Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 9 dv Stuttar fréttir Útlönd SamtðíFinnlandi VerkfaUi finnskra hjúkrunar- fræöinga, sem staöið hefur í margar vikur, lauk í gær þegar samningar náðust við ríkið. Kínverjar segjast vera að hanna þotu sem þarf enga flugmenn og heldur ekki flugbraut. Leesontil Singapúr Allt bendir til aö Nick Leeson verði dreginn fyrir dóm í Singapúr en hannhefurbar- ist fyrir að það veröi gert í Bretlandi. Hann er enn í haldi í Þýskalandi. Þrsr hengdir í Singapúr Þrír menn voru hengdir 1 Singa- púr í gær fyrir fíkniefnabrot. 105 hafa veriö hengdir fyrir fikni- efnabrot í Singpúr á síðustu árum. Norðmenn vilja styrk Norðmenn vilja fá stuðning frá öðrum vestrænum þjóðum til að leysa kjamorkuklúöur Rússa á Kólaskaga. BaristíBosníu Sveitir bosniskra stjóraarher- manna og Serba börðust í norð- austurhluta Bosníu. Rússar hertaka Rússar segjast hafa hertekið bæinn Argun, eitt af síðustu vígj- um uppreisnarmajjna í Tsjetsje- níu. Leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tstjetsjeniu segir möguleika á friðsamlegri lausn deílimnar. Neita vopnasölu Frakkar neita ásökunum um leynilega vopnasölu til írans. Gegn nýnasistum Lögregla framkvæmdi leít í 80 íbúðum um allt Þýskaland í um- fangsmikilli aðgerð gegn nýnas- istum. Fannst magn áróðursrita sem gefin hafa verið út af Banda- ríkjamanni sem er í haldi í Dan- mörku. Skæður kólerufaraldur Kólerufaraldur hefur drepiö um 10 þúsund manns í Rómönsku Ameríku síðan 1991 og smitaö meira en eina milljón manna. Ný stjörnukerfi Bandarískir og kanadískir vís- indamenn segjast hafa uppgötvað tvö stjöraukerfi sem hingað til- hafa verið hulin þykku skýi geimryks. Með diplómatanúmer Saksóknari í Kólumbíu rann- sakar hvernig standi á því að kærasta eiturlyfjabaróns noti Mercedes Benz með diplómata- númerumi einkaerindum. Metféfynrbassa Bassagítar erktur Bítlin- n Paul cCartney ■ldist fyrir etupphæð á jpbóði í Lon- >n í gær. Þar Idust einnig xtabiöð eftír John Lennon. ÁtökíArgentfnu Lögregla og baráttufólk fyrir mannréttindum lentu í átökum fyrir utan fyrrum pyntingamið- stöð hersfjórnarinnar i Buenos Aires í gær. Reuter/NTB Vonir um mikinn afla valda verðfalli á fiskmörkuðum: Búist við 80.000 Opinberir starfsmenn í verkfaili tonna Smuguaf la - segja áhyggjufullir fiskútflytjendur í Noregi og geta ekkert selt af saltfiski Gisli Kristjánsson, DV, Ósló: „Vonir fiskkaupmanna um mikinn afla í Smugunni í sumar valda því að þeir halda að sér höndum og kaupa ekki fisk fyrr en séð verður hvemig framboðið veröur. Þetta veldur óróa á mörkuðunum og verð er þegar tekið að falla,“ segir Steinar Eliasen, fiskútflytjandi frá Tromso í Noregi í viötali við Norðurljósið í gær. Óvissan á mörkuðunum hefur valdið því að norskir fiskkaupendur hafa farið fram á endurskoðun samninga um fiskverð við sjómenn. Segja kaupendur að markaðsverð hafi fallið að mun frá því síðast var samið í janúar. í Noregi er allur fisk- ur seldur á föstu verði samkvæmt samningum kaupenda og seljenda. „Ég verð sérstaklega var við að saltfiskkaupmenn í Portúgal halda að sér höndum. Þeir eiga von á miklu framboði frá Færeyjum og íslandi í sumar og vilja því ekki kaupa á því verði sem býðst nú síðla vetrar," seg- ir Steinar. Steinar sagði að Portúgalarnir reiknuðu með 80 þúsund tonna þorskveiði í Smugunni í sumar í stað 50 til 60 þúsund tonna í fyrra. Þeir væru því eðlilega tregir til að semja um kaup nú. Það mun og vera trú kaupmanna í Portúgal að enn sé nokkuð óselt af saltfiski eftir Smugu- veiöarnar í fyrra og hann gæti boðist á hagstæðu verði í vor. Díana prinsessa er í vikulöngu skíðafríi i Lech i Austurriki ásamt sonum sinum tveimur, prinsunum Harry og Vil- hjálmi. Hótelstjórinn í Lech var heldur kátur með að tá svo tigna gesti á hótelið sitt eins og sést á myndinni. Á meðan Díana skíðar með strákunum heldur Kaili pabbi áfram að afla sér vinsælda. Nú er hann kominn út i málverndunina og ræðst harkalega að bandarískri ensku sem honum finnst ekki sérlega falleg eða vönduð. Hann vill að allir tali drottningarensku. Simamynd Reuter Norska ríkið verður að greiða 137 milljómr í bætur fyrir rangan dóm: Fær 10 milljónir fyrir hvert ár í fangelsinu - Per Liland var dæmdur saklaus fyrir tvö morð með öxi árið 1970 * Gísli Kristjánsson, DV, Osló: Norðmaöurinn Per Liland fær 137 milljónir íslenskra króna í bætur fyr- ir að hafa verið ranglega dæmdur fyrir tvö morö í Fredrikstad árið 1970. Hann var dæmdur í 21 árs fang- elsi en sat inni í hálft fjórtanda ár. Bætumar sem honum voru dæmdar í gær svara til 10 milljóna króna fyr- ir hvert ár sem hann sat í fangelsi. „Að mínu viti er þessi dómur sann- gjarn. Bætumar eru að vísu mun lægri en krafist var en þær eru meira en helmingi hærri en yfirvöld buðu,“ segir Cato Schiotz, veijandi Lilands. Þeir félagar kröfðust 240 milljóna ís- lenskra króna í miskabætur og fyrir atvinnutap. Liland er nú 63 ára gamall og fellst rétturinn á að honum bæru bætur fyrir að hafa verið sviptur nær allri starfsævi sinni. Hann var rétt rúm- lega þrítugur þegar hann var hand- tekinn grunaður um hrottaleg morð með öxi. Liland var sleppt úr haldi árið 1984 en mannorð hans var endanlega hreinsað árið 1994. Þá þótti, eftir langa baráttu, sannað að hann væri ekki morðingi og að ákæruvaldið hefði framið réttarmorð með dómi sínum árið 1970. Liland var undir ströngu eftirliti eför að hann slapp úr fangelsi og var ferðafrelsi hans mjög takmarkað. Hluti bótanna er fyrir þá frelsisskerðingu. Bæturnar til Lilands eru þær hæstu sem um getur í norskri réttar- sögu. Einu norrænu hliðstæðuna við mál Lilands er að finna í Danmörku. Þar voru manni dæmdar 44 milljónir íslenskra króna fyrir sjö ára fanga- vist. Enn er ekki afráðið hvort ákæruvaldið áfrýjar dóminum. Meirihluti opinberra starfs- manna í Færeyjum hefur verið í verkfalli frá því á miðvikudag og lamað meö því starfsemi sjúkra- húsa, ferja og opinberra skrif- stofa. Á sjúkrahúsum er einungis lífsnauösynlegum aðgerðum sinnt og á félagsmálaskrifstofum eiga sér ekki stað neinar útborg- anir. Sáttatillögur í vinnudeilu 12 opinberra stéttarfélaga og lands- stjóraarinnar voru lagðar fram á miövikudag, Landsstjórain gekk að tillögunum en öll stéttarfélög- in felldu þær. í kjölfarið var boð- að til verkfalls. Deilan er sprottin af því að landssfjórnin vill ekki að 8,5 prósent kauplækkanir gangi til baka nú eins og samið var um fyrir tveimur árum. Japan: Lögregla herðir róðurinn gegn sértrúarsöfnuði Lögregla framkvæmdi enn húsrann- sóknir á stöð- um þar sem sértrúarsöfn- uðurinn Aum Shinri Kyo heldur til og fann meira af efnum sem notuð eru við framleiðslu taugagassiirs sarins. Leiötogi safnaðarins, Shoko Asahara, néitar enn allri aðild að taugagasárásinni i neð- aníarðarlestum Tokyo. i mynd- bandsupptöku, sem send var jap- önskum sjónvarpsstöðvum, sagði Asahara að efnin sem fundust i húsnæði safnaðarins væru notuð viö leirkerasmíö og plastfram- leiðslu. Sérfræðingar eru afar vantrúaðir á þær yfirlýsingar. Frakkland: ForskotChiraqs dalar Forskot Jacques Chiraqs, borg- arstjóra París- ar, á keppi- nauta sína í komandi for- setakosningum hefur minnkað lítillega. Samkvæmt nýjum skoð- anakönnunum fengi Chiraq um 25 prósent atkvæða í fyrstu um- ferð kosninganna en baUadur for- sætisráðherra og sósíalistinn Jospin eru jafnir með um 20 pró- senta fylgi. Kannanir sýna að Chiraq mundi mala báða hina í annarri umferð kosninganna þar sem aðeins er kosið miili tveggja frambjóðenda. í könnunum kom einnnig fram að Frökkum er annt um að fá heiðarlegan mann sem forseta en þeim stendur á sama um kynlíf hans. Framhjáhjald angrar þá ekki á sama hátt og hjá breskum og bandarískum kjósendum. Zambía: Drapogát böminsín Eldri kona í Zambíu, sem segist vera nom, heflir viðurkennt að hafa drepið sjö baraa sinna með þjálp djöfulsins og etiö þau síðan i svartagaldursathöfn sem hún læröí af móður sinni. Konan kom fyrir dóm í Lusaka í gær og gaf dómara sýnishom af göldrum sínum. Hún segist iörast gjörða sinna og lofar bót og betrun. Eig- inmaöurinn mun hafa híálpaö konunni við drápin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.