Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 8
8 FIMMTUDÁGUR 4. SEPTEMBER 1986. Utlönd Worid Airways hættir reglubundnu farþegaflugi í mál við sam- býliskonuna vegna fóstur- eyðingar Gauti Grétaissan, DV, Þrándheirai: Hörð samkeppni hefur rikt meðal bandarískra flugfélaga að undanfömu. Fyrir skömmu lagði flugfélagið Frontier upp laupana og nú hefur World Airways hætt reglubundnu áætlunarflugi. Bandaríska flugfélagið World Air- ways boðaði í morgun mikinn sam- drátt í starfsemi félagsins vegna slæmrar afkomu undanfama mánuði í kjölfar harðnandi samkeppni við önnur flugfélög. Stjóm félagsins ák- vað í framhaldi af því að leggja alfarið niður reglubundið farþegaflug félags- ins og segja upp 1500 af 2600 starfs- mönnum sínum. Hyggst félagið þó halda áfram verk- efiium á sviði leiguflugs og reka áfram viðhaldsdeild félagsins þar sem fram- kvæmd verða verkefni fyrir aðra flugrekstraraðila. „Þetta er fyrst og fremst spuming um afkomu. Á fyrstu sex mánuðum þessa árs var tap félagsins lauslega áætlað yfir 25 milljónir dollara," er haft eftir Jerrold Scout, stjómarfor- manni félagsins, í gær. World Airways hefur fram að þessu mestmegnis flogið á bandarískum inn- anlandsleiðum, alls 43 áætlunarferðir á dag, til átta bandarískra borga. Umsvif félagsins í utanlandsflugi em takmörkuð en þó hefur félagið haldið uppi reglubundnu áætlunarflugi til London og Frankfurt frá Baltimore í Marylandríki. Harðnandi samkeppni flugfélaga á bandarískum innanlandsmarkaði auk verðstríðs á flugleiðum yfir Atlantshaf hefur leitt til gífurlegs hallareksturs og samdráttar hjá flugfélögum á síð- ustu mánuðum. Bandaríska flugfélagið Frontier lagði upp laupana í síðasta mánuði og hefur nú verið tekið til gjaldþrota- skipta. Frontier var að meirihluta í eigu flugfélagsins People Express er grunninn lagði að verðstríði meðal bandarískra flugfélaga með því að bjóða lægri fargjöld en áður höfðu tíðkast á vinsælum flugleiðum. Kona nokkur í Noregi, sem er kom- in 13 vikur á leið, óskar eftir fóstureyð- ingu en sambýlismaður konunnar og faðir bamsins er mótfalhnn slíkri að- gerð. „Ég ætla að berjast fyrir baminu mínu,“ segir 24 ára gamall maður frá Osló sem ekki vill láta nafiis síns get- ið af tillitssemi við konuna og fjöl- skyldu sína. „Bam í móðurkviði er ekki séreign móðurinnar, mér finnst ég vera jafiióléttur og hún.“ Maðurinn ætlar að fara í mál við konuna og sjúkrahúsyfirvöld til að koma í veg fyrir að konan fái leyfi til fóstureyðingar. Þar sem hún er komin 13 vikur á leið þarf hún sérstakt leyfi. Maður þessi lenti í svipaðri aðstöðu fyrir fimm árum. Ætlaði hann að eign- ast bam með annam konu en það varð úr að gerð var fóstureyðing. Þeg- ar maðurinn sér fimm ára gömul böm úti á götu kemur beiskjan upp. „Þetta vil ég ekki upplifa aftur,“ segir hann og vill gera allt til þess að fóstrinu verði ekki eytt. Kveðst hann tilbúinn til þess að sjá um bamið. 200 handteknir í átökum í Chile Um 200 stúdentar vom handteknir í Chile í gær eftir hörð átök við örygg- issveitir stjómarinnar. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar urðu átök- in er stúdentar vom í mótmælagöngu en andstæðingar herforingjastjómar Augusto Pinochet hafa boðað til sér- stakra mótmælaaðgerða til að minnast þess að í dag er sá dagur sem forseta- kosningar vom haldnar samkvæmt hefð. í átökunum í gær skutu hermenn gúmmíkúlum og táragasi að stúdent- unum til þess að dreifa hópnum sem safiiast hafði saman við kaþólska há- skólann í Santiago. Að sögn lögregl- unnar vom stúdentar er safiiast höfðu saman fyrir norðvestan Santiago handteknir eftir að hafa kastað mó- lótovkokkteilum að lögreglunni. Búist er við að mótmælaaðgerðir gegn stjóminni haldi áfram þessa viku en ll.september er sá dagur er herfor- ingjastjómin hrifsaði til sín völdin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.