Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. MÁLARAR Öskum eftir tilboðum í að gera við sprungur og mála suðurhlið Hótel Esju. Nánari upplýsingar hjá Einari viðgerðarmanni. Gabriel HÖGGDEYFAR______ í MIKLU JÍI ÚRVALI ÆS Toyota Tereel 4x4 árg. 1983, 1984, Mazda 626 GLX árg. 1985, ekinn 1985. 34.000. Verð 490.000. Toyota Crown disil árg. 1983, 2 stk., eknir 136.000 og 183.000. Verö 450. 000. Lada Sport árg. 1979, ekinn 80.000, verð 120.000. Toyota Corolla Special Series árg. Toyota Carina árg. 1979, eklnn 90. 1986, ekinn 7000. Verð 410.000. 000. Verð 175.000. Toyota Camry árg. 1983-1986. Subaro 4x4 árg. 1980, ekinn 120. 000. Verð 180.000. Mazda 626 árg. 1980, 1981. Daihatsu Charade árg. 1983, 3 dyra og 5 dyra. Toyota Corolla 1600 SE árg. 1981, 'Mazda 323 árg. 1982, eklnn 54.000. eklnn 67.000. Verð 275.000. Verð 210.000. ATH. Einnig margar gerðir bifreiða á söiuskrá. Audi 100 árg. 1983, ekinn 68.000. Skeifunni 15, 108 Reykjavík, sími (91)687120. Merming dv Böðvar Guðmundsson. Mishöfug en alltaf vönduð Böðvar Guðmundsson: VatnaskH Mál og menning 1986, 44 bls. Þessi bók geymir tæp þrjátíu ljóð og er íjórða ljóðabók höfundar. Hin- ar fyrri birtust á árunum 1964-71 en síðastliðin fimmtán ár hefur hann einkum samið leikrit, m.a. fyrir AI- þýðleikhúsið, og varð frægur fyrir gítarleik og söng firumsaminna texta eins og mjög tíðkaðist á síðasta ára- tug. Þeir eru gráglettnir og hafa a.m.k. tvær plötur birst af því efhi. Nú veit ég ekki hvort Böðvar hef- ur ort ljóð þann tíma sem leið milli ljóðabóka en svo mikið er víst að hann hefur aldrei sent frá sér jafn- góð ljóð og nú. Öll atriði virðast samvirk í bestu ljóðunum. Sjáum t.d. Hannes, þar sem hann dregur upp skarpa mynd af miðaldra manni, of- arlega í þjóðfélaginu, með því einu að telja upp sem sjálfsagða hluti það sem honum svíður að missa - en öðrum kann að þykja smáatriði. Hans gildi eru fínn bíll, rjúpnaskot- ferð og laxveiðar, góð fyrirgreiðsla bankastjóra er nauðsynleg sjálfe- virðingu hans. Hann er menntaður og vel lesinn í sígildum bókmennt- um, það sýnir bara orðalag fyrsta erindis. Svo á maðurinn samkvæmt þessu gildismati að vera glæsilegt, spengilegt karlmenni sem kvenfólk fellur fyrir. Þetta er mjög kunnugleg persóna þótt ekki væri nema af aug- lýsingum glanstímarita, þær eru smíðaefhi þessarar ímyndar. Lifandi einstakhngur getur auðvitað ekki fyllt upp í slíka ímynd en því er að- eins hægt að hvísla og hvar er þá huggunar að leita nema í flöskunni? Það ætti að banna... Þessi hugmyndaheimur leiðir beint til alkóhólisma - og til kyn- þáttahaturs, því á einhverjum vill maðurinn skeyta skapi sínu og óþol- andi að kona með glæst útlit samkvæmt fyrmefiidum kokkabók- um auglýsinga skuli taka fram yfir haun mann sem samkvæmt skil- greiningu er minnimáttar, af lægsta þrepi mannfélagsins. Hannes Það hefur aldrei verið neitt veeen á mér sagði hann og barði höfðinu við steininn. Ég er seinþreyttur til vandræða. Mjög. En ijúpan slapp og laxinn sleit bíllinn bilaði bankastjórinn synjaði Og hárið þynnist og ístran vex hvíslaði haim. Og alltaf langar mig í brennivín. Svo geðvonskast kellingin endalaust Og er gjörsamlega náttúrulaus. Og hvem andskotann er stelpan á kassanum með ljóst hár og brjóstin út um allt að daðra við þennan Víetnama. Það ætti að banna það ætti að lúskra það ætti að Bókmeraitir Örn Óiafsson Þetta ljóð sýnir á skáldlegan hátt uppsprettu fasismans en stundum virðist hugmyndaheimur „hinna mjúku gilda“, öðru nafrú feminism- inn, ráða ferð skáldfaksins út í heldur einfeldningsleg ræðuhöld: Athvarf Af konusfcauti varstufæddur örvita, ósjáHbjarga drengur. Og i konuskauti kvknaði von þin um endurfasðingu vitri, ósjátfbjarga kaiimaður sem hefur kafað i undirdjúpin og grunar leyndardóminn umGuð. Kosturinn við þetta ljóð eru skýrar andstæður og yfirgripsmiklar, í fyrsta lagi um líf karlmanns en í öðru lagi um guð og konuskaut. Mér finnst Böðvar þó ná betri tökum á svipuðu efiú í öðru ljóði en það skip- ast allt um eina mynd, sem hlýtur að höfða til samúðar hvers manns; lítið, hrætt bam er lokað inni i kol- svartri dýflissu. Ekki minnkar samúðin við það að lesandinn áttar sig skjótt á því að þetta bam er hann sjálfur, eins og sá sjálfbirgingslegi ég sem talar digurbarkalega um vald sitt. Áhrif ljóðsins hggja einkum í því hve mátulega lítið er sagt, við nánari umhugsun sést að „ég“ tákn- ar ekki eðh mannsins heldur þau boð og bönn samfélagsins sem hann hef- ur innbyrt til að kúga sjálfan sig og inniloka. Prívat Eins og í ljóðinu Hannes er klifun áhrifarík hér, þrítekning með til- brigðum. Það er gert í þremur síðustu erindum: setningunum um bamið í 2. erindi, þar er þrenns kon- ar afneitun: engum-aldrei-deyr. Þrítekning er líka í því sem sagt er um augu í 3. erindi og loks er þrisv- ar sama setningaformið í 4. erindi, raunar er sérstakt form á síðustu málsgreininni en það myndar þá af- gerandi lokapunkt. Þessi klifun gerir það sem sagt er enn afdráttarlausara en ella myndi, vonleysið kolsvart, endurtekin regluleg hrynjandin neglir þetta í mann. Heildarbygging- in er eins einföld og málið; fyrst erum við leidd inn í afkimann, þá sýndur fanginn, nokkur fyrirheit birtast í þriðja erindi en em þá þeim mun endanlegar slegin niður í lokaerindi. í leyndum afkima 1 leyndum afkima vonbrigðanna er þröngt og niðdimmt helvíti. Á læstum dyrum þess stendur: PRÍVAT. Þar hef ég lokað inni lítið og einmana bam sem nær engum þroska og sleppur aldrei út og deyr um leið og ég. Við óvenjulegar kringumstasður hafa augu litið þar inn forvitin augu og fúll af samúð jafnvel ástfangin augu. En myrkrið er svart og bamið er hrætt og það er ég sem ræð. Ekki komumst við lengra hér en ég fullvissa háttvirta lesendur um að bókin er miklu fjölbreytilegri og ríkulegri en hér var hægt að sýna. Ljóðin em mishöfug en alltaf vönduð og Böðvar fer af sama öiyggi um borgarlíf nútímans og um hefö- bundna íslenska ljóðheima sem menn þekkja m.a. hjá föður hans, Guðmundi Böðvarssyni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.