Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 Afmæli Þórólfur Magnússon Þórólfur Magnússon, flugstjóri hjá íslandsflugi, Stuðlaseli 7, Reykjavík, ersextugurídag. Starfsferill Þórólfur fæddist í Fagradal í Dala- sýslu en ólst upp í Miklagarði í Saurbæjarhreppi, í Hrappsey á Breiðafirði og á Innra-Ósi í Stranda-. sýslu. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum á Laugarvatni 1955, hóf flugnám hjá Flugskólanum Þyt hf. 1956, lauk einliðaflugprófi það ár, einkaflugmannsprófi 1959 og atvinnuflugmannsprófi 1963. Þórólfur stofnaði og starfrækti, ásamt Helga Jónssyni, Leiguflug Þórólfs Magnússonar og Helga Jónssonar 1963, stofnaði, ásamt fleirum, Leigu- og áætlanaflugið Vængi 1964 sem hann var fram- kvæmdastjóri fyrir fyrstu árin og sem þeir starfræktu til 1978, var flugstjóri hjá Arnarflugi 1978-90 og hefur starfað hjá íslandsflugi frá 1990. Þórólfur átti sæti í stjórn FÍ A 1978-84, fyrst sem varamaður og síð- an meðstjómandi en er nú vara- maður í stjórninni. Fjölskylda Þórólfur kvæntist 17.8.1968 Þor- björgu Júlíusdóttur, f. 24.3.1944, rit- ara. Hún er dóttir Júlíusar Jónas- sonar, lengst af b. og vegaverk- stjóra, í Vífilsnesi i Hróarstungu í Norður-Múlasýslu, sem lést 1968, og Jónínu Ásmundsdóttur húsmóður sem lést 1988. Börn Þórólfs og Þorbjargar eru Júlíus Björn, f. 3.1.1969, flugvirki og flugmaður; Jónína Helga, f.8.1. 1971, háskólanemi í félagsfræði; Aðalheiður Dóra, f. 1.10.1978, menntaskólanemi. Systkin Þórólfs eru Theodór, f. 30.1.1929, sjómaður aö Innra-Ósi við Steingrímsfjörð; Gróa, f. 30.6.1930, húsmóðir í Reykjavík, gift Halldóri Vigfússyni sendibifreiðastjóra; Loft- ur, f. 15.7.1931, augnlæknir á Akur- eyri, kvæntur Hlín Gunnarsdóttur hjúrkunarfræðingi; Guðjón, f. 24.11. . mars 95 ára Hildur Magnúsdóttir, Hrafnistu við Skjólvang, Hafnar- firði. Móaflöt 6, Garöabæ. Hafdís Einarsdóttir, Stuðlaseli 29, Reykjavík. Kristinn Egilsson, Blikabraut 3, Keflavik. 85ára 50ára Þórúnn Sveinsdóttir, Efrí-FIjótum II, Skaftárhreppi. Björgvin Jónsson, Kirkjuvegi 12, Dalvík. 80 ára Guðrún Karlsdóttir, Helgamagrastræti 26, Akureyri. Ingólfur Lárusson, Víðilundi 14 A, Akureyri. Ástrún Sívertsen, Litlagerði7, Reykjavík. Guðrún Vormsdóttir, Vesturvangi 48, Hafnarfirði, verður áttrteð nk. þriðjudag. Guðrún tekur á móti gestum á Vest- urvangi 48 laugardaginn 25.3. frá kl. 15.00. 75 ára Halldóra Þorleifsdóttir, Öldugötu 37, Hafnarfirði. Stefán S. Kristjánsson, Götu, HmnamannahreppL Guðlaug Kristjánsdóttir, Uppsölum II, Svarfaðardalshreppi. 70ára Georg Hermannsson, Ysta-Mói, Fijótahreppi. Gerða Hammer, Suöurvör 6, Grindavík. Ingvi Victorsson, Hvammsgerði 9, Reykjavik. Jón Trausti Jónsson i’rá Deildará, sjómaöur, Kaplaskjóls- vegi3, Reykja- vik. Jón lYausti tekurámóti gestum í samkomuhúsinu Glað- heimum i Vogum í kvöld kl. 19.00. Hugrún Halldórsdóttir, Grænabakka3, Bíldudal. Eiginmaður hennar er Andrés Þ. Garðarsson. Hafþór Sigurðsson, Skúlabraut 9, Blönduósi. Kristín Jónsdóttir, Bæjartúni 4, Kópavogi. Ingrid ísafold Oddsdóttir, Múla, Kollafirði, Reykhólahreppi. GunnarGunn- arsson, löggilturfast- eignasali, Fljótascli 12, Reykjavík. Þauhjónin verðaaöheim- anáafmæiis- Tómas Bergmann, Vallargerði 4 C, Akureyri. Sumarliði Karlsson, Kambi I, Reykhólahreppi. Ásta Jónsdóttir, Öldugranda5, Reykjavík. ÞórirErlendsson, Bragagötu 21, Reykjavík. 40ára 60ára Eiríkur Grétar Sigurjónsson, i Skólabrautl.Mosfellsbæ. María Guðmundsdóttir, i KársnesbrautSl A, Kópavogi. í Guðný BjamveigSigvaldadóttir, Kveldúlfsgötu 3, BorgamesL i Aðalsteinn Þorbergsson, Grensásvegi45,Reykjavík. : Magnús Magnússon, Helga Kristjánsdóttir, Laugarbrekku 15, Húsavík. Hlöðver Sigurðsson, Háteigi9,Keflavík. Guðmundur Ármannsson, Ártröð 12, Egilsstöðum. Palle Skals Pedersen, Klukkuiima 12, Reykjavík. Jón Þórir Jónsson, Úthlíð 4, Hafnarfiröi. 1932, smiður á Hólmavík, var kvæntur Önnu M. Magnúsdóttur en þau skildu; Þuríður, f. 17.2.1934, d. 16.1.1968, húsfreyja á Torfastöðum í Jökulsárhlíö, var gift Sigurjóni Jónssyni, b. þar; Ólafur, f. 10.12. 1936, sendibifreiðastjóri og sjómað- ur í Kópavogi, kvæntur Ásdísi Ingi- mundardóttur; Ingibjörg Magnea, f. 30.3.1938, húsmóðir í Garðabæ, gift Birgi Guðjórissyni skipstjóra; Jón Anton, f. 19.5.1939, skipstjóri á Drangsnesi, kvæntur Auði Hösk- uldsdóttur; Einar, f. 19.5.1939, vél- stjóri í Garðabæ, kvæntur Hrönn Haraldsdóttur; Anna Valgerður, f. 12.6.1946, húsmóðir í Garöi, gift Ól- afi Einarssyni; Ásbjöm, f. 29.12. 1948, sjómaður á Drangsnesi, kvæntur Valgerði Magnúsdóttur; Gislína Guðbjörg, f. 5.8.1953, hús- móðir í KópaVogi, gift Trausta S. Friðrikssyni. Foreldrar Þórólfs: Magnús Sig- valdi Guðjónsson, f. 5.7.1894, d. 16.5. 1975, b. í Dalasýslu og á Innra-Ósi, síðast búsettur í Reykjavík, og k.h., Aðalheiður Loftsdóttir, f. 16.5.1910, húsmóðir. Ætt Magnús var sonur Guðjóns, b. í Sundal og Innri-Fagradal, Sigurðs- sonar, b. í Skeljavík, Guðmundsson- ar. Móðir Guðjóns var Sigríður Magnúsdóttir frá Svínanesi, Magn- ússonar. Móðir Magnúsar Sigvalda var Ingibjörg Þórólfsdóttir frá Hrófá, Magnússonar, b. á Hrófá, Sig- urðssonar. Móðir Þórólfs frá Hrófá var Björg Magnúsdóttir. Móöir Ingi- bjargar var Hildur Guðbrandsdótt- ir, prests á Staðarstað, Hjaltasonar, og Petrínu Eyjólfsdóttur. Aðalheiður er dóttir Lofts, út- vegsb. á Eyjum og í Sandnei, síðar verkamanns á Hólmavík, Bjama- sonar, b. á Bassastööum og síðar á Klúku í Bjarnarflrði, Þorbergssonar Bjömssonar. Móðir Bjarna var Agata Bjömsdóttir. Móðir Lofts var Guðrún, dóttir Magnúsar Andrés- sonar og Margrétar Bjömsdóttur. Móðir Aðalheiðar var Gróa Einars- Þórólfur Magnússon. dóttir, b. í Sandnesi, Einarssonar. Móðir Gróu var Soffía Torfadóttir alþm., Einarssonar, og Önnu Ein- arsdóttur frá Fagranesi. Þórólfur og Þorbjörg taka á móti gestum í sal Flugvirkjafélagsins, Borgartúni 22,3. hæð, milli kl. 17 ogl9ídag. Magndís Alexandersdóttir Magndís Alexandersdóttir, fulltrúi hjá Rafmagnsveitum ríkisins í Stykkishólmi, Lágholti 21A, Stykk- ishólmi, er fimmtug í dag. Starfsferill Magndís fæddist að Stakkhamri í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi og ólst þar upp við öll almenn landbún- aðarstörf sem hún stundaði síðan af og til fram yfir tvitugt. Hún lauk almennu skyldunámi og stundaði auk þess nám við Kvennaskólann á Blönduósi einn vetur. Auk landbúnaðarstarfa vann Magndís við fiskvinnslu, síldarsölt- un, starfaði í mötuneyti og stundaði verslunarstörf. Eftir að Magndís gifti sig helgaði hún sig barnauppeldi og heimilis- störfum frá 1968 en hóf svo störf hjá Rafmagnsveitum ríkisins 1983 þar sem hún hefur starfað síöan. Hún bjó að Lynghaga í Miklaholtshreppi í átta ár en flutti til Stykkishólms 1975 og hefur átt þar heiman síðan. Magndís hefur starfaði í ung- mennafélagi frá tólf ára aldri og gegnt þar ýmsum trúnaðarstörfum, var í stjóm Héraðssambands Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu um tuttugu ára skeið, þar af formaður eitt ár og framkvæmdastjóri tvö ár, átti sæti í stjórn Ungmennafélags íslands í tíu ár, auk ýmissa annarra ■ trúnaöarstarfa á þeim vettvangi, var bæjarfulltrúi í Stykkishólmi í nálega tvö kjörtímabil og sat í ýms- um nefndum fyrir Stykkishólmsbæ. Hún er félagi í Kór Stykkishólms- kirkju frá 1975 og sat í stjóm Starfs- mannafélags Rafmagnsveitna ríkis- ins í fimm ár, þar af formaður þrjú ár. Hún hefur verið sæmd gullmerki UMFÍ og ÍSÍ fyrir störf í þeirra þágu. Fjölskylda Magndís giftist 8.7.1967 Sigþóri Hjörleifssyni, f. 18.10.1943, fram- kvæmdastjóra verkstæðisins Dekk og smur hf. Hann er sonur Hjörleifs Sigurðssonar, sem er látinn, og Kristínar Hansdóttur húsmóöur sem nú er búsett í Reykjavík. Börn Magndísar og Sigþórs eru Hjálmar Alexander, f. 8.10.1968, starfsmaður Tryggingamiðstöðvar- innar í Reykjavík, kvæntur Guð- rúnu Margréti Ólafsdóttur og er sonur þeirra Friðrik Þór, f. 29.11. 1994; stúlka, f. 10.11.1970, d. 15.11. s. á; Hjörleifur, f. 22.10.1972, tré- smiður í foreldrahúsum; Atli Rúnar, f. 12.4.1976, nemi í foreldrahúsum. Systkini Magndísar em Guðbjart- ur, f. 16.8.1931, b. að Miklaholti; Bjami, f. 20.11.1932, b. að Stakk- hamri; Hrafnkell, f. 13.2.1934, starfs- maður við St. Franciskussjúkrahús- Magndís Alexandersdóttir. ið í Stykkishólmi; Guðrún, f. 14.8. 1935, húsmóðir og skrifstofumaður í Ólafsvík; Auður, f. 19.4.1940, hús- móðir og skrifstofumaður á Rifi; Þorbjörg, f. 13.12.1941, húsmóðir og útgerðarstjóri á Rifi; Friðrik, f. 28.10. 1947, raftæknifræöingur hjá Raf- teikningu hf. í Reykjavík; Helga, f. 3.7.1952. Foreldrar Magndísar voru Alex- ander Guðbjartsson, f. 5.3.1906, d. 1968, b. og kennari á Stakkhamri, og Kristjana Bjarnadóttir, f. 10.11. 1908, d. 1982, húsfreyja að Stakk- hamri. Alexander var sonur hjónanna Guðbjarts Kristjánssonar og Guð- bröndu Guðbrandsdóttur að Hjarð- arfelli af Hjarðarfellsætt. Kristjana var dóttir Bjarna ívars- sonar og Magndísar Benediktsdótt- ur frá Miklaholtsseli. Hafsteinn Hansson Hafsteinn Hansson bifreiöarstjóri, Hrísateigi 9, Reykjavík, er sjötugur ídag. Starfsferill Hafsteinn fæddist í Hafnarfirði en ólst upp í Reykjavík. Hann lauk sveinsprófi í málaraiðn 1950 og öðl- aðist meistararéttindi 1965. Hafsteinn stundaði málarastörf til 1967, var strætisvagnstjóri í Reykja- vík til 1969, var leikmunavörður við Þjóðleikhúsið 1969-71 og við Borgar- leikhúið í Lubeck í Þýskalandi 1971-72, var hleðslustjóri hjá Cargo- lux í Lúxenborg 1972-82 og síðan aftur vagnstjóri hjá SVR1982-94 er hann lét af störfum fyrir aldurs sak- ir. Fjölskylda Hafsteinn kvæntist 7.10.1945 Lilju Ingólfsdóttur, f. 20.10.1923, húsmóð- ur. Hún er dóttir Ingólfs Pálssonar og Jóhönnu Sigurðardóttur sem bæði eru látin. Böm Hafsteins og Lilju em Sig- urður Hafsteinsson, f. 28.5.1945, flugvirki, búsettur í Kópavogi, og á hann fimm syni; Hans Hafsteinsson, f. 5.8.1946, rafvirki hjá Straumsvík, búsettur í Hafnarfirði, kvæntur Fríðu Guðjónsdóttur, húsmóður og ’ sjúkraliða, og eiga þau fjögur börn; Jóhanna Hafsteinsdóttir, f. 25.3. 1951, matráðskona í Reykjavík, gift Guðjóni Finnbogasyni, bryta hjá Landhelgisgæslunni, og á hún fjög- ur börn; Ingibjörg Hafsteinsdóttir, f. 7.4.1956, meðferðarfulltrúi á Akranesi, gift Hákoni Pálssyni verkamanni og eiga þau þrjú böm. Systkini Hafsteins: Guðrún Hans- dóttir, sem lést ung kona, húsfreyja á Kanastöðum í Austur-Landeyjum; Jónína,dóung. Hálfsystir Hafsteins, sammæðra: Kolbrún Myhrberg, búsett í Gauta- borgíSvíþjóð. Hálfbróðir Hafsteins, samfeðra: Björgvin Hansson, bifreiðarstjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Hafsteins voru Hans Jónsson, f. 22.2.1898, sjómaður í Reykjavík, ogk.h., Guðmunda Guð- mundsdóttir, f. 15.11.1901, húsmóð- ir. Ætt Hans var sonur Jóns, sjómanns Hafsteinn Hansson. frá Flatey, Bjarnasonar í Flatey Jó- hannessonar sjómanns Magnússon- ar Bjamasonar. Móðir Jóhannesar var Sigríður Helgadóttir. Guðmunda var dóttir Guðmundar Árnasonar, b. í Áskoti, Jónssonar og Guðrúnar Pálsdóttur frá Belgs- holti. Móðir Guömundu var Jónína Ingibjörg Jónsdóttir, b. í Leirár- sveit, Gíslasonar og Rannveigar Jónsdóttur frá Lambhaga Jónsson- ar. Móðir Rannveigar var Rannveig Guttormsdóttir frá Lambhaga. Hafsteinn tekur á móti ættingjum og vinum í mötuneyti SVR á Kirkju-_. sandi laugardaginn 25.3. kl. 8.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.