Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Side 11
FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 11 Menning Norræn menningarhátíð hafin á Spáni: Kostar ísland þrjár milljónir - þrjú fyrirtæki styrkja þátttöku íslendinga Kolbrún Erna í hlutverki sínu. Þámunenginn skuggiveratil Menningar- og fræðslusam- band alþýðu, MFA, og Stígamót hafa í vetur sýnt leikþáttinn „Þá mun enginn skuggi vera til“ eftir þær Björgu Gísladóttur og Kol- brúnu Ernu Pétursdóttur í leik- stjórn Hlínar Agnarsdóttur. Sýn- ingar verða áfram til páska. Leik- þátturinn íjallar um sifjaspell og afleiðingar þess. Bók umnorræn- arbarna-og unglingamyndir Út er komin bók um norrænar bama- og unglingakvikmyndir árin 1977-1993. Útgáfan er styrkt af Norræna menningarsjóðnum og norrænum kvikmyndastofn- unum, þ. á m. Kvikmyndasjóði íslands. Fjölmargir sérfræðingar rita greinar í bókina sem er á ensku og nefnist Wide Eye. Um íslenskar rnyndir íjallar Kormák- ur Bragason sem nú vinnur að doktorsritgerð um kvikmynda- gerð á Norðurlöndum. Norræn menningarhátíð hófst á dögunum á Spáni og stendur fram á sumar. Hátíðin, sem nefnist Undir pólstjörnunni, byrjar í Madrid og heldur síðan áfram í Valencia og Barcelona. Reiknað er með aö hátt í 50 íslenskir listamenn taki þátt í há- tíðinni. Norræni menningarsjóður- inn, norrænu listanefndimar og norræna ráðherranefndin kosta há- tíðina að mestu leyti. Samtals nema framlög þessara aðila um 70 milljón- um króna. Áætlaður kostnaður ís- lands er tæpar 3 milljónir króna sem menntamálaráðuneytið leggur til vegna ferðastyrkja til nokkurra lista- manna og kostnaðar af íslenskum viðburðum á Spáni. Þá munu Flug- leiöir, Skandia og SÍF styrkja þátt- töku íslenskra hstamanna auk spænska flugfélagsins Iberia. Að sögn Þorgeirs Ólafssonar í menntamálaráðuneytinu er hátíðin stærsta samnorræna menningar- kynning sem fram hefur farið í Evr- ópu utan Norðurlandanna og svipar til „Scandinavia Today“ í Bandaríkj- unum 1982-1983 og Japan 1987-1988. Vigdís opnar hátíðina Formleg opnunarhátíð fer fram í Madrid 30. mars nk. og hefst meö því að forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, opnar myndlistarsýning- una Ljós norðursins. Þar veröa sýnd málverk frá 1880-1910 eftir norræna meistara, þ. á m. Þórarinn B. Þor- láksson og Ásgrím Jónsson. Hátíð- inni var reyndar þjófstartað 14. mars sl. í Madrid þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var viðstödd opnun ann- arar myndlistarsýningar, sem nefn- ist Stund norðursins, ásamt öðrum borgarstjórum höfuðborga Norður- landa. Þessar tvær sýningar eru kjami menningarhátíðarinnar. Þess má geta að Norræni menning- armálasjóðurinn hefur styrkt Lista- safn Islands um 2,5 milljónir króna til að flytja sýninguna Ljós norðurs- ins til íslands síðar á þessu ári. Fjöldi íslenskra listamanna Meðal sérstakra listframlaga ís- lands má nefna málverkasýningu Magnúsar Kjartanssonar í Madrid og Barcelona, sýningar Leikbrúðu- lands í Madrid, tónleika Caput-tón- listarhópsins í Madrid, Valencia og Barcelona, tónleika Blásarakvintetts Reykjavíkur í Madrid, gítartónleika Arnalds Arnarsonar í Madrid og Barcelona og sýningar brúðuleik- hússins Tíu fingur í Barcelona. Að auki tekur fjöldi íslenskra lista- manna þátt í samnorrænum við- burðum. Um er að ræða myndlistar- menn, rithöfunda, arkitekta, dans- ara, söngvara, hljóðfæraleikara, tón- skáld og kvikmyndagerðarmenn. Einstórfjölskylda frumsýnd31.mars Kvikmyndin Ein stór fjölskylda eftir Jóhann Sigmarsson (Vegg- fóður) verður frumsýnd 31. mars nk. í Háskólabíói. Kvikraynda- töku annaðist Guðmundur Bjartmarsson. Helstu leikarar eru Jón Sæmundur Auðarson, Nína Björk Gunnarsdóttir, Tinna Gunnlaugsdóttir.og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. í næstu viku kemur út geisla- plata með lögum úr myndinnl Meðal flytjenda eru hljómsveit- irnar Unun, Bubbleflies og Skárr- enekkert, auk nýrrar hljómsveit- ar sem nefnist Shark Remover. Thormeðnýja Ijóðabók Mál og menn- ing hefur gefið út. nýja ljóða- bók eftir Thor Vilhjálmsson sem nefnist Snöggfærðar sýnir. Tryggvi Ólafsson list- málari myndskreytti bókina og gerir auk þess bókarkápu. í bókinni má finna finleg og of- urknöpp ljóð í anda japanskrar Ijóðlistar sem og lengri bálka um hafið og ástina sem minna á þá orðgnótt og hljómlist sem lesend- ur Thors þekkja úr hinum stóru prósaverkum hans, segir í til- kynningu Máls og menningar. Róbert Arnfinnsson, Baldvin Halldórsson og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sinum í Kaupmanninum í Feneyjum eftir Shakespeare sem Leikfélag Reykjavíkur frumsýndi 23. mars 1945 í Iðnó. Mynd: Vignir/Borgarskjalasafnið Hálfrar aldar leikafmæli: Við stöndum á meðan stætt er Þvottavél AV 837 TX Tekurö kg. 16þvottakerti Vindur 850 sn. pr. mín. Tromla og belgur úr ryðfríu stáli. Kr. 55.900 kr. 42.418 í verslun BYKO og Byggt og Búið bjóðast stór og smá heimilistæki á hagstæðu verði. Eldavél G 604 E 4 W 4 rafmagnshellur Tímastillir Grill og grillteinn Færanlegt lok Kr. 52.600 Kr. 59.700 Kæliskápur E DF 240 Kælir 185 Itr. Frystir 45 Itr. Tvær hurðir Frystir að ofan H.139 cm. B. 55 cm. D. 60 cm. Uppþvottavél LS 603 Tekur12mannastell 6 þvottakerfí Hraðþvottakerfi 22 min. Tvö hitastig 55" c og 65' c Aqua control öryggiskerfi - segir Róbert Amfinnsson Róbert Amfinnsson, Gunnar Eyj- ólfsson og Baldvin Hahdórsson fógn- uðu í gærkvöldi 50 ára leikafmæli. Af þvi tilefni voru þeir hylltir í Þjóð- leikhúsinu en þar tók Gunnar þátt í sýningu á West Side Story og Róbert í Taktu lagið, Lóa. Baldvin og Gunn- ar leiklesa af sama tilefni leikrit í Leikhúskjaharanum nk. mánudags- kvöld sem nefnist Tilbrigði við önd. Þegar fyrstu skrefin voru stigin voru þeir í námi í Leiklistarskóla Lárusar Pálssonar. Þeir hafa síðan verið fastráðnir leikarar við Þjóð- leikhúsið frá stofnun þess árið 1950. „Sýningin gekk í hehd sinni prýði- lega þó ég muni ekki í smáatriðum hvernig leikdómamir voru,“ sagði Róbert við DV um frumraunina. Aðspurður um næstu ár sagði hann: „Við stöndum á meöan stætt er.“ Skiptiborð: ______________ Skiptiborð 41000. 641 91 9 iiirninTi rimiii iiii i m 11 iiwiiiBwn .______________ Hólf-oo oólf, afgreiðsla 641919 Verslun, Dalshrauni 15. Hafnarfirð Almenn afgreiðsla 5441 1, 52870 Almenn afgreiðsla 629400 IIMIIIIIIIIIIIIII'IIIIÍI» Almenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt númer 996410 ði ARISTON Falleg, sterk og vönduð ítölsk heimilistæki I K R I N G L U N^N I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.