Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Qupperneq 30
30 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. •• Viðurkenningar fyrir fagurt umhverfi í áraraðir hefur Reykj avíkurborg veitt viðurkenningar fyrir gott fram- tak í fegrunarmálum í borginni. Þessar viðurkenningar hafa yfirleitt verið kunngerðar á afinæhsdegi borgarinnar, 18. ágúst, en að þessu sinni var í mörgu að snúast fyrir tveggja alda afinæhð og því ákveðið að firesta þessari hefðbundnu athöfn þar til síðar. Davíð Oddsson borgarstjóri veitti viðurkenningamar og sagði í stuttu ávarpi að borgin væri montin yfir því að geta fegrað og prýtt en mest lægi þó slík vinna á herðum fyrir- tækja og einstaklinga. Sagði hann einnig að hann hefði orðið var við vakningu meðal borgarbúa að hlúa vel að umhverfi sínu, þvi þannig liði fólki vel í því. Lét borgarstjóri þess ennfremur getið að reynt hefði verið að velja fulltrúa til að taka við við- urkenningum þessum sem hvað næst ættu afinæh við 18. ágúst. Einnig voru fjölmörg fyrirtæki heiðruð fyrir að hafa lokið frágangi og fegrað umhverfi sitt eða sýnt því viðleitni. Þessi fyrirtæki voru: Póst- ur og sími, Hitaveita Reykjavíkur, Kristján Siggeirsson hf., Smith og Staðarsel í Breiðholtinu var að áliti dómnefndarinnar fegursta gata Reykjavikur 1986. DV-myndir Óskar Öm Þórarinn Alvar Þórarinsson, 10 ára, var fulltrúi íbúanna við Ryðrugranda 2-10. Hann á heima á númer 6 og átti afmæli 15. ágúst. Fegursta gata Reykjavíkur var valinn Staðarsel í Breiðholti. Snyrtilegustu fjölbýlishúsin í Reykjavík voru valin Miðleiti 5-7 og Flyðrugrandi 2-10 og 12-20. Norland hf., Isól hf., Tollvöru- geymslan hf., Daníel Ólafsson & Co hf., Kyndill og Vatnsveita Reykja- víkur. -JFJ Framkvæmdanefhd Alkirkju- ráðsins fundar í Reykjavík 0 „Hingað munu koma um 60 manns þann 13.-19. september á fund fram- kvæmdanefiidar Alkirkjuráðsins og munu verða hér helstu áhrifamenn í kirkjulífi heimsins um þessar mundir fyrir utan páfann," sagði séra Bemharður Guðmundsson, fréttafulltrúi Þjóðkirkjunnar. Framkvæmdanefiidina skipa 25 manns en þeim fylgir hópur starfc- manna og aðstoðarmanna. Um 300 kirkjur eiga aðild að Alkirkjuráðinu og er um að ræða flestar kristnar kirkjudeildir utan rómversk-kaþólsku kirkjunnar sem ekki á aðild að ráðinu en vinnur náið með því. Forsetar Alkirjuráðs- ins eru 6, frá Barbados, Sviss, Indlandi, A-Þýskalandi, Antiokkíu, Botswana og Kanada. Aðalritari Alkirkjuráðsins er Emilio Castro frá Uruguay. „Fundimir fara fram í Bústaða- kirkju og verða lokaðir öðrum en kjömum fulltrúum og starfcmönnum nema fyrsti fundurinn og lokaguðs- þjónustan,“ sagði Bemharður. Jafiiframt gat hann þess að gestimir legðu mikla áherslu á að kynnast sem best íslensku kirkjulífi og að þeir myndu sækja heim söfiiuði og taka þátt í guðsþjónustum með hveijum þeim hætti sem óskað væri. Einnig hefðu þeir áhuga á að heim- sækja íslensk heimili. Þegar Bemharður var inntur eftir því hvað væri til umræðu svaraði hann því til að þetta væri nokkurs konar kirkjulegur viðskiptafundur. Alkirkjuráðið hefði tekið þátt í um- ræðum um ýmis mál eins og ástandið í Suður-Afríku, bilið á milli ríkra þjóða og fátækra, friðarmál, siðferð- ismál og þá eihkum meðferð á minnihlutahópum. „Einnig verður fundur aðalstjómar Alkirkjuráðsins undirbúinn." JFJ Margir vænir laxar hafa veiðst í laxveiðiánum í sumar og þeir eru tignarlegir þessir tveir hængar úr Hofsá. DV-mynd G. Bender. Laxá í Kjós Disklingar frá Kodak Disklingamir frá Kodak eru eðlileg viðbót á Ijósmyndavörum og myndböndum að áliti fyrirtækisins. Nýlega hefur Kodak fyrirtækið sett á markað disklinga með 8’, 5 14’ og 3 14’ sniði fyrir algengustu tölvugerð- ir. Auk hirrna venjulegu „tvíþéttu" disklinga (double density) hefur Kod- ak þróað háþétta (high density) diskl- inga sem geta rúmað allt að 3,3 milljón stafi á 5 14 disklingi. Lítur Kodak á disklinga sem eðlilega viðbót við myndbönd og ljósmyndavörur og þró- ar nú sérstakt yfirborð disklinga, svokallað Isomax, sem gefur mikla geymslugetu. Kodak hefur einnig látið til sín taka í vélbúnaði og framleiðir 5 14 diskl- ingadrif sem ekki er komið á alþjóð- legan markað. Hans Petersen hf. er umboðsaðili Kodak og hefur þegar hafið dreifingu 3 14’ og 5 14’ disklinganna hér á landi. Þeir fast ýmist 10 eða 2 í pakka, ein- hliða eða tvíhliða. -JFJ 20 punda múrinn rofinn „Laxveiðin hefur verið treg síðustu daga og ætli það séu ekki komnir á land 736 laxar,“ sagði Torfi Ásgeirsson í veiðihúsinu við Haukadalsá. „Það hefur töluvert sést af laxi en hann er tregur mjög og mikið af fiski víða í hyljunum, efra veiðisvæðið hefur gefið mest hér fyrir neðan veiðihúsið. Þeir eru ennþá þrír 17 punda þeir stærstu." Hvað er að frétta af efrí Haukadalsá? „Silungsveiðin hefur gengið vel og ætli það séu ekki komnar um 800 bleikjur og þær stærstu 3 pund en mest eru þetta pundsbleikjur. Mest hafa veiðimenn fengið 60 bleikjur eftir daginn, eitthvað hefur sést af laxi líka.“ Er séns að renna fyrir fisk í ánum? „Við eigum til í laxveiðinni í neðri ánni frá 3. til 6. september og í efrí ánni í silungnum 15., 16., 17., 18., 19. og 20.“ „Það er lax víða í ánni en hann hefur verið tregur, ætli það séu ekki komnir um 1150 laxar,“ sagði Ólafur Ólafcson í veiðihúsinu við Laxá í Kjós. „Eitthvað hefur sést af nýjum fiski síðustu daga. 20 punda múrinn hefur loksins verið rofinn og veiddi Guðrún Jónsdóttir laxinn á maðk.“ Veiðivon Gunnar Bender Álftá á Mýrum er komin yfir 300 laxa og hafa veiðimenn verið eitthvað að fa lax síðustu daga. Best hafa veiði- staðir eins og Verpi, Kerfoss og Hrafhshylur gefið. Veiðimaður, sem kom úr ánni nýlega, taldi töluvert vera af fiski, hann veiddi þijá laxa. G. Bender. . Aðför bandariskra stjómvalda mótmælt Bjrinii Guðmazæon DV, ísafirÓL Á þingi Fjórðungssambands Vestfirð- inga var samþykkt svohljóðandi ályktun: A undanfömum árum hafa alþjóðleg öfgasamtök unnið markvisst að því að kippa fótum undan bjargræðisveg- um norðlægra þjóða, með hávaðasöm- um áróðri, ofbeldisaðgerðum á úfhafinu og skipulögðum aðgerðum til viðskiptakúgunar undir yfirskini um- hverfisvemdar, en án alls tillits til eðlilegs jafiivægis tegunda í hinum ýmsu vistkerfum hafeins. Nú hefur það gerst að fáránlegar kenningar þessara öfgasamtaka hafa verið leiddar í lög í Bandaríkjunum og Bandaríkjaforseti með því skyldaður til grófrar íhlutun- ar í innanríkismál vinveittra við- skiptaríkja Bandaríkjanna. Þar sem þetta snertir marga íbúa Vestfjarða, sem hafa byggt hluta af lífeafkomu sinni á sel- og hvalveiðum, mótmælir Fjórðungsþing Vestfirðinga 1986 harðlega þessum aðförum af hálfu bandarískra stjómvalda og skorar á ríkissfjóm íslands að hefja víðtæka kynningu á alþjóðavettvangi í sam- vinnu við aðrar þjóðir, sem em í sömu aðstöðu, á þessum veiðum og nýtingu afiirðanna. Jafiiframt skorar Fjórð- ungsþingið á ríkisstjómina að hopa hvergi í þessu máh.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.