Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 18
26 FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 Iþróttir • Lenear Burns sækir að Guðmundi Bragasyni, Grindvíkingi, í gærkvöldi. DV-mynd ÞÖK „Sánæstier úrslitaleikur" - Grindavik jafnaöi metin gegn Keflavík Blikastúlkur í Evrépukeppni? íslands- og bikarmeistarar Breiðabliks í knattspymu kvenna stefna að þátttöku í opnu Norðurlandamóti meistaraliða sem fram fer í Þrándheimi dag- ana 20.-24. júlí í sumar. Mótið hefur verið kallaö óopinber Evr- ópukeppni en þar taka jafnan þátt meistaralið Noröurland- anna, Þýskalands, Hollands og Englands. Trondheims-0m frá Þránd- heimi sigraði á þessu móti í fyrra og er því í hiutverki gestgjafa í ár. Ljóst er að Fortuna Hjörring frá Danmörku og Malmö FF frá Svíþjóð verða á meöal þátttökul- iða. Samningurhjá KSÍogHeklu Knattspymusamband íslands og Hekla h/f skrifuðu í fyrradag undir þriggja ára samstarfs- samning. A þessu tímbiii mun Hekla leggja KSÍ til fimm bifreið- ar af geröinni Volksvagen POLO. Eirtnig verður bílaumboðið sér- stakur styrktaraðili meistara- keppni KSÍ í karla- og kvenna- flokki og nefnist sú keppni meist- arakeppni KSÍ og Heklu. Á öllum heimaleikjum íslands í knattspymu verður Heklu h/f heimiit að hafa bíiasýningu þar sem bifreiöar Heklu verða kynnt- ar. Hekla h/f er eínn af aöal- styrktaraðilum KSÍ og í samn- ingnum em þau ákvæði sem varða stuðningsaðila A-landsliðs- ins. Eggert Magnússon, formaður KSI, lýsti yfir ánægju með sam- starfiö við Heklu og taldi það mikinn akk fyrir KSÍ. Sigfús Sigf- ússon, framkvæmdastjóri Heklu, tók í sama streng. Mál Erics Cantona: Tekiðfyrir aftureftirviku Franski knattspyrnumaðurinn Eric Cantoná var í gær dæmdur í tveggja vikna fangelsi af dóm- stóli í London. Cantona áfrýjaði dómnum og var látinn laus gegn tryggingu i morgun, og verður málið tekið fyrir aftur þann 31. mars. „Þú ert áberandi persóna í þjóð- Iífinu, með ótvíræða hæfileika, og þar með ertu fyrirmynd fiölda ungs fólks. Þess vegna er eina refsingin viö hæfi tveggja vikna fangelsi, strax,“ sagöi dómarinn, Jean Pearch, þegar hún kvað upp úrskurðinn. „Ég var reiður og svekktur yfir sjálfum mér vegna brottreksturs- ins. Ummæli áhorfandarts særðu mig og móðguöu og ég sé mjög eftir því að hafa brugðist svona við. Ég viöurkenni að það var rangd af mér,“ sagði Cantona í réttinum. Paul Ince, félagi Cantona hjá Manchester United, kom einnig fyrlr réttinn, sakaður um að hafa barið annan áhorfanda. Hann neitaði sakargiftum, var látinn laus gegn tryggingu en mál hans verður tekiö fyrir 23. maí. Fjörtoftfór á metupphæð í gær var lokadagur félaga- skipta í ensku knattspymunni. Blackburn, toppliöið i úrvals- deildinni, fékk hollenska landsl- iðsmanninn Richard Witschage að láni frá franska liðinu Borde- aux út tímabiliö og Middlesboro, sem er í toppbaráttu 1. deildar- innar, festi kaup á norska landsl- iðsmanninum Jan Aage Fjörtoft frá Swindon fyrir 1,3 mifljónir punda sem er það mesta sem fé- lagið hefur borgað fyrir leik- mann. Crystal Palace keypti Ray Houghton frá Aston Villa fyrir 300 þúsund pund. Ægir Már Karason skrifer: „Þær komust í gang, þriggja stiga skyttumar hjá þeim, og náðu 14 stiga forskoti. Okkur tókst að spila betri varnarleik í síðari hálfleik en þetta var of mikið bil. Þetta er það sem við erum búnir að segja alla keppnina að við verðum að stöðva þriggja stiga skyttumar, ef þær komast í gang em þeir mjög erfiðir. Sóknarleikurinn hjá okkur verður ekki eins einbeittur ef okkur gengur ekki nógu vel í vöm- inni. Það er einn leikur eftir og við mætum með því hugarfari að duga eða drepast," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, eftir að hafa tap- að fyrir Grindvíkingum, 82-96, í Keflavík. Þar með þarf hreinan úr- slitaleik um hvort liðið mætir Njarð- vík um íslandsmeistaratitilinn. Grindvíkingar byijuðu leikinn af miklum krafti og hreinlega ætluðu að labba yfir Keflvdkinga og vom komnir með 10 stiga forystu eftir 4 mínútur. Keflvíkingar náöu að minnka þennan mun strax niður í eitt stig á tveimur mínútum en það dugði ekki til. Þriggja stiga skyttum- ar hjá Grindvíkingum voru hreint óstöðvandi og voru skoraðar 9 þriggja stiga körfur í fyrri hálfleik en Keflvíkingar áttu ekki möguleika að stöðva þær. Guðjón Skúlason var Keflvíkingum erfiður en hann gerði 4 af þeim. Grindvíkingar voru með þægilega stöðu í hálfleik. Þegar líða tók á síðari hálfleikinn náðu Keflvíkingar að minnka þann mun niður í 4 stig með gríðarlegri baráttu þegar rúmar 2 mínútur vom eftir en Grindvikingar vom sterkari á lokasprettinum og tryggöu sér sanngjaman sigur. Keflvíkingar þurfa að gera miklu betur í næsta leik ef þeir ætla ekki að fara snemma í sumarfrí. Þeir fengu sjens eftir sjens að skora auö- veldar körfur en ekkert gekk né rak hjá liðinu í sóknarleiknum. Lenear Burns spilaði geysivel og var yfir- burðamaöur í Keflavík en hefði mátt koma boltanum oftar inn á hann í síðari hálfleik. Grindvíkingar spiluðu geysivel sem liðsheild. Þeir áttu þennan sigur fyllilega skilinn og meira en þaö en þeir léku mjög vel. Guðjón Skúlason spilaði geysivel fyrir liðið en hann gerði 6 þriggja stiga körfur. Pétur Guðmundsson var þá einnig frábær, Marel Guðlaugsson var frábær í fyrri hálfleik eins og Helgi Jónas Guð- finnsson, þá áttu þeir Mitchell og Nökkvd Már Jónsson ágæta spretti. „Þaö er bara að duga eða drepast fyrir okkur í þessum leik. Við skoð- uðum hina þrjá leikina mjög vel, hvaö vdö höfum verið aö gera vdt- laust. Við höfum karakter að spila miklu betur en þrjá fyrstu leikina. Bak vdð þennan sigur er að vdð spil- uðum mlklu betur saman sem liðs- heild, ekkert einstaklingsframtak, við vomm að hjálpa hver öðrum að leita að skotum og hjálpa hver öðmm í vöminni. Næsti leikur er nánast úrslitaleikur um íslandsmeistaratit- ilinn fyrir annaðhvort liöið. Við munum gefa allt og meira til í næsta leik,“ sagði stórskyttan Guðjón Skúlason sem stjórnar fallbyssunni hjá Grindavík. Keflavík Grindavík (42-56) 82-96 3-8. 6-16,15-16, 25-28,25-35,35-47, (42-56), 43-60, 52-60, 60-73,65-77, 70-77, 78-82, 78-89, 82-%. • Stig Keflavíkur: Lenear Bums 25, Davíö Grissom 13, Albert Óskars- son 13, Sverrir Þór Sverrisson 9, Jón Kr. Gíslason 9, Kristján Guðlaugs- son 6, Gunnar Einarsson 3, Sigurður Ingimundarson 2, Böövar Kristjáns- son 2. • Stig Grindavíkur: Guðjón Skúlason 26, Marel Guðlaugsson 14, Mark Mitchell 13, Pétur Guðmunds- son 12, Helgi Guöfinnsson 11, Nökkvi Már Jónsson 10, Guömundur Bragason 10. 3ja stiga körfur: Keflavík 4/20, Grindavík 11/19. Fráköst: Keflavík 34, Grindavik 31. Dómarar: Kristinn Albertsson og Leifur Sigfínnur Garöarsson, frábærir. Áhorfendur: Um 1200. Maður leiksins: Guðjón Skúlason, Grindavik. NBAínótt: Fimmtíu sigrar hjá Orlando Orlando Magic vann í nótt sinn 50. sigur í NBA-deildinni í> vetur þegar topplið miðriðilsins, Cliarl- otte, kom í heimsókn. Lokatölur urðu 105-93 og Orlando vann þar með þijá af fiórum leikjum liðanna í vetur. Shaquiile O’Neal skoraði 34 stig og gerði 36,6 að meðaltali í lcikjunum vdð Charlotte og An- femee Hardaway lék frábærlega og átti 16 stoðsendingar. Orlando hefur mest unnið 50 leiki áöur á tímabili og á ennþá eftir að spila 15 leiki áður en úr- slitakeppnin hefst, Úrslitin í nótt: Detroit - Dnllas.... 94-102 Híll 32, Hunter 19 - Jones 21, Kidd 15, Harris 15, Mashburn 13. Orlando - Charlotte....105-93 Shaq 34/15, Grant 23/12, Hardaway 12 - Mourning 35, Burrell 22, John- son 17/7. Houston - Utah.......104-112 Olajuwon 39, Drexler 23 - Malone 30/15, Stockton 24, Hornacek 19, Carr 12. Milwaukee - Clippers.104-93 Robinson 32, Day 18, Conlon 17 - Vaught 19, Massenburg 16/10. Denvér - New York....101-104 Abdul-Rauf 30 - Ewing 22/8. Seattle - Washington.108-103 Schrempf 24, Payton 24, Kemp 19/13 - Muresan 26, Cheaney 23. Annar stórleikur var í Houston þar sem meistaramir töpuðu enn einu sinni, nú fyrir Utah, sem þar með er efst í vesturdeildinni. „Á þessum árstíma eru allir leikir úrslitaleikir þegar efsta sætiö er í húfi. Við eigum erfitt prógramm eftir og reynum að vdnna alla leikina," sagði Jeff Homacek, hinn öflugi leikmaður Utah. John Stockton átti 16 stoðsendingar fyrir Utah. New York lenti í miklum vand- ræðum í Denver og var undir, 101-99, þegar 21 sekúnda var eft- ir. Þá kom Derek Harper til bjarg- ar, skoraði fimm stig í lokin og tryggði New York sigurinn. Lewisminnst Sérstök minningarathöfn um körfuboltamanninn Reggie Lewis fór fram í hálfleik í leik Boston við Chicago í fyrrinótt og treyja hans var dregin upp i ijáfur íþróttahallar Boston. Rangt markaskor Markaskor tveggja Valsmanna í úrslitakeppninni í handboltan- um var rangt í blaðinu í gær. BTosti var með 6 mörk og Valgarð 2, en ekki 48 og 34 eins og sagt var! Toshack tii Deportivo? Líklegt er talið að John Toshack taki vdð þjálfun spænska knatt- spymuliðsins Deportivo Coruna í vor. Cooperiátinn Davdd Cooper, fyrrum leikmað- ur meö Rangers og skoska landsl- iöinu í knattspyrnu, lést í gær af völdum heilablæðingar, 39ára að aldri. Hann var leikmaöur og þjálfari hjá Clydebank í 1. deild en ætlaöi aö hætta í vor. Flóahiaup Samhygðar Flóahlaup Samhygðar fer fram vdö Félagslund í Gaulverjabæjar- hreppi á morgun og hefst klukk- an 14. Keppt er í 10 flokkum í öll- um aldurshópum. CoiefyrirShearer Andy Cole var i morgun vahnn í enska landsliöshópinn í knatt- spyrnu í staðinn fyrir Alan She- arer, sem er meiddur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.