Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1986, Síða 20
20 FIMMTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1986. íþróttir VK> HORNFÁNANN Sam- keppnin harðnar Nýja útvarpsstöðin Bylgjan skaut ríkisútvarpinu heldur bet- ur ref fyrir rass á þriðjudaginn þegar hún tilkynnti franska landsliðið í knattspymu fyrst fjöhniðla. Þegar íslenska lands- liðið var tilkynnt í gær mátti sjá hvorki meira né minna en fjóra menn frá ríkisútvarpinu á fundi KSÍ, tvo íþróttafréttamenn, tæknimann og poppgerðar- mann. Aðeins einn mætti frá Bylgjunni, Ámi Snævarr. Það var ekki nóg að hann kom frétt- um frá fundinum á undan ríkis- útvarpinu á framfæri í gær heldur var tekið viðtal við hann fyrir franska sjónvarpið á fundi KSÍ. Bylgjan vill einka- rétt Ég er ansi hræddur um að bar- áttan eigi eftir að harðna. Bylgjan hefur nú farið fram á það við Valsmenn að stöðin fái einkarétt á að lýsa leik Vals og Juventus í Evrópukeppninni. Ef af því verður mun Hermann Gunnarsson, fyrrum gufuút- varpsmaður, lýsa leiknum og hinn frönskumælandi Ámi Snævarr sjá um „frönsku lín- una“ á Bylgjunni. Nú á að græða á stúku- miðum Það stefnir allt í það að ég þurfi að standa á leik íslands og F’rakklands. Ég frétti það í gær að KSÍ ætlaði sér að græða á stúkumiðum á leiknum, sem eiga að kosta kr. 600. Þetta er hæsta stúkumiðaverð sem ég hef vitað hér á landi. Maður hefur það á tílfinningunni að KSÍ vilji frekar að menn standi uppréttir á áhorfendapöllunum ef illa tekst til inni á vellinum. Fá 3,3 milljónir Ég las um Jiað í einu blaðinu í gær að KSI fói litlar 3,3 millj- ónir frá frönsku fyrirtæki sem hefur keypt auglýsingaréttinn á landsleik Islands og Frakklands. Leikurinn verður sýndur beint til Frakklands. Spurningin er nú hvort hann verður sýndur beint hér á landi. Aldurs- flokka- kerfið Sigi Held, landsliðsþjálfari ís- lands, kom heldur betur á óvart í gær þegar hann sagði að Þor- steinn Bjamason, markvörður frá Keflavík, væri of gamall til að hann veldi hann í landslið sitt. Þorsteinn er aðeins 29 ára • Siegfried Held. og hefur staðið sig vel í sumar. Held hefur greinilega tekið upp nýtt kerfi þegar hann velur landsliðið - þ.e.a.s. aldurs- flokkakerfi. Ég er ansi hræddur um að Franz Beckenbauer kæm- ist ekki upp með að velja v-þýska landsliðið eftir þessu nýja ald- ursflokkakerfi. Þá kæmist ekki Tony Schumacher, landsliðs- markvörður frá Köln, sem er 32 ára, í v-þýska landsliðið. Dino Zoff hefði ekki fengið að leika með ítölum 40 ára í HM á Spáni 1982 og hinn fertugi Pat Jenn- ings, markvörður N-írlands, hefði ekki fengið að spreyta sig í HM í Mexíkó. „Valli vara- maður“ Þegar Held valdi landsliðið í gær vakti það athygli að Guð- mundur Torfason, markakóngur úr Fram, var ekki í landsliðs- hópnum, sem er aðeins skipaður fimmtán leikmönnum. Þá rifjað- ist upp fyrir mönnum svipað dæmi frá því í fyrra. Þá var markakóngurinn Ómar Torfa- son ekki valinn í landsliðið. ómar fór síðan til Sviss og eftir það er hann fastamaður í lands- liðshópnum. Það er eins og við manninn mælt að þegar íslensk- ir leikmenn fá erlend félagsnöfn fyrir aftan nafn sitt þá eru þeir orðnir fiastamenn í landsliðinu. Þá er það sama hvort menn eru varamenn með erlendu félögun- um. Tveir varamenn eru í landsliðshópi Islands sem mætir Frökkum. Ómar Torfason og Sigurður Jónsson. Akur- eyrar- slagur Þær fréttir hafa borist frá Ak- ureyri að Þór og KA berjist nú hatrammri baráttu til að £á Jó- hannes Atlason sem þjálfara næsta keppnistímabil. Jóhannes hefur þjálfað bæði KA og Þór. Hann náði mjög góðum árangri /með Þórsliðið í fyrra. Muggur Muggur. Ég er greinilega orðinn of.gamall til að komast í landsliðið og svo leik ég með íslensku liði. Val Siegfrieds I vekur mikla atl - vakli aðeins 15 leikmenn. Þorsteinn Bjama og Guðmundur Ti Það er margt sem vekur athygli við val Siegfrieds Held landsliðsþjálfara á landsliði Islands fyrir leikinn gegn Frökkum. Það er greinilegt að hinn nýi þjálfari hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum og er ýmislegt sem kemur á óvart við val hans. Fyrir það fyrsta vekur athygli að Held velur aðeins 15 manna hóp en leyfilegt er að velja 16 menn. Reyndar má benda á að Held valdi heldur ekki nema 15 menn í hópinn fyrir þriggja landa keppnina í vor. Ástæður þess sagði Held vera að hann teldi ein- faldlega að þessi hópur væri nógu stór svo framarlega að enginn meiðsli kæmu til. Hann sæi ekki ástæðu til þess að bæta mönnum inn til þess eins að fyUa töluna. „Það er enginn sem þarf nauðsynlega að vera í hópnum fyrir utan liðið,“ sagði Held. Þá kom fram í máli hans að Pétur Ormslev heíði átt að vera í hópnum en eins og kom fram í blaðinu hér í gær þá er hann meiddur. Þá er vitað að Ágúst Már á við meiðsli að stríða: „Ég hef verið meidd- ur að undanfomu og gaf ekki kost á mér í U21 landsliðið sem fór til Finn- lands. Ég er að skríða saman þessa dagana og læt reyna á það í leiknum á móti Val á sunnudaginn hvort ég verð orðinn góður,“ sagði Ágúst Már í samtali við DV í gær en þá hafði hann reyndar ekki fengið formlega til- kynningu um að harrn hefði verið valinn. DV fékk því þá ánægju að til- kynna honum það. Ef Ágúst Már verður ekki búinn að ná sér fyrir leik- inn kemur Viðar Þorkelsson úr Fram inn fyrir hann. Þorsteinn of gamall? Annað sem vekur athygli er val á markverði. Um Bjama verður ekki deilt - hann er okkar besti markvörð- ur í dag og verður án efa í byijunarlið- inu. Hins vegar vekur valið á Stefáni, sem hefur litla landsleikjareynslu, at- hygli. Hann hefur að vísu leikið vel oft á tíðum í sumar en dottið niður þess á milli. „Stefán hefur sýnt á æf- ingum með ólympíuliðinu að hann getur gert góða hluti í framtíðinni," sagði Held um valið á Stefáni. Þá er gengið framhjá reyndum markverði eins og Þorsteini Bjama- syni sem hefur leikið mjög vel að undanfömu. Einnig er horft framhjá Friðriki Friðrikssyni hjá Fram. Um þetta sagði Held: „Friðrik er ekki í formi sem stendur og Þorsteinn á ein- faldlega ekki framtíðina fyrir sér í landsliðinu." Ekki pláss fyrir Guðmund Markahæsti maður íslandsmótsins, Guðmundur Torfason, finnur ekki náð fyrir augum landsliðsþjálfarans. Þegar „Noti hann eldri menn en mig þá er þetta nigl“ - segir Þorsteinn Bjamason markvörður um ákvörðun Helds „Jú, ég keppi svo sannarlega enn að landsliðssæti annars væri maður ekki í þessu. Ég get bara sagt eins og er að ég er ekki sáttur við þetta val,“ sagði Þorsteinn Bjamason, markvörð- ur Keflvíkinga, þegar DV spurði hann út í það hvort hann væri að hætta með landsliðinu. - En hvað segir hann um þau um- mæli Held að Þorsteinn væri ekki framtíðarmarkvörður með landslið- inu? „Ef Held segir mig vera of gamlan þá er hann úti á hálum ís. Ef hann „Ég gerði mér alltaf vissa von um að vera valinn þó ekki væri nema í hópinn. En landsliðseinvaldurinn hlýtur að velja besta liðið hverju sinni og svona lítur það út,“ sagði Guð- mundur Torfason þegar DV hafði samband við hann út af vali landsliðs- ins í gær. „Ég er auðvitað hissa á því að eng- inn Framari skuli vera í landsliðinu. telur sig enn geta notað eldri menn en mig í liðinu þá hlýtur þetta að vera mgl. Ég hefði haldið að 29 ára menn væm ekki of gamlir fyrir landsliðið. Sérstaklega ekki í markið en þar er það einmitt reynslan sem gildir,“ sagði Þorsteinn en það er óhætt að taka undir þau orð hans að það hafi fáir markmenn meiri reynslu en hann, hefur leikið 29 landsleiki fyrir íslands hönd. Þess má geta að Þorsteinn skipti um atvinnu í vor til að geta einbeitt sér enn frekar að knattspymunni. -SMJ Ég átti jafiivel von á því að Friðrik yrði valinn en Pétur Ormslev er meiddur. Það er hægt að deila enda- laust um val á landsliðinu en ég ætla ekki að fara út í það hér. Það verður landsleikur eftir þennan leik og ég stefrii bara á að bæta leik minn,“ sagði Guðmundur sem hefur skorað 25 mörk í jafnmörgum leikjum í sumar. -SMJ • Þorsteinn Bjamason - of gamall. • Guðmundur Torfason - 25 mörk í ( sumar dugðu ekki. „Gerði mér vonir umaðveravalinn“ - segir Guðmundur Toifason 7 jafiitefli í 10 leikjum I í í ] í - Staða efstu liða óbreytt í Frakklandi Aðeins níu mörk voru skoruð í átt- undu umferð frönsku 1. deildarinnar í knattspymu í gærkvöldi og sjö leikj- um af tíu lauk með jafhtefli. Toppliðin þijú, Marseille, Nantes og Bordeaux gerðu öll jafiitefli. Úrslit urðu þessi í gærkvöldi: Nice-Nancy...............„1-0 Nantes-LeHavre...........0-0 Rennes - Sochaux.............1-0 Bordeaux - Lens..............0-0 Brest - Auxerre..............0-0 St. Etienne - Laval..........0-0 Metz-Marseille............. 1-1 Racing Paris - Monaco........1-1 Lille - Toulouse.............1-0 Toulon - Paris SG.......... 1-1 Marseille og Nantes hafa nú átta stig í efsta sæti og Bordeaux er í þriðja sæti með 11 stig eins og Paris SG en liðið hefur lakari markatölu. Toulon er nú á botninum með fjögur stig, Racing Paris er með fimm stig og Lav- I al er í þriðja neðsta sæti með sex stig eins og nokkur önnur lið en Laval er með lökustu markatöluna. -SK I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.