Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Side 3
FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 3 O —*»'<>, M4lliams RENAIILI Formulal Preffaldur heimsmeistari Fréttir Frekari dráttur á að ríkissaksóknari afgreiði Gýmismálið: Kjörsókn: Lítill áhugi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Dýraverndarráð margklof ið Akureyri: Norðlendingar smíða nýju or- lofshúsin Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Norðlenskir aöilar, sem áttu tvö lægstu tilboðin í smíði 10 fyrstu or- lofshúsanna af 30-40 húsum sem reisa á skammt frá Kjarnaskógi á Akureyri, munu smíða fyrstu húsin og hafa samningar um smíðina þegar verið undirritaðir. Þrír aðilar á Sauðárkróki buöu saman í verkið og áttu lægsta tilboð- ið en fyrirtækin eru Trésmiðjan Borg, Trésmiðjan Eik og Friðrik Jónsson. Þessir aðilar munu smíða 7 húsanna en fjórir einstaklingar á Akureyri, sem buðu saman í verkið og áttu næstlægsta tilboðið, munu sjá um smíði þriggja húsa. Húsin á að afhenda í júlí og verða þau flutt full- smíðuö á sinn stað nærri Kjarna- skógi. Sjö handteknir á bruggstað Lögreglan í Hafnarfirði handtók í fyrrinótt 7 manns í húsi þar í bæ. í húsinu fundust bruggtæki og tómar tunnur sem ætlað er að hafi innihald- iö gambra. Við leit fannst einnig lítil- ræði af hassi og áhöld til neyslu. Fólkið var yflrheyrt og viður- kenndi húsráðandi, að sögn lögreglu, að eiga tækin. Hann hefur áður kom- ið viö sögu lögreglu. -PP „Enn sem komið er virðist áhuginn lítill en þó merkjum við að kjörsókn- in sé að aukast,“ segir Eyþór Þor- bergsson, fulltrúi sýslumannsins á Akureyri, um þátttöku í utankjör- fundaratkvæðagreiðslu vegna kosn- inganna til Alþingis 8. apríl. I gær höfðu 45 greitt atkvæöi á Akureyri en fyrir kosningarnar 1991 greiddu alls 844 atkvæði utan kjör- fundar í bænum. Eyþór segir að þeir sem hafi kosiö til þessa séu að mestu leyti sjómenn á togurum sem verða ekki í landi á kjördag. Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. LiiJ^LLl ÁRMÚLA 13 • SIM I 5 53 1 236 Verðið á Renault 19 RN árgerð 1995 er aðeins kr, 1195.000.- INNIFALIÐ: Hörkuskemmtilég og sparneytin 1400 vél, vökvastýri, rafdrifnar rúðuvindur, fjarstýrðar samlæsingar, fjarstýrt útvarp/segulband, styrktarbitar í hurðum, bílbeltastrekkjarar, samlitir stuðarar, málmlitur, ryðvörn, skráning .. Fallegur fjölskyldubill áfínu verði. RENAULT RENNUR UT! - spurning hvort ráðið er í stakk búið til að sinna verkefnum sínum, segir formaður Allt stefnir i að dýraverndarráð verði þríklofið í afgreiðslu svokallaðs Gýmismáls sem ráðið fékk til um- sagnar frá rikissaksóknara fyrir tæpum tveimur mánuðum. Þar var meðal annars beðið um álit ráðsins á rannsóknum prófess- ors Þorkels Jóhannessonar á sýnum úr Gými. Þau sýndu fram á að hross- inu hefðu verið gefin deyfilyf innan við 12 klukkustundum fyrir keppni á landsmótinu í júlí þegar það fór sinn síðasta sprett og fótbrotnaði með þeim afleiðingum að aflífa þurfti hrossið. Ljóst þykir að dýraverndar- ráð treysti sér ekki til að gefa ríkis- saksóknaraembættinu álit á niður- stöðum Þorkels og öðrum álitamál- um. Árni Mathiesen, dýralæknir og formaður ráösins, sagði viö DV að fimm fundir hefðu verið haldnir um máliö. „Þetta er afar erfitt í meðforum. Ráðinu hefur ekki lánast að ná sam- eiginlegri niðurstöðu. Ástæðan fyrir þessu er að fulltrúarnir eru ekki van- ir að fjalla um svona mál. Fólkinu er þetta mikið alvörumál og telur mikla ábyrgð fylgja því aö svara svo fræðilegum spumingum. Hluti full- trúanna telur sig ekki færan um að fara ofan í dýralæknisfræðileg atriði. Einnig liggja fyrir lyfjafræðileg álita- mál sem við dýralæknarnir eigum erfltt með að svara. Flestar spurning- ar ríkissaksóknara eru dýralæknis- fræðilegar," sagði Árni. í dýraverndarráði sitja tveir dýra- læknar, búvísindafræðingur, dýra- fræðingur og lögfræðingur. • Aðspurður um hvort ráöið væri í stakk búið til að sinna verkefnum sínum sagði Árni: „Það er spurning. Ég hef velt því upp í ráðinu. Við getum ekki svarað því núna hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Umhverfisráðherra skipar i dýra- verndarráðið en fulltrúar eru til- nefndir frá Sambandi íslenskra dýra- verndarfélaga, Félagi íslenskra nátt- úrufræðinga, Búnaðarfélagi íslands og Dýralæknafélagi íslands. Ráð- herra skipar formann án tilnefning- ar fagfélags. Eins og fram hefur komið í DV hefur Þorkell Jóhannesson tekið sýni úr fjórum af eigin hrossum til að styðja rannsókn sína í Gýmismál- inu. Niðurstöður úr þeirri rannsókn liggja fyrir og hafa verið sendar til Bretlands. Þær verða ekki gefnar upp opinberlega að sögn Þorkels fyrr en dýralæknatímaritið Veterinary Record hefur birt þær. Þorkell kvaðst búast við að það yrði á næst- unni. -Ótt Hagstæðustu ársins!? m m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.