Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Side 9
FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. 9 Utlönd Talið er að minnsta kosti tuttugu blökkumenn hafi fallið í átökum við öryggis- sveitir í Soweto undanfama daga. Blökkumenn hafa ákveðið að hunsa bann yfirvalda við fjöldaútför fórnarlambanna. Blökkumenn hunsa bann við fiöldaútför Mikil spenna ríkir nú í blökku- mannabyggðum Soweto skammt fyrir utan Jóhannesarborg í Suður-Afríku er íbúar búa sig undir Qöldaútför fóm- arlamba lögregluskothríðar þrátt fyrir bann yfirvalda um mannsöfnuð. Yfirvöld hafa fyrirskipað íbúum Soweto að fómarlömb síðustu átaka í blökkumannabyggðinni verði að jarð- setjast hvert í sínu lagi og hafa stranglega bannað hvers konar fjölda- útfarir þar sem saman safiiast fleiri en tvö hundruð manns. Stjómvöld fullyrða að fjöldaútför þeirra tuttugu blökkumanna er fallið hafa fyrir kúlum öiyggissveita í Sow- eto á síðustu dögum leiði til upplausn- ar og frekari átaka og mannfalls. Andstæðingar ríkisstjómarinnar fullyrða aftur á móti að bann við fjöld- aútför leiði einungis til enn meiri ólgu og frekari átaka öryggissveita við blökkumenn er þegar hafi ákveðið að virða bann stjómvalda við fjöldaút- förum að vettugi. Canaan Banana forseti Zimbabve, ásamt Fidel Castro Kúbuleiðtoga á fundi samtaka óháðra rikja í Harare í fyrradag. Bandaríkin hætta aðstoð við stjóm Zimbabwe Embættismenn stjómarinnar í Zimbabwe sögðu í gær að ákvörðun Bandaríkjanna um að undirrita ekki samning um frekari fjárhagsaðstoð til Zimbabwe væri tilraun til þess að þvinga landið til að aðhyllast stefhu stórveldisins. Bandaríkin tilkynntu um þetta áform sitt í fyrrakvöld og þykir það athyglisvert að það skyldi hafa verið sama dag sem Robert Mugabe tók við formannsstörfúm samtaka óháðra ríkja. Bandarískur embættismaður í Har- are sagði ekkert samband vera þar á milli, ákvörðunin hafi verið tekin í júlí eftir harða árás á stefhu Banda- ríkjanna af hálfu eins ráðherra Zimbabwestjómarinnar. Bandaríkin hafa verið sá aðili sem veitt hefur Zimbabwe mesta fjárhags- aðstoð síðan landið hlaut sjálfstæði fyrir sex árum. Mugabe hefur þó marg- sinnis ítrekað að hann muni ekki draga úr gagnrýni sinni á stefnu Bandaríkjanna og þá sérstaklega stefhu þeirra gagnvart hvítu minni- hlutastjóminni í Suður-Afríku. Chilestjórn neitar ásökunum Amnesty um mannréttindabrot Herforingjastjómin í Chile neitar ásökunum mannréttindasamta- kanna Amnesty Intemational um mannréttindabrot. Utanríkisráðu- neytið segir að Amnesty Intemat- ional hafi ekki tekið tillit til þeirrar hættu sem landinu stafar af kom- múnískum hryðjuverkamönnum sem njóti fjárhagsaðstoðar erlendis frá. í skýrslu Amnesty Intemational segir að stjóm Pinochet láti leyni- sveitir ræna, misþyrma og drepa stjómarandstæðinga. Fjöldi hand- tekinna nú hefur aldrei verið meiri en dagana eftir valdaránið 1973 þeg- ar mörg hundmð menn vom myrtir eða látnir hverfa. Beinast aðgerðir yfirvalda jafnt að kirkjunnar mönnum, baráttumönn- um fyrir mannréttindum, fátækling- um og stjómarandstæðingum, að því er kemur fram í skýrslunni. Utanríkisráðuneytið heldur því fram að engir samviskufangar séu í haldi í Chile heldur hafi þeir fangar sem Amnesty greinir frá allir gerst sekir um hryðjuverk, ofbeldi eða verið með ólögleg vopn undir hönd- um. Einnig neitar herforingjastjómin ásökunum um áð félagar öryggis- sveitanna hafi ekki verið dæmdir fyrir mannréttindabrot þegar þeir hafi verið ákærðir. Þeir hafi verið dæmdir þegar nægjanlegar sannanir hafi verið fyrir hendi, að því er stjómin fullyrðir. Að lokum var sagt að stjóm Chile hefði samvinnu við mörg alþjóðleg mannréttindasamtök en um sam- vinnu væri ekki að rseða við Amnesty Intemational þar sem sam- tökin væru ekki hlutlaus. í skýrslu frá Amnesty Intemational segir að stjómin i Chile noti leynilegar sveitir til mannrána, pyntinga og moröa. Hafa handtökur aldrei verið fleiri en nú eftir valdaránið 1973. __ __ ' _____ __ ' SAMBANDISL. SVEITARFELAGA XIII. LANDSÞING10.-12. SEPTEMBER1986 HÓTELSÖGU, REYKJAVÍK Kl. 09.00: Kl. 10.00: Kl. 13.30: Kl. 13.40: Kl. 14.15: Kl. 15.30: Kl. 17.30: Kl. 09.00: Kl. 10.15: Kl. 11.00: Kl. 13.00: Kl. 10.00: Kl. 13.30: Kl. 15.00: DAGSKRA: MIÐVIKUDAGUR10. SEPTEMBER: Skráning fulltrúa. Afhending gagna. Þingsetning: BjörnFriðfinnsson, form. sambandsins. Kosning forseta og ritara þingsins. Kosning kjörbréfanefndar. Ávarp félagsmálaráðherra, Alexanders Stefánssonar. Ávarpforsetaborgarstjórnar, MagnúsarL. Sveinssonar. Ávarp af hálfu erlendra gesta. Kosning þingnefnda. Skýrsla um starfsemi sambandsins. Tillögur stjórnar og fulltrúa lagðar fram. Kjörbréfanefnd skilar áliti. Sveitarfélögin árið 2000: Frsm.: Magnús Ólafsson, hagfræðingur. Staðbundinsjónvarpskerfi: Frsm.: ÓlafurTómasson, póst- og símamálastjóri Nýju sveitarstjórnarlögin og tillögur um breytingar á tekjustofnalögum: Frsm.: Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri. Starfsemi Sambands ísl. sveitarfélaga 1986-1990: Frsm.: Sigurgeir Sigurðsson, varaform. sambandsins. FIMMTUDAGUR11. SEPTEMBER: Sveitarfélögin og gróðurvernd: Frsm. Ingvi Þorsteinsson, magister og Sigurður Blöndal, skógræktarstjóri. Vistlegri vetrarbyggðir: ÞorvaldurS. Þorvaldsson, forstöðumaður Borgarskipulags Reykjavíkur. Stjórnsýslaríkisins í héraði: Steingrímur Gautur Kristjánsson, borgardómari. Nefndir starfa. ; » ___________________,y.iT ....... FOSTUDAGUR 12.SEPTEMBER: Nefndaráht lögð fram, rædd og afgreidd. Kosning stjórnarformanns og annarra stjórnarmanna. Kosning í fulltrúaráð sambandsins. Kosning endurskoðenda. Þingslit.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.