Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Page 17
FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 25 íþróttir Efnilegur íslenskur stangarstökkvari 1 Svíþjóð: Vala nálgast heimsmetið Eyjólfur Harðarson, DV, Svíþjóð: Vala Flosadóttir, hin efnilega frjálsíþróttakona sem búse.tt er í Svíþjóð, hefur vakið athygli fyrir afrek sín í stangarstökki að und- anfómu. í dagblaðinu „I dag“ var íjallað um Völu á hálfri síðu með stórri litmynd á þriðjudaginn og farið um hana lofsamlegum orð- um. Vala er 17 ára gömul og hefur stokkiö 3,63 metra í stangar- stökki, en konur eru nýlega byr- jaðar að keppa í þeirri grein. Blaðið segir að hún sé eini al- vöru-stangarstökkvari kvenna í Svíþjóð, en því miður sé hún ís- lensk. „Ég hef búið í Lundi í tvö ár og verð áfram hér í Svíþjóð, en það er ólíklegt að ég gerist sænskur ríkisborgari," segir Vala við I dag. Heimsmet kvenna er 4,15 metr- ar og Vala er númer 23 á heims- listanum, og þá er hún í 4. sæti yfir unglinga í Evrópu. Pekka Dahlhöjd, stangarstökksþjálfari frá Gautaborg, segir við blaðið að Vala sé líkleg til að stökkva 3,80 til 4 metra í ár og nálgast þannig heimsmetiö verulega á þessu ári. Þorvaldur til Japans? - Þorvaldur fer frá Stoke City í vor Félag í japönsku atvinnumannadeildinni í knattspymu hefur sýnt Þorvaldi Örlygssyni áhuga og fyrir nokkru settu Japanirnir sig í samband viö forráða- menn Stoke City, félagsins sem Þorvaldur leikur með. Samningur Þorvaldar viö Stoke rennur út í vor og í samtali við DV sagði hann að 99% líkur væru á að hann færi frá félaginu. „Það eru einhverjar vikur síðan japanska liðið setti sig í samband við Stoke en forráðamenn félagsins stóðu í vegi fyrir að þróa það mál frekar. Hvort þetta verður enn þá í gangi þegar tímabihnu hér lýkur verður bara að koma í ljós. Ég er nær ákveðinn í aö fara frá Stoke þegar tímabilinu lýkur og verð þá tilbúinn að ræða við alla klúbba," sagði Þorvaldur. Gengi Stoke City hefur verið mjög slakt undanfarið og Þorvaldur hefur lengi verið óánægður hjá félaginu og þá ekki síst með Lou McCari, fram- kvæmdastjóra félagsins. Verkfall kennara: Litla HM úr sögunni Litla heimsmeistarakeppnin í handknattleik, sem hefjast átti í dag með þátttöku hundruða 11 ára barna í landinu, fehur niður vegna verkfalls kennara. Ekki er hægt að kaha hðin saman né veita þeim forstöðu nema gengið sé á hlut kennarastéttarinnar, og það mun HSÍ ekki gera, að sögp Ólafs B. Schram, formanns HSÍ. HSÍ sótti um undanþágu fyrir mótiö til verkfallsnefndar kenn- ara en beiðninni var hafnað. Litla HM átti að vera kynning á heims- meistarakeppninni, og spiluð ná- kvæmlega eins og hún á öhum keppnisstöðunum með þátttöku 24 skólahða, skipuðum 11 ára börnum. Mun ileiri skólar höfðu tilkynnt þátttöku og því átti und- ankeppni að fara fram i dag. t Magnús í háloftunum í gærkvöldi. iri höfn. DV-mynd GS I þróttaf réttir einnig á bls. 26 mna í lokin ur vann KA, 24-23, og náði yfirhöndinni, 2-1 einvígi liöanna og getur með sigri á Akureyri á laugardaginn tryggt sér ís- landsmeistaratitihnn annað árið í röð. KA-menn hleyptu óvæntri spennu und- ir lok leiksins þegar Valsmenn virtust með gjörunninn leik. Norðanmenn skoruðu fjögur mörk í röð undir lokin og minnkuðu muninn í eitt mark þegar mínúta var eftir en Dagur Sigurðsson gulltryggði sigur Hlíðárendaliðsins þegar hann renndi sér í gegnum vöm KA og vippaði yfir Sigmar Þröst. Valsmenn höfðu lengst af tögl og hagldir í leiknum og sigur liðsins var sanngjarn. Varnarleikurinn var lengst af mjög góður og í sókninni áttu Jón Kristjánsson, Dagur Sigurðsson oghinn ungi og stórefnilegi Davíð ÓMsson allir mjög góðan leik. Það er engin launung á að Valsmenn hafa breiðari hóp á að skipa og Þorbjörn Jensson, þjálfari Vals, gat leyft sér þann munað að hvíla landshðsfyrirliðann Geir Sveinsson í sókninni í síðari hálfleik. „Ég er mjög sáttur við minn leik þó svo að ég hefði alveg geta skorað fleiri mörk miðað við tækifærin sem ég fékk. Það kom óþarfa panik hjá okkur í lokin og það hefur sýnt sig að það má aldrei slaka á gegn KA. Við tökum stefnuna á að klára þetta fyrir norðan. Það verður erfitt en það skal ganga,“ sagði Davíð Ólafsson, hornamaðurinn ungi hjá Val, sem lék einstaklega vel í hði Vals. Lengi framan af leik virkuðu KA- menn þreyttir. Vörnin var út á þekju lengst af í fyrri hálfleik og sóknarleik- urinn var lengi vel bitlaus. En með ein- stæðum karakter og mikhh seiglu sneru KA-menn gjörtöpuðum leik í spennandi lokamínútur og með smá- heppni heföi KA getað jafnað. Patrekur var langbesti maður KA en á meöan Sigmar Þröstur og Valdimar ná sér ekki á strik er illmögulegt fyrir KA að leggja Val aö velli. „Við sýndum geysigóðan karakter á lokakaflanum en sá lokasprettur kom því miður of seint. Ef okkur hefði tekist að jafna er ég sannfærður um að við hefðum unnið leikinn. Við klárum þetta bara í staðinn hér í Valsheimhinu á þriðjudaginn. Það er alveg á hreinu að við töpum ekki á Akureyri. Við fórum ekki að tapa fyrir Val aftur. Það er búið að pumpa þetta Valslið svo mikið upp og alltaf verið að segja að þaö séu ein- hveijir snihingar þarna. Ég er ekki sammála því. Þá erum við snillingar líka,“ sagði Patrekur Jóhannesson, stórskytta KA, eftir leikinn. Valur - KA (12-8) 24-23 2-0, 4-2, 7-3, 9-5, 10-7, (12-8), 12-10, 14-12, 18-14, 20-15, 23-18, 23-22, 24-23. • Mörk Vals: Jón Kristjánsson 6, Dagur Sigurðsson 6, Davíð Ólafsson 5, Júlíus Gunnarsson 2, Ólafur Stefánsson 2/1, Geir Sveinsson 1, Sigfús Sigurös- son 1, Valgarð Thoroddsen 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 8/1, Axel Stefánsson 1. • Mörk KA: Patrekur Jóhannesson 7, Valdimar Grímsson 7/5, Leó Ö. Þorleifsson 3, Erlingur Kristjáns- son 3, Alfreð Gíslason 1, Valur Ö. Arnarson 1, Þorvald- ur Þorvaldsson 1. Varin skot: Sigmar Þröstur Óskarsson 8. Dómarar: Gunnar Kjartansson og Guðjón L. Sigurðs- son. Gerðu mörg mistök og margir dómar þeirra vöktu mikla undrun. Áhorfendur: 1000. Maður leiksins: Jón Kristjánsson, Val. Þannig skoruðu liðin mörkin Langsk. Horn Lína Hraöaupphl. Gegnumbr. lörk úr vli mr sem Langsk. 10 6

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.