Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 15 Fósturskólinn verði hluti uppeldisháskóla „Leikskóli er hluti af menntakerfinu. Þar mótast félagsþroski og vitundar- heimur barnanna ... “ segir m.a. i greininni. Geta skólarnir okkar menntað þá íslendinga sem verða á athafna- aldri á fyrsta þriðjungi 21. aldar- innar? Þessi spurning kallar auð- vitað á aðrar spurningar og þar á meðal hvernig aðstæður verði á íslandi á næstu öld. Við höfum ekki óbrigðul svör en þó er það víst að menntun, menning og skilningur á umhverfi okkar munu ráða úrslitum um hag og velfarnað þjóðarinnar. Mikil aðsókn Af mörgum ástæðum treystum við æ meira á að skólamir tryggi mörg þessara skilyrða um velsæld. Við þurfum því aö búa þamúg að skólunum aö þeir geti staðið undir þessum væntingum allt frá fyrstu stigum námsins í leikskólum til ílóknustu menntabrauta. Leikskóh er hluti af menntakerfinu. Þar mótast félagsþroski og vitundar- heimur barnanna og því er það afar mikilvægt að þar starfi góðir kenn- arar. Nú er þaö svo að til þessara starfa velst nær undantekningarlaust vandað og áhugasamt fólk sem leggur metnað í að veita börnunum fræðslu og góðan aðbúnað en laun- in eru mjög lág. Nauðsynlegt er að styrkja menntun leikskólakenn- ara, bæði þeirra sem hefjaferil sinn með námi í Fósturskóla íslands og KjaUarinn Ólafur ðrn Haraldsson er i 2. sæti á framboöslista Framsóknarflokksins í Reykjavík hinna sem starfa sem leiðbeinend- ur í leikskólunum en vilja bæta við sig fagmenntuninni jafnframt starfi sínu og öölast leikskólakenn- araréttindi. Fósturskóh íslands í Reykjavík er þriggja ára nám en síöan er starfrækt við skólann framhalds- deild. Aðsókn að skólanum hefur veríð mikil og árum saman hafa ekki útskrifast nema um 70 nem- endur aö loknu þriggja ára námi. Hins vegar er þörf á að mennta um 1000 leikskólakennara innan fárra ára ef uppfylla á lög um leikskóla enda eru uppi áætlanir um hraöa uppbyggingu leikaskólanna í land- inu. Viðurkennt háskóianám Nám í Fósturskóla íslands þarf að verða viðurkennt háskólanám enda er í raun krafist stúdentsprófs af flestum sem þar innritast og nám á framhaldsárinu hefur líka verið viðurkennt sem hluti af master- prófi, þ.e. á háskólastigi. Eðlilegast væri að fella Fósturskólann að Kennaraháskóla íslands og hafa slíkar hugmyndir verið reifaðar allvíða, m.a. af rektor KHÍ fyrir nokkrum misserum. Með því móti er leikskólakennaranámið í sam- ræmi viö það sem gerist annars staðar á Norðurlöndum og marg- víslegt hagræði er að samfelldu námi kennara í leikskólum og grunnskólum áður en til sérgreind- ara náms kemur. Margvíslegu rekstrarhagræði er hægt að ná um leið. Nemendur lykju þar með við- urkenndu BA-prófi á þremur árum í leikskólakennaranámi og síðan masterprófi að hluta á framhalds- árinu. Jafnframt þessu þarf að gefa starfandi leiðbeinendum aöstæður til náms og sérstaklega að efla fjarnám vegna þeirra mörgu leið- beinenda sem starfa á leikskólum víða úti um land og vilja afla sér menntunar en eiga ekki heiman- gengt til þess að afla sér réttinda. Tilfögur um þessi efni hafa ný- lega komið fram frá nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins þar sem lagt er til að sameina kennara- menntun landsins í uppeldishá- skóla. Nú er nauðsynlegt að ná góðu samstarfi allra viðkomandi aöila, bæði skólanna, stéttarfélaga leikskóla og grunnskólakennara, stjórnvalda o.fl. og vinna að lausn þessa framfaramáls. Ólafur Örn Haraldsson „Eðlilegast væri að fella Fósturskólann að Kennaraháskóla íslands og hafa slíkar hugmyndir verið reifaðar all- víða, m.a. af rektor KHÍ fyrir nokkrum misserum.“ Baráttan um brauðið - verður er verkamaðurinn launanna KjaUarinn 200 þúsund á dag Hins vegar hafa forstjórar nýju fyrirtækjanna fengið hærri laun. Frægasta dæmið er forstjóri Brit- ish Gas, sem hafði aðeins 175 þús- und pund á ári - jafnvirði 20 millj- óna íslenskra króna á ári - en hefur nú 475 þúsund pund í fóst laun, auk hlunninda sem metin eru á nær200 þúsund pund. Árslaun hans nema þvi um 70 „Eg vil draga þá einfóldu ályktun að launakerfi af þessu tagi sé brot á mann- réttindum og lýðræði og beri nauðsyn til að leiðrétta allt: launin, mannrétt- indin og lýðræðið.“ Einu sinni var karl fyrir austan sem hélt því fram að allir ættu að fá 25 aura á tímann - hvar í flokki sem þeir stæðu og hvað sem þeir ynnu. Tóku ekki allir jafn mikið mark á karli. Ýmis afbrigði kenn- ingar karls - um jöfn laun - hafa komið fram en engin virðast hafa fundið náð fyrir augum manna. Laun á ekki aö ákveða með hand- afli heldur lýðræði, eins og sagt er, og þau ráðast af lögmálum markað- arins, og þá er ekkert við þessu að gera. Hins vegar hef ég lengi verið hallur undir kenninguna þótt ég hafi, eins og sumir aðrir, látist skilja lögmál peningamarkaðarins og lögmálið um framboð og eftir- spurn. Víða er hins vegar enn bar- ist hart um brauðið. Á Bretlandi er yfirvofandi verk- fafi kennara vegna lágra launa en kennarar á Bretlandi hafa tvöfóld laun kennara á íslandi sem líka eru í verkfalh sem engan skyldi undra. Inn í umræðuna um lélegan aðbún- að í skólum og á barnaheimilum á Bretlandi íléttast svo umræðan um hversu há laun bestu menn eigi skihð og hefur margt merkilegt komið í ljós. Ágæti einkavæðingar Undanfarin 15 ár hefur ríkis- stjórn breska íhaldsflokksins bar- ist fyrir einkavæðingu. Hefur breska símafélagiö British Telecom m.a. verið einkavætt svo og British Gas sem selur gas úr olíuiindum í Norðursjó. Auk þess hafa vatns- veitur og orkubú, sem í raun eru einokunaraðilar, verið seld einka- Tryggvi Gíslason skólameistari aðilum. Samkvæmt útreikningum bestu manna ríkisstjórnarinnar voru þessi ríkisfyrirtæki rekin með miklu tapi sem skattborgarar urðu auövitað að borga. Nú þurfi aftur á móti ekki að borga neitt tap. Nýju fyrirtækin séu rekin með hagnaði en sá hagnaður byggist m.a. á því aö verð á gasi, vatni og síma hefur hækkað og þjónusta minnkað. Verðhækkunina greiða notendur, gömlu skattborgararnir, og liggur þá ekki í augum uppi hver munur- inn er á gamla fyrirkomulaginu og hinu nýja en margt bendir til þess að þeir, sem lægst hafa launin og minnst mega sín, hafi farið verst út úr öllu saman. milljónum króna. Er hann þó ekki einn af 50 forstjórum á Bretlandi, sem hæst hafa laun, þótt hann hafi 200 þúsund krónur á dag. Aðspurð- ur sagðist hann vinna fyrir þessum launum enda verkamaðurinn verð- ur launanna. Það er hins vegar pólitísk og heimspekileg spuming - hvað menn eiga að geta haft í laun og hver eiga að vera hámarkslaun og lágmarkslaun - fyrst menn fall- ast ekki á þá einfóldu lausn að sér- hver maður, karl og kona, hafi 25 aura á tímann. Þróun eða afturför í vikunni voru birtar niðurstöður könnunar á launaþróun á Bret- landi undanfarin 15 ár. Kemur í ljós að áriö 1979 vom meðallaun verkamanna 60 sterlingspund á viku. Þá höfðu þeir launþegar, sem lægst laun höfðu, 75% þessara meðallauna en þeir sem hæst laun höfðu og athugunin náði til 310% meðallaunanna. Launamismunur- inn var því u.þ.b. fjórfaldur. í fyrra vom meðallaun 180 pund á viku. Þeir sem þá höfðu lægst laun höfðu hins vegar aðeins 61% af meðal- launum og þeir sem hæstir voru 500% þessara meðallauna. Munur- inn var því orðinn áttfaldur og misréttið - ef á að kalla þetta mis- rétti én ekki lögmál framboðs og eftirspumar - hafði tvöfaldast þessi 15 ár. Af þessari þróun má draga ýmsar ályktanir. Ég vil draga þá einfoldu ályktun að launakerfi af þessu tagi sé brot á mannréttindum og lýð- ræöi og beri nauðsyn til að leið- rétta allt: launin, mannréttindin og lýðræðið. Misrétti, sem þrífst í skjóli slíks launamismunar, verður aðeins líkt við skipulagða glæpa- starfsemi. Tryggvi Gíslason Minni samkeppni á olíu- markaði eftir kaup Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna. fákeppni „Það hefur ítrekað verið bent á það að á íslenskum olíumarkaöi ríki veruleg fákeppni og þá erum við að tala um ol- íufélögin þrjú. Það er alveg Ijóst að aukiö samstarf tveggja þessara félaga mun draga mjög úr þeirri litlu samkeppni sem nú er fyrir hendL Þannig að þessi aðgerð skapar að sjálfsögðu aukna fá- keppni á markaðnum. Hvort þetta mun skila neytend- um einhveiju góðu eða eingöngu illu held ég aö fari talsvert eftir þvi hvort tekst að auka sam- keppnina á nýjan leik, þ.e.a.s. að ný fyrirtæki komi inn á markað- inn. Fákeppni i sjálfu sér leiðir alltaf til hækkaðs verðlags. Reynslan sýnir það þannig að miklu skiptir að nýir aðilar komi að markaönum. Við það binda Neytendasamtökin að sjálfsögðu vonir. Að sjálfsögöu vonum við að orð forráðamanna Olíufélagsins og Olís standi um að viðskiptin sóu liður í hagræðingu í rekstri. Við munum knýja fast á um að þau orð muni standa, og það sem fyrst. Þarna skiptir máli hvort samkeppnin eykst á nýjan leik.“ Samkeppni harðnar „Sam- keppni síö- ustu ára hef- ur harðnaö allverulega frá því sem áöur var og var þó mikil fyrir. •. Ríkis- valdið hefur Sleppt mið- Qolr Magnússon, for- stýringu sinni «|öri°iiu(é.B9sins. á þessura viðskiptum á öllum sviðum. Samkeppnin birtist í ýmsum myndum eftir að olíuvið- skiptin hafa fengið að aðlaga sig kröftum markaðarins. i þessu sambandi má nefha Safnkort 01- íufélagsins hf. og hina miklu verðlækkun Oliufélagsins í jan- úar. Ég fullyrði að samkeppnin á næstu misserum muni harðna frekar en aö rainnka. Olíufélagið mun ekki hafa virk- an meirihluta í OJís. Félagiö á jafnan hlut á viö Hydro Texaco eöa 35%. Það sem mun gerast er að Oliufélagiö og Olís munu stofna nýtt dreifingarfyrirtæki eingöngu i þeim tilgangi að lækka dreifingarkostnað sem er stór hluti af rekstrarkostnaöi fyrir- tækjanna. Oliufélagið og Olís verða hér eftir sem hingaö til keppinautar á markaðnum þar sem rekstur benínstööva og öll sölustarfsemi fyrirtækjanna mun áfhun verða aðskilin. Ég get vitnaö til þéss aö danskir aðilar sem komu að viðskiptun- um hafa tekiö þátt i fleiri en einu svipuðu verkefiti í Danmörku. Samkeppnin þar hefur harönað þrátt fyrir að menn hafi tekið þátt í samvinnu um ftostnaðar- lækkandi aðgerðir."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.