Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Page 28
36 FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 Kennarar verða áfram i verkfalli. Kennaradeilan erhelfrosin „Það er allt í helfrosti í kenn- aradeilunni eins og er... Ekkert leysir deiluna meðan ríkið neitar að koma meö frekari peninga." Eirikur Jónsson, formaöur KÍ, i DV. Engar launahækkanir „Erum ekki tilbúnir að bjóða frekari launahækanir." Ólafur G. Einarsson i DV. Úr stóði Ólafs Ragnars „Framhleypinn nýkrati sem Jón Baldvin keypti úr stóði Ólafs Ragnars." Páll Pétursson um össur Skarphéöinsson i DV. Þegar við þögðum þá þögðu aðrir „Fordómarnir verða æ greinan- Ummæli legri... Meðan þögn var um mál- efni okkar þá þögðu þeir einnig sem haldnir eru fordómum." Percy B. Stefánsson, Samtökunum 78 í Alþýöublaðinu. Þarf engan Booker „Það þarf engan Booker til að hjálpa mér að finna leikkerfi þeirra. Við eigum 8 leiki með Grindvíkingum á myndbandi." Jón Kr. Gíslason þjálfari í DV. Hölum inn sigurinn „Við verðum eflaust alveg búnir eftir fimmta leikinn þegar við hölum inn sigurinn." Alfreö Gíslason í Alþýöublaðinu. Sjórinn þekur 70,98% af yfirborði jarðar. Sitthvað um sjóinn Sjálfsagt leynist einhvers stað- ar einhver ókannaður pyttur í sjónum sem er dýpstur en þeir dýpstu sem mælst hafa en eins og staðan er í dag er sjórinn tal- inn dýpstur 10.924 metrar og eru þaö bæði japanskir og bandarísk- ir vísindamenn sem hafa komist að þessari niðurstöðu. Var beitt grönnum geislum úr marggeisla bergmálskanna til að fá þetta staðfest. Blessuð veröldin Lengstu firðirnir Lengsti fiörður heims er Norð- vesturfiörður í Scorebysundi á Austur-Grænlandi. Hann teygir sig 313 km inn í landið. Lengsti fiörður í Noregi er Sognsær sem teygir sig 183 km inn í land. Lengsti fiörður á íslandi er Eyja- fiörður um 60 km langur. ísa- fiarðardjúp er að vísu 75 km langt en þá er talinn með innfiörðurinn ísafiörður. Norðan gola eða kaldi Suðaustan kaldi neð talsverðum élj- um en hægum vindi verður í fyrstu í dag en síðan norðan og norðvestan Veðrið í dag gola eða kaldi um allt land. Verða þá él norðanlands en léttir til syðra. Suðvestanlands verður þó suðvestan gola og aftur dálítil él í kvöld. Hægt kólnandi veður. Á höfuðborgarsvæð- inu verður austan gola eða kaldi og éljagangur í fyrstu en norðvestan gola eða kaldi og dregur úr úrkomu þegar kemur fram á morguninn. Hæg suðvestanátt og aftur dálítil él í nótt. Frost 1 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 19.54 Sólarupprás á morgun: 7.12 Síðdegisflóð í Reykjavík: 01.05 Árdegisflóð á morgun: 01.05 Heimild: Almanak Háskólans Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað -6 Akurnes skýjað -2 Bergsstaðir léttskýjað -5 Bolungarvík heiðskírt -5 Keflavíkurflugvöliur snjóél -1 Kirkjubæjarklaustur skýjað -4 Raufarhöfn skýjað -6 Reykjavík snjóél -2 Stórhöfði snjóél -1 Helsinki þoka 1 Kaupmannahöfn þokumóða 4 Stokkhólmur þokumóða 5 Þórshöfn haglél 2 Amsterdam þokumóða 8 Berlín mistur 5 Feneyjar þokumóða 2 Frankfurt léttskýjað 3 Glasgow skýjað 7 Hamborg skýjaö 5 London mistur 6 LosAngeles léttskýjað 10 Lúxemborg heiöskírt 2 Maiiorca léttskýjað 1 Montreai heiðskírt -2 Nice léttskýjað 6 París léttskýjaö 2 Róm þokumóða 5 Vin skýjað 7 Washington alskýjað 8 Winnipeg alskýjað 3 „Ég er búinn að sitja í Háskóla- ráðí í eitt ár og mun sitja þar áfram eitt ár í viöbót auk þess sem ég sit í stúdentaráði. Umfang vitinu minnar mun aukast til muna eftir að ég hef tekið við formannsstarf- inu og mun ég snúa mér óskiptur að því starfi fljótlega. Starf form- anns er það mikið að menn verða að taka sér frí frá námi,“ segir Guðmundur Steingrímsson, sem Maður dagsins fyrir stuttu var kosinn formaður Stúdentaráðs Háskóla íslands. j Guömundur sagöi að efst á baugi hjá Stúdentaráði væri sú viðieitni allra námsmanna ; í landinu að vekja athygli á menntaraálum: „Það gerum viö m.a með fundum þar sem stjórnmálamenn mæta og skýra afstöðu sína. Einnig reynum viö að láta sem mest í okkm* heyra. Við viijum vekja athygli á þvi að menntamál eru ekki annars fiokks málaflokkur, heldur tiornsteinn af framförum. I tengslum við þetta Guðmundur Stelngrímsson. höfum við iagt áherslu á aö nauð- synlegar breytingar verði gerðar á lánasjóönum, annars tryggir sjóð- urinn einfaldlega ekki í grundvall- aratriðum jafnrétti til náms. Við erum ekki aðeins að vekja athygli á þeím vandamáium sem að steðja, heldur einnig á úrræðum sem við teljum koma að gagni. Varðandi LÍN þá hafa flokkamir sýnt mál- flutningi stúdenta skilning, enda hefur það komið i þós að fiölskyl- dufólki, einstæöum foreldrum og fólki utan af landsbyggðinni virðist hafa fækkað í háskólanum. Reynd- ai* viröast þessi lög einnig stýra fólki úr raungreinum. Þetta er.góð- ur tími til að vekja athygli á þessum málum, kosningar eru í nánd og menntamál haíá verið ofarlega í umræðunni að undanfömu." Guðmundur er að klára nám í íslensku og heimspeki: „Þetta er þríggja ára nám og ég er á loka- sprettinum. „Ég er að glíma við lokaritgeröina." Áhugamál Guðmundar fy rir utan stúdentapólitíkina er tónlist. Hann er meölimur hljómsveitarinnar Skárr’ en ekkert, sem hefur vakið talsverða athygli að undanfómu: „Ég mun vonandi hafa tíma til að sinna tónlistinni. Við höfum verið talsvert iðnir við spilamennskuna undanfarið ár og gert tónlist við leikrit og bíómynd auk þess að hafa komið fram á ýmsum samkomum.“ Situr í snömnni Myndgátan hér að ofan lýsir orðasambandi Undanúrslit í kvennakörfunni í kvöld hefiast undanúrslita- leikir í keppninni um íslands- meistaratitilinn í körfubolta kvenna. Kefiavík var sigurvegari í deildinni og leikur því fyrsta leik siim á heimavelli. Keflavik- urstúlkurnar taka á móti ná- grönnum sínum úr Grindavík en þess má geta að sömu lið áttust íþróttir við í undanúrslitakeppninni hjá köríunum i úrvalsdeildinni. Leikurinn hefst kl. 20. Á sama tíma leika í Kópavogi Breiðablik gegn KR. Það lið sem sigrar fyrst í tveimur viðureignum keppir síðan um íslandsmeistaratitilinn. í kvöld fer einnig fram fyrsta viðureign ÍA og ÍS um sætí í úr- valsdeildinni á næsta ári. ÍA var í næstneösta sæti í úrvalsdeild- inni og ÍA í næstefsta sæti í 1. deild. Leikur þessara iiða í kvöld hefst kl. 20. Skák Hannes Hlífar fór illa aö ráði sínu í fyrstu umferð Noöurlanda- og svæða- mótsins á Hótel Loftleiöum - teygði sig of iangt gegn Dananum Sune Berg Hans- en og tapaði. í þessari stöðu er Hannes búinn að brenna allar brýr að baki sér. Sune Berg, sem hafði hvítt, fann leið til þess að ljúka taflinu: 38. Hxb7! og Hannes sá ekki ástæðu til að tefla áfram. ef 38. - Dxb7 39. Df8 Hg6 40. Dxf7+ og vinnur. Jón L. Árnason Bridge Samningurinn er 6 spaðar í suður meö laufgosa sem útspO frá vestri. Sjáandi allar hendurnar, er hægt að vinna spilið? ♦ ÁG4 V K8 ♦ 96 + KD7652 ♦ 62 V D953 ♦ KG10872 + G ♦ 1073 V Á10742 ♦ 4 + 10843 ♦ KD985 V G6 ♦ ÁD53 ♦ Á9 Þetta lítur ekkert sérlega vel út, úr því að laufm liggja 4-1 úti. Þó er hægt aö vinna spilið með þvingun á vestur. Lauf- gosi er drepinn með ás heima, teknir slag- ir á KD í spaða, Iaufi spilað á kóng og lauf trompað. Blindum er spilað inn á síðasta trompið og laufum spilað í botn. Aður en síðasta laufinu er spilað er stað- an þessi: ♦ -- V K8 ♦ 96 + 6 V D9 V Á1074 ♦ KG10 ♦ 4 + -- + -- ♦ K ¥ G ♦ ÁD5 + — Austur setur hjarta í laufsexuna og sagn- hafi hendir einnig hjarta heima, en vest- ur er í vandræðum. Hann má augljóslega ekki henda tígli því þá fríar sagnhafi ein- faldlega slag á þann lit. Ef vestur hendir hjarta er hjarta trompað í blindum með síðasta trompinu og tígulfimmunni spilað frá hendinni og vestur er endaspilaður. isak örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.