum. í dag eru spámenn ekki jafnvalda- miklir, nema ef vera skyldi veður- fræðingar og alls kyns sérfræðiráðu- nautar. Þeir byggja spádóma sína á glöggum upplýsingum og vilja menn því sjaldnast flokka þá í spámanna- stétt. En ennþá fyrirfinnast spámenn af gamla skólanum og hafa þeir margir tekið tölvutæknina í sína þjónustu. Einn slíkur heitir Alan Reingold, gerir hann myndir af fólki eins og hann telur líklegt að það líti út í framtíðinni. Fjölmargir hafa notfært sér þjónustu þessa lista- manns, bæði fyrir sjálfa sig og aðra, ekki síst eftir að hann tók upp hjá sér að spá í framtíðarútlit frægs fólks. Hér má sjá afraksturinn af vinnu hans þegar hann spáði fyrir um útlit Karls Walesprins og Díönu prinsessu eftir 25 ár, bíða menn nú spenntir eftir því að sjá hversu raun- sönn spáin verður. Michael Jackson hræðir litlu systur Litla systir Michaels Jackson segir að hann hafi hvað eftir annað hrætt úr henni líftóruna með alls kyns uppátækjum. Hin söngelsku Jackson-systkini Hér sjást systkinin Janet og Michael fyrir 9 árum, áður en þau slógu i gegn fyrir alvöru. hafa farið hvert í sína áttina á sviði sönglistarinnar, og meira að segja litla systir þeirra, Janet Jackson, sem ekki fékk að vera með í „Jack- son five“, hefur látið til sín taka á bandaríska poppmarkaðnum. Lag hennar, „What have you done for me lately“, varð til að mynda geysi- vinsælt. Michael bróðir minn kenndi mér að svara: „Já, ég get það, í stað þess að vera sífellt með efasemdir um eigið ágæti. Þess vegna varð ég núm- er í tónlistinni," segir Janet. En þó að hún sé þakklát Jackson fyrir það getur hún ekki annað en minnst þess hvernig hann hefur í gegnum árin hrætt hana með leikjum sínum þegar hann hefur klætt sig upp í alls kyns furðubúninga. Hún segir hann eiga heilt herbergi fullt af alls kyns brúð- um og gínum sem hann tali við. öðru hvoru klæðir hann þessa „vini“ sína upp og stillir þeim hér og þar um húsið og líta þeir þá út eins og inn- brotsþjófar. Honum finnst þetta allt vera spennandi leikur en mér bregð- ur alltaf og verð hrædd. Janet Jackson er allra myndarlegasta stúlka og syngur vist bara þó nokkuð vel. Ólyginn sagði . . . Tatum O'Neal er ekkert að púkka upp á fólk sem stendur sig ekki í stykkinu. Að minnsta kosti finnst fyrrver- andi vinkonu hennar, Victoria Sellers, hún vera heldur fín með sig og alls ekki vinur i raun. Svo er mál með vexti að Victoria þessi og Tatum leigðu eitt sinn saman herbergi í Hollywood og voru hinar bestu vinkonur. Hafði Tatum beðið Victoriu að vera brúðarmær sín við gifting- una er hún giftist tenniskappan- um John McEnroe. Victoria þessi lenti í einhverju öngstræti mannlífsins og ánetjaðist eitur- lyfjum (en er komin úr meðferð og hætt) og eftir að það varð uppvíst hefurfrú McEnroe hafn- að henni. Beiðnin um að hún yrði brúðarmær var afturkölluð hið snarasta og henni var ekki einu sinni boðið í brúðkaupið. Segist Victoria vera hneyksluð á þessari ótryggð Tatum O'Neal McEnroe. Frank Sinatra er ekki dauður úr öllum æðum og nú er víst fullt eins líklegt að Bandarískir sjónvarpsáhorfend- ur fái að berja hann augum i einum af hinum vinsælu fram- haldsmyndaflokkum sem ganga í Bandarikjunum, lögreglu- myndinni „Magnum P.I.". Frank Sinatra þykja þættir þess- ir algert æði og segist ekki missa af þætti. Nýlega var hann stadd- ur á Hawaii þar sem þættirnir eru meðal annars teknir upp og hitti þar einn af leikurunum, Larry Manetti. Sá leiddi gömlu stjörnuna baksviðs til að hitta aðalstjörnu þáttanna, Tom Selleck. Fljótlega barst talið að því hvort Sinatra vildi taka þátt sem gestastjarna og öllum að óvörum sagðist hann til í slag- inn ef honum líkaði handritið. Er nú verið að vinna baki brotnu að handritagerð og einn af fram- leiðendum þáttanna lét þau orð falla að ef Sinatra léki yrði hann leynivopnið sem myndi endan- lega tryggja þættinum forskot á vinsældalistanum yfir fram- haldsmyndaflokka. v Victoria Principal sjálf Pamela í Dallas er vist alveg óð i japanska réttinn Sushi. Fær hún sér Sushi nánast I hvert mál og hefur ekki átt nógu sterk lýsingarorð yfir það hversu Ijúf- fengur þessi réttur sé. En dag skal að kveldi lofa. Nýlega fékk Victoria sér Sushi máltíð í sjálfri Tókýó-borg á fínum veitinga- stað. Gerði hún matnum góð skil og þóttist hafa fengið það allra besta Sushi sem til væri í sjálfri heimaborg Sushi-sins. Rétturinn leyndi á sér því að leikkonan og eiginmaður fengu matareitrun og þurftu að fara á sjúkrahús i einum grænum hvelli. Ekkertalvarlegtvaráferð inni og hún fékk að fara heim 2 timum seinna. Fer engum sög- um af Sushi-áti Pamelu nú í seinni tíð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.