Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjóri: ELlAS SNÆLAND JONSSON Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Auglýsingastjóri: PALL STEFÁNSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)563 2700 FAX: Auglýsingar: (91)563 2727 - aðrar deildir: (91)563 2999 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96-) 11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu virka daga 150 kr. m/vsk. - Helgarblað 200 kr. m/vsk. Krafa um samninga Nýjustu fréttir úr Karphúsinu eru þær að kennarar telja samningafundi tilgangslausa. Þeir vilja ganga út og skella hurðum. Þeir saka sáttasemjara um að halda þeim á fundum sem séu til einskis. Aukin harka á samninga- fundum og reiði veldur því að samningar eru fjarlægari en nokkru sinni fyrr í þessari deilu. Verkfall kennara hefur staðið í rúman mánuð. Þús- undir nemenda ráfa um í aðgerðaleysi og örvæntingu. Flestum nemendum finnst eflaust ágætt að fá frí frá skóla í nokkra daga en þegar fríið dregst og teygist vikum sam- an fer gamanið að káma. Þá kemur óvissan um framhald- ið, prófin og áætlanimar um framtíðina. Það sama gildir um heimihn. Flestir geta bjargað sér með grunnskóla- bömin einhverja daga en langt verkfall veldur verulegum vandræðum fyrir foreldra, bæði er varðar vinnu, heimil- ishald og námsþroska bamanna. Það hlýtur sömuleiðis að vera erfið staða hjá þúsund- um kennara þegar þeir ganga ekki lengur til vinnu sinn- ar með þeim félagslegu og fjárhagslegu vandamálum sem því fylgja. í stuttu máh: Kennaraverkfalhð er að skapa öngþveiti og óvissu sem er óþolandi. ~ Framhaldskólanemar hafa sent frá sér bréf sem er hálfgert neyðaróp um aðstoð: „Tugir þúsunda náms- manna eru nú í fullkominni óvissu um hvemig námi þeirra verður háttað á næstunni, hvort skólaárinu verð- ur lokið á eðhlegan hátt og hvort framtíðaráform þeirra raskast.“ Þannig kaha framhaldskólanemar á lausn og það ger- ir þjóðfélagið aht. Þessi krafa stendur upp á báða samn- ingsaðila. Hins vegar er það svo að það em kennarar sem hafa lagt niður vinnu, það em þeir sem fóm í verkfah og það em þeir sem á endanum taka ákvörðun um samn- inga sem þeim standa th boða. Með öðrum orðum: Kennarar em að semja um kaup sitt og kjör en þeir hafa skyldur fram yfir sína eigin kjara- baráttu. Þeir em hluti af samfélaginu og því fylgir mikh ábyrgð að stofna th langvarandi öngþveitis inni á flestum heimhum landsmanna. Því miður virðist sá hugsunarháttur ekki ríkja innan samninganefnda kennara. Nefndimar vllja gera hlé á samningaviðræðum og leggja niður ahar tilraunir th sátta. Formaður Kennarafélagsins telur enga lausn sjáan- lega nema meiri peningar verði í boði th að kennarar ræði við ríkisvaldið. Því th viðbótar em kennarar með bamalegar og eink- ar óviðfehdnar hótanir um hefndir hér og þar ef ekki er farið að þeirra vhja. Síðasta hótunin gengur út á það, ef verkfah dregst, að semja ekki um skólalok, haga kennslunni eins og ekkert hafi gerst síðan verkfah hófst og byija jafnvel á því'áð taka sér sumarleyfi. Það á sem sagt að hefna sín á nemendunum ef ríkið leggur ekki fram meiri peninga að kröfu kennara. Þetta em fordómar og þröngsýni sem sæmir ekki jafn ágætri stétt og kennarar em. Þeir geta ekki sótt kröfur fram í rauðan dauðann. Þeir geta ekki staðið í stríði við aht þjóðfélagið í hefndar- skyni fyrir það að ekki er fallist á ýtmstu kröfur þeirra. Verkfoll em mannréttindi en því verkfahsvopni á ekki að beita út yfir öh landamæri. Samningar em hst hins mögulega og kennarar em vinsamlega beðnir um að hafa í huga að fómarlömb verk- fahsins em ekki ríkið og ríkisstjómin heldur bömin, íjöl- skyldumar og heimilin í landinu. Ehert B. Schram Kúrdar eru dreifðir um allar byggöir Tyrklands og hafa þar víðast samlagast Tyrkjum. frá írak I gæslu tyrknesks hermanns. - Kúrdiskir flóttamenn Kúrdapólitík Sú einkennilega staða er komin upp að Bandaríkjamenn „vernda" Kúrda með annarri hendinni en taka óbeinan þátt í hernaði gegn þeim með hinni. Hið svokallaða griðasvæði Kúrda í Norður-írak, sem sett var 1991 eftir Persaflóa- stríðið, hefur síðan veriö flugbann- svæði, bandarískar og breskar flugvélar banna íröskum flugvél- um aö fljúga þar yfir. Nú hefur því eftirlitsflugi verið hætt svo að Tyrkir geti ótruflaðir athafnað sig úr lofti gegn þessum sömu Kúrd- um. Nú eru Kúrdar nefnilega ekki lengur eftirlæti umheimsins og saklaust fólk sem Saddam hinn illi ofsækir heldur allt í einu orðnir stórhættulegir og réttdræpir hermdarverkamenn sem nauðsyn- legt er að Tyrkir kveði niöur í eitt skipti fyrir öll. Því hefur Clinton forseti nú fullan skilning á her- hlaupi Tyrkja inn í írak en vonar aö sögn heils hugar að sem fæstir verði drepnir aö ástæðulausu. Þegar að er gáð var þetta reyndar líka afstaða Bandaríkjanna árið 1988 þegar Saddam fór með her á hendur Kúrdum til að kveða þá niöur og hefna þess að þeir höfðu gengið erinda írana í stríði íraks og Irans. Sú afstaða breyttist ekki fyrr en Kúrdar uröu á tímabili gagnlegir í áróðursstríöinu gegn Saddam, Þeir sjálflr skipta ekki máli og hafa aldrei gert í hagsmunapólitík neins utanaðkomandi ríkis. ESB- ríkin eru þó sjálfum sér samkvæm; þau fordæma Tyrki og segja þá bijóta gegn öllum siðalögmálum í samskiptum þjóða. Kúrdistan Tyrkir hafa lengi sætt harðri gagnrýni fyrir stefnu sína í málum Kúrda sem er einfaldlega sú að þeir neita að viðurkenna að Kúrdar séu til. Aftur á móti séu til „Fjalla- tyrkir" og meðal þeirra séu hryðju- verkahreyfmgar. Tungumál Kúrda Kjallarixin Gunnar Eyþórsson blaðamaður er bannað í Tyrklandi og engin sér- kenni þeirra viðurkennd, enda þótt þeir séu a.m.k. fjórðungur íbúa landsins. í írak er sérstaða þeirra þó viður- kennd og þeir hafa full borgararétt- indi sem segir reyndar ekki mikið. En jafnvel í ríkisstjóm Saddams í írak eru tveir Kúrdar og um helm- ingur íbúa Bagdad er Kúrdar sem gerir þá borg að fjölmennustu Kúrdabyggð heims. Hins vegar eru Kúrdar tæpast ein þjóö frekar en arabar. Það svæði sem þeir byggja og kallað er Kúrdistan skiptist í áhrifasvæði ótal ættbálka og ættar- höfðingja, ekki ósvipað og 1 Afgan- istan, og þessar ættir hafa barist innbyrðis frá því sögur hófust. Kúrdar tala líka tvær aðskildar greinar kúrdisku auk ótal mál- lýskna og skilja ekki greiðlega hver annan hvar sem er. Auk Kúrdist- ans sjálfs, sem er hálendið í Suð- austur-Tyrklandi og næstu ríkjum, eru Kúrdar dreifðir um allar byggðir Tyrklands og hafa þar víð- ast samlagast Tyrkjum og þykja gjaldgengir til hvers sem er; vel að merkja sem Tyrkir, ekki Kúrdar. PKK Kúriskir skæruliðar hafa lengi verið alræmdir fyrir grimmd í Mið- austurlöndum og PKK-hreyfmgin verðskuldar það illa .orð sem af henni fer. Það er nú kærkomið haldreipi í hernaðinum að þeir skuli aðhyllast eins konar Mao- isma í pólitík. En Kúrdar hafa alla tíð barist gegn yfirráðum annarra, ekki fyrir sameiningu í eitt ríki. Til þess er Kúrdistan of sundurleitt og eru erjur Barzani- og Talabani-ættanna í Norður-írak eitt dæmið um það. Þeir eru einfaldlega andvígir ölium utanaðkomandi afskiptum í sínum fjalladölum. Það er hverri ætt fjarri að fara að lúta yfirráðum annarrar ættar þótt kúrdisk sé. Á þessu hefur allt tal um sjálf- stætt ríki Kúrda strandað. PKK berst gegn tyrknesku stjóminni, ekki fyrir einu eða neinu. Hernað- urinn í írak er dæmdur til að mis- takast því að hugarfari verður ekki breytt með vopnavaldi. Gunnar Eyþórsson „ESB-ríkin eru þó sjálfum sér sam- kvæm; þau fordæma Tyrki og segja þá brjóta gegn öllum siðalögmálum í sam skiptum þjóða.“ Skoðanir annarra Viðhorf til fjjármála „ Eignauppbygging er undirstaða vaxandi tekna 1 framtíöinni og forsenda hennar er stöðugleiki, skipu- lag til langs tíma, rökföst fjármálahyggja og að vera tilbúinn að berjast fyrir að vemda kaupmátt krón- unnar og sparifjárins í landinu. Verðbólguringulreiö eftirstríðsáranna og margháttuð blekking í peninga- málum sem þreifst í skjóli neikvæðra raunvaxta og lauslætis stjómmálamanna á opinbert fé mun hafa sín áhrif á viðhorf þjóðarinnar til fjármála enn um sinn.“ Sigurður B. Stefánsson, frkvstj. VÍB, í Mbl. 23. mars. Styrkjakerfi ESB „Alþýðuflokkurinn leggur upp í kosningabarátt- una með aðildarumsókn að ESB sem höfuðmál.... Innganga í ESB myndi þýða að sjávarútvegurinn íslenski færi undir styrkjakerfi bandalagsins. ís- lenski sjávarútvegurinn er í dag þrátt fyrir ýmsa erfiðleika mjög öflug atvinugrein, sem rekin er eftir lögmálum markaðarins. Líklegt er að styrkjakerfi Evrópubandalagsins yrði banvænt fyrir þessa undir- stöðuatvinnugrein okkar.“ Úr forystugrein Timans 23. mars. Hagkvæmni í sauðfjárbúskap ,jÞað er áreiöanlega hægt að reka sauðfjárbúskap á Islandi með umtalsverðum hagnaði alveg eins og svínabú, kjúklingabú og hænsnabú era rekin með verulegum hagnaði. Að sumu leyti á að vera hægt að reka sauðfjárbúskap á enn hagkvæmari hátt. En þetta veröur ekki gert nema sauðfjárbúum fækki verulega en eftir standi stór sauðfjárbú og vel rekin. Þá næst hagkvæmni stærðarinnar. Þá geta sauöfjár- bændur rekið eigin sláturhús fyrir eigin reikning og þurfa ekki að sæta afarkostum milliliðanna í núverandi landbúnaðarkerfi." Úr forystugrein Mbl. 23. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.