Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. Utlönd Skývsla Matvæla- og landbúnaðarstofnunar SÞ um landbúnað í Afnku: Þurrkatíð á litta sók á hunguivofii Afrikurikja Spá voveiflegri tíð innan aldarfjórðungs ef ekkert verður að gert I nýbirtri skýrsiu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna um landbúnað í Afríku segir að alls ekki megi eingöngu kenna þurrkatíð um mannfelli milljóna sökum hungursneyðar í álfunni á síðustu þrem árum. Segir þar að orsakanna sé víðar að leita og Afrikuríki verði að taka stjóm landbúnaðarmála til gagngerrar endur- skoðunar ef ekki á enn verr að fara innan næsta aldarfjórðungs. Ríki Afiíku eiga aðeins um tvo kosti að velja. Annaðhvort þann að gerbreyta stefnu sinni í landbúnað- armálum og umbylta framleiðslu- háttum landbúnaðarvara, eða sjá fram á margfalt verri örbirgð og hungursneyð innan næstu tuttugu og fimm ára en þá er fellt hefur millj- ónir Afríkubúa á undanfömum árum, samkvæmt skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofiiunar Samein- uðu þjóðanna er birt var í gær. Spá áður óþekktri hungurs- neyð I skýrslunni, er ber yfirskriftina „Landbúnaður í Afriku næstu 25 ár“, er fullyrt að viðhaldi Afríkuríki sömu grundvallarstefriu og íylgt hef- ur verið i landbúnaðarmálum álf- unnar á síðustu árum, sé ógnvekj- andi hungursneyð fyrirsjáanleg í ríkjum álfiinnar fyrir árið 2010, með tilheyrandi neyðarástandi sem ill- mögulegt yrði að leysa með utanað- komandi aðstoð. „Ástand það er skapast getur inn- an næstu 25 ára yrði ógnvænlegt. Með efiiahagslegar, stjómmálalegar og umhverfislegar afleiðingar í huga fyrir álfuna, yrði okkar aldrei fyrir- gefið,“ segir í skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofhunarinnar. Fundað í Yamoussoukro Innihald skýrslunnar var helsta við- fangsefhi á fundi landbánaðarráð- herra Afríkuríkja í Yamoussoukro, höfuðborg Fílabeinsstrandarinnar, er haldinn var fyrir tilstuðlan Sam- einuðu þjóðanna í síðustu viku. Á meðal afrísku ráðherranna ríkti bjartsýni á að með sameiginlegum aðgerðum tækist Afiríkuríkjum að auka landbúnaðarframleiðsluna og gera hana stöðugri. Vora landbúnaðarráðherramir sammála um að helst þyrfti að hyggja að fjórum meginmarkmiðum ef takast ætti að koma á jafiivægi í framleiðslu landbúnaðarvara. f fyrsta lagi að auka þyrfti skilning ríkisstjóma Afríkuríkja á landbún- aðarframleiðslunni og ríki álfunnar þyrftu að leggja meira fjármagn til uppbyggingar landbúnaðar. I dag era aðeins örfá ríki áifunnar er leggja meir en tíunda hluta fjárlaga sinna til landbúnaðarframleiðslu í öðra lagi að koma þurfi á og fram- fylgja strangari umhverfisvemdar- löggjöf, er miði að því að forða dýrmætu jarðræktarlandi frá eyði- leggingu af völdum mengunar og ótímabærrar búsetu sífellt fjölgandi íbúa álfunnar er stöðugt leggja meira svæði undir byggð. í þriðja lagi bendir skýrslan á mik- ilvægi þess að ríki umheimsins styðji við uppbyggingu afrísks landbúnað- ar með því að leggja ekki vemdar- tolla á innflutning afirískra landbúnaðarvara og aukinni miðlun tækniþekkingar í landbúnaði. Síðast en ekki síst bendir skýrslan á nauðsyn þess að Afiíkuríkin sjálf endurskipuleggi stjóm eigin land- búnaðar og þeirra þátta í þjóðfélag- inu er tengjast landbúnaðarfram- leiðslunni. Meðal annars er lagt til að ríkari áhersla sé lögð á að kenna bændum undirstöðuþætti í búfræð- um ýmiskonar, svo sem rétta notkun fræja og áburðar. Ekki aðeins sök þurrkatíðar í skýrslunni segir ennfremur að langt sé frá að einungis megi kenna gífurlegum þurrkum um hungurs- neyð í Afríku á undanfömum þrem árum, þar komi aðrir veigameiri þættir inn í. Skýrslan nefnir þessa helsta: 1. Landbúnaðarstefiia flestra Afr- íkuríkja er talin einkennast af fordómum og óraunsærri yfirsýn yfir þýðingu landbúnaðar fyrir efhahag viðkomandi ríkis. 2. Öra íbúafjölgun á sama tíma og vöxtur í landbúnaðarframleiðslu er enginn. 3. Lítið sé um að nýtt land sé lagt undir landbúnað og jarðrækt. 4. Ófullkomna tækni í landbúnað- arframleiðslunni og þar af leiðandi takmarkaða og lélega uppskeru. 5. Aukna mengun í vatni, til dæm- is áveituvatni, auk loftmengunar. 6. Óhagstæð viðskiptakjör og lé- lega samkeppnisstöðu á erlendum mörkuðum. Segir skýrslan ennfremur að við óbreytt ástand megi búast við allt að þijátíu prósent samdrætti í land- búnaðarframleiðslu Afríkuríkja á næsta aldarfjórðungi, og að árið 2010 verði aðeins fjögur Afiíkuríki út- flytjendur landbúnaðaafurða, samanborið við tuttugu og sex ríki álfunnar í dag. Nema áhersla verði lögð á að kippa fyrrgreindum sex atriðum í lag. italinn Stefano Casiraghi, eiginmaður Karólínu Mónakóprinsessu, fékk und- anþágu frá herþjónustu þegar hann afhenti læknisvottorö þar sem hann var sagður vera meö æxli sem gæti valdiö getuleysi. Hefur það vakið reiði foreldra þeirra hermanna sem framið hafa sjálfsmorð eða veikst vegna slæmra skilyrða í hemum. Deilt um skyldu- hernað á Ítalíu Tíð sjálfsmorð meðal nýliða Tíð sjálfsmorð meðal nýliða í her- þjónustu á Ítalíu hafa vakið deilur um skylduhemað þar í landi en um tveir þriðju hlutar hermanna Ítalíu gegna skylduherþjónustu. Slæmar aðstæður, veikindi, þjösnaskapur og eiturlyfjaneysla meðal hermannanna hefur reitt for- eldra til reiði og ekki minnkaði reiði þeirra við það að eiginmanni Karól- ínu prinsessu af Mónakó, en hann er ítalskur, var veitt undanþága frá herþjónustu. Níu ungir nýliðar hafa framið sjálfsmorð síðan í maí síðastliðnum og margir foreldrar kenna um þung- lyndi yfir lífinu í herskálunum. Síðari hluta ágústmánaðar skaut 19 ára gamall maður sig í kviðar- holið með veiðibyssu föður síns er hann var kvaddur afitur til herþjón- ustu eftir tveggja mánaða dvöl á sjúkrahúsi. Mótmæli Ættingjar manna er dáið hafa í herþjónustu mótmæltu í siðustu viku fyrir utan skrifstofu vamar- málaráðherrans, Giovanni Spadol- ini. Tilefiii mótmælanna var sú undanþága er Stefano Casiraghi, hinn ítalski eiginmaður Karólínu, fékk út á læknisvottorð þar sem sagði að hann væri með æxli sem gæti leitt til getuleysis. I miðjum umræðum þingsins um meint svindl við veitingu undan- þágunnar ól Karólína annað bam þeirra hjóna. Ný undanþága var veitt þar sem Stefano flokkaðist und- ir þá sem stunda atvinnu erlendis. Af hálfu vamarmálaráðuneytisins var sagt að þó að nýjar læknisrann- sóknir sýndu að ekki væri um veikindi að ræða þá væri þar með ekki útilokað að sjúkdómurinn hafi verið fyrir hendi áður. III meðferð Samtök foreldra segja að nýliðar sæti illri meðferð af hálfu þeirra sem era að ljúka herskyldu sinni og jaðri það oft við misþyrmingu. Er þeim meðal annars refeað með því að þeir eru látnir standa úti að vetrarlagi án klæða þangað til þeir geta giskað á hvert hitastigið sé. Áðeins má giska á 15 mínútna fresti. Yfirvöld í Turin hófu nýlega rann- sókn eftir að nýliði ökklabrotnaði af völdum eldri hermanna. Eftir að faðir hans hafði krafist rannsóknar þurfti hann að hneigja sig hundrað sinnum áður en hann fékk að taka við bréfum að heiman. Eiturlyfjaneysla Margir nýliðar byija að neyta eit- urlyfla í herþjónustunni. Samkvæmt opinberum tölum var tilkynnt um 3.500 tilfelli í fyrra. Yfirvöld hafa viðurkennt að ástand hermanna- skálanna sé ekki viðunandi en margir þeirra vora byggðir snemma á síðustu öld. Aðaldánarorsök her- manna er lifrarbólga sem orsakast af vfrus og veiktust rúmlega tíu þús- und hermenn af þessum sjúkdómi í fyrra. Gagnrýnendur segja að engra breytinga sé að vænta fyrr en her- skylda minnki og atvinnuhermenn verði fleiri. Umsjón: Hannes Heimisson og Ingibjörg Bára Sveinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.