Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Síða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Síða 5
FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 5 Fréttir Misstu af samningalest- inni um síðustu helgi - fullyrt er að þá hafi aðeins munað millímetrum að samnlngar tækjust Nú rikir helkuldi i samningaviöræöunum. Kennarar vilja að viðræðum verði slitið. Ekkert bendir til að lausn sé í sjónmáli. DV-mynd Brynjar Gauti Eiríkur Jónsson, formaður Kenn- arasambandsins, orðaði það svo í samtali við DV í gær að tilgangslaust væri að halda samningaviðræðunum í kennaradeilunni áfram vegna þess að helkuldi ríkti nú milli samninga- nefndanna. Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra hefur sagt að hann telji samningaviðræðurnar komnar í blindgötu. Snúa verði við og fmna annan afleggjara að markinu. Munaði millímetrum Þeir sem DV hefur rætt við segja að andrúmsloftið hjá samninga- nefndunum hafi kólnaö mjög efdr harða tilraun til samkomulags sem gerð var um síðustu helgi. DV skýrði frá þvi síðastliðinn laug- ardag að forsætisráðherra myndi gera alvarlega tilraun til að ná samn- ingum. Hann gerði það ásamt Friö- riki Sophussyni og Ólafi G. Einars- syni. Tilraunin tókst ekki, að sögn vegna stífni HÍK. Einn þeirra sem komu nálægt þeirri samningatilraun sagði í sam- tali við DV að þá hefði aöeins munað millímetrum að samningar tækjust. Hann hélt því fram, og það hafa fleiri gert, að upp sé kominn áherslumun- ur eða ágreiningur milli kennarafé- laganna. Það hafi orðið til þess að ekki var samið um síðustu helgi. Fullyrt er að hægt hefði verið að ná samningum við Kennarasambandið en HÍK hafi lagst gegn samningum. Mikill meirihluti félaga í KI eru grunnskólakennarar en meirihlut- inn í HÍK framhaldsskólakennarar. Því hefur oftast verið nokkur skoð- anamunur milli skólastiga. Eiríkur Jónsson, formaður KÍ, vill ekki sam- þykkja að ágreiningur sé kominn upp. „Eg tel það ekki rétt. Það væri þá ágreiningur á milli skólastiga en bæði félögin eru blönduð. Hins vegar tel ég ekki að neitt það hafi komið á okkar borð fyrir annað skólastigið sem ekki kom á hitt. Og ég veit ekki betur en að félögin ætli að lenda þessu máli sarnan," sagði Eiríkur. Haukarnir í HÍK Þeir sem náið hafa fylgst með kenn- aradefiunni halda því fram að miklu meiri harka sé í félögum HÍK. Þeir séu haukarnir í deUunni. Hins vegar hafi félögin samiö um að hafa sam- flot og þess vegna muni KÍ trauðla kljúfa sig frá og semja. Ágreiningur- inn eða áherslumunurinn, sem upp er kominn, er sagður vera vegna þess að félagar í KÍ telji hægt að semja á því sem fyrir Uggur í samn- ingaviðræðunum en HIK alls ekki. Því er haldið fram að svo lengi sem bakland HÍK-forystunnar heldur muni hún ekki semja nema ríkið komi með miklu meira en það hefur gert fil þessa. Krafan sé um svo mik- ið að það myndi sprengja kjarasamn- inga ASÍ og VSÍ í loft upp, sem og komandi samninga við opinbera starfsmenn. Verkfall fram á haust Bæði Eiríkur Jónsson og Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra sögðu í samtah við DV í gær að hægt væri að bjarga vorönn í skólunum. Fréttaljós Sigurdór Sigurdórsson Þá yrði að semja strax og í aUra síð- asta lagi um helgina. Þó er það stað- reynd að leita þarf alveg sérstakra samninga við kennara ef takast á að bjarga vorönninni og tilheyrandi prófum. Guðni Guðmundsson, rekt- or MR, sagði í samtafi við DV fyrir nokkrum dögum að vinna yrði á laugardögum, jafnvel einn og einn sunnudag, sleppa páskafríi og seinka skólaslitum fram í júní ef þetta ætti að takast. Náist ekki samningar um helgina og ef útséð er um að hægt verði að bjarga vorönn er alveg ljóst að kenn- arar verða í verkfalli fram á haust. Þá mun skapast fullkomin ringulreið í skólakerfi landsins. Stúdentar yrðu ekki útskrifaðir og hvergi í fram- haldsskólum hægt að flytja nemend- m- miUi bekkjardeilda. Á sama tíma kemur heiU árgangur inn í grunnskólana og úr þeim upp í framhaldsskólana. Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra hefur sagt að þama væri um að ræða stærra vandamál en skólar landsins hafi nokkru sinni staðið frammi fyr- ir. Hann sagðist ekki geta sagt til um hvernig þetta vandamál yrði leyst. Verði ekki samið við kennara fyrr en í haust segjast þeir eiga eftir að taka áunnið sumarleyfi og að þeir eigi eftir sð fara á samnings- og skyldubundin námskeið til undir- búnings kennslunni yfir veturinn. Þá myndi haustönn ónýt aö mestu Uka. Hér er því um að ræða slíkt vandamál að þaö er eins og enginn vUji hugsa þá hugsun til enda hvað gerist ef svona fer, hvað þá að reyna að spá í lausn málsins. Sparnaður ríkisins Laun kennara sem ríkið greiðir nemur um 7 milljörðum króna á ári. í 5 vikna verkfalli hefur ríkið því sparað rúmar 600 milljónir króna. Bent hefur verið á að þessum pening- um mætti bæta við þær 750 milljónir sem ríkið hefur boðið til lausnar deU- unni. DV hefur fyrir því heimildir að í stjórnarliðinu segi sumir að freist- andi væri að nota þessar 600 milljón- ir til að leysa deiluna. Stjórnarþing- menn, sem DV hefur rætt máUð við, segjast finna aö kennaradeilan sé farin að skaða stjórnarflokkana í kosningabaráttunni og því meir sem hún dregst á langinn. Þeir segja að í byijun kosningabaráttunnar hafi déilan ekki haft svo mikið að segja. Fólk hafi þá almennt talið að hún stæði stutt. Nú séu aftur á móti liðn- ar 5 vikur frá því kennaraverkfalhð hófst og fólk búið að missa þoUn- mæðina. Þeir varkárari í hópi stjórnarliða segja að það gangi ekki að leggja þessar 600 mUljónir í púkkið. Þá væru kennarar farnir að fá svo miklu meira en samið var um á almenna markaðnum á dögunum. Það myndi sprengja þá samninga sem eru með öryggisventil um uppsögn ef aðrir aðUar á vinnumarkaði fá meira. Þar ofan á bætist að eftir er að semja við 17 þúsund félaga í BSRB og 8 þúsund í BHM. Því myndu 600 milljónirnar, ef þær yröu lagðar í kennarasamn- inga, setja allt á annan endann í efna- hagsmálum. Verðbólgan myndi æða af stað og allt sem heitir stöðugleiki ijúka út í veður og vind. Þetta væri of dýr lausn á kennaraverkfallinu. Adfara á morgiiiifundgeJurgu.il ímundl með Sólveigu Pétursdóttur og Bimi Bjarmsyni Taktu laugardaginn snemma og komdu á skemmtilegan morgunfund þar scm Björn og Sólveig ræöa vítt og breitt um stöðuna í stjórnmálunum nú þegar tvær vikur eru til kosninga. Stutt ávörp, skeleggar spurningar og snjöll svörP^ Fundurinn hefst kl. 10.30 og stendur til kl. 12. Allir velkomnir. Landsmálafélagið Vörður og Óðinn BETRA ÍSLAND

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.