Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 N *S s Iþróttir s Héðinnábatavegi Héöinn Gilsson hjá Diisseldorf í Þýskalandi er á góðum batavegi af meiöslum sem hafa plagað hann í allan vetur. Þorbergur landsliðsþjálfari segir hann vera á batavegi og hann verði kominn á fulla ferð í HM. í sprautumeðferð Sigurður Sveinsson er í sprautumeðferð þessa dagana vegna meiðsla í olnboga. Hann er einnig á góöri leið og aðeins spurning um hvenær hann byrj- ar æfingar. Kóreavildileik S-Kóreumenn höfðu í vikunni samband við HSÍ og óskuðu eftir leik við íslenska landshðið. Ekki er talið líklegt að af þessum leik geti orðiö því þjóðirnar leika saman í riðli á HM. Allirvilduþáímat Allir vildu fá íslenska landsliðið í handknattleik í mat til sín með- an hðið er í æfmgabúöum. Þor- bergur Aðalsteinsson laridshðs- þjálfari sagði þetta breytta tíma .því áöur fyrr hefðu svona boð ekki staðið til boða. Hann sagði 0ö íleiri tugir veitingahúsa hefðu 'boðið þjónustu sína. Þrír læknará HM Þrír læknar veröa með íslenska landsliðinu á HM. Þeir eru Stefán Carlsson, Brynjólfur Jónsson og Ingvar Ingvarsson. Elías Níels- son mun annast þrekmæhngar á landsliðsmönnunum. Jakob Gunnarsson verður sjúkraþjálf- ari. Vösksveitnuddara Sú nýbreytni verður tekin upp hjá landsliðinu að vösk sveit nuddara frá Nuddskóla íslands mun ávalt verða til taks til að nudda landsliðsmennina. Á þriðja tug nuddara frá skólanum getur nuddað alla leikmennina á rúmum klukkutíma. • Stjörnustúlkur þökkuðu Magnúsi Teitssyni þjálfara sínum fyrir vel unnin störf er íslandsmeistaratitillinn var i höfn og hér sés Stjarnan hefur leikið til úrslita um íslandsmeistaratitilinn síðustu fjögur árin og loksins í gærkvöldi var bikarinn eftirsótti í örugg - Stjaman íslandsmeistari eftir langa bið Helga Sigmundsdóttir skriíar: Stjaman tryggði sér í gærkvöldi sinn fyrsta íslandsmeistaratitil í 1. deild kvenna í handknattleik með 1&-B sigri á Fram í þriöja úrslitaleik liðanna. Þar með er löng bið á enda hjá félaginu sem lék nú til úrshta um íslandsmeistaratitihnn fjórða árið í röð. Fram byrjaði betur í leiknum í Ásgarði í gær, gerði þrjú fyrstu mörkin og Stjarnan komst ekki á blað fyrr en úr vítakasti eftir 10 mín. leik. Fram komst síðan í 4-1 en þá tók Stjarnan öll völd á velhnum. Vömin smah saman, allt gekk upp i sókninni og Fram gerði ekki mark þaö sem eftir lifði af hálfleiknum eða í 20 mín. og Stjarnan var yflr, 8-4, yfir í leikhléi. Fram gerði 3 mörk gegn 1 á fyrstu 6 mín. síðari hálfleiksj 9-7, en þá sagði vörn Stjömunnar og Sóley Hahdórsdóttir markvörður hingað og ekki lengra. Fram gerði síðan síð- asta mark leiksins úr vítakasti eftir leiktíma og lokatölur voru 16-8. Ótrúlega kaflaskiptur leikur. Sóley, markvörður Stjörnunnar, átti frábæran leik, varði 18/1 skot og sama má einnig segja um kollega hennar í marki Fram, Kolbrúnu Jó- hannsdóttur, sem varöi 21/3 skot. LiðsheUdin var sterk hjá Stjörnunni en Framliðið náði sér ekki á strik. „Þetta var frábær leikur. Við sýnd- um það og sönnuðum að við erum með besta liðið, við höfum ekki tapað leik á íslandsmótinu í vetur,“ sagði Magnús Teitsson, þjálfari Stjömunn- ar. „Þetta er ótrúlegt, mig grunaði ekki að við ynnum þetta 3-0. Ég er þó enn svekkt yfir að hafa tapað fyrir þeim í bikarúrslitaleiknum," sagði Guðný Gunnsteinsdóttir fyrirhði. „Langþráður titill er í höfn. Við höfum beðið á þröskuldinum und- anfarin ár og að taka þetta í þremur leikjum er toppurinn og sýnir að við eram besta liðið í dag,“ sagði Ragn- heiður Stephensen, stórskytta Stjömunnar. „Það eina sem ég get sagt um þenn- an leik er tár, gleði og hamingja og þær áttu þetta svo sannarlega skil- ið,“ sagði Skúli Gunnsteinsson, fyrir- liði karlaliðs Stjörnunnar. „Ég er óhress með hvernig við klúðruðum dauðafærunum eftir að viö náðum 9r-7 forystu. Það er ekki sanngjarnt að lið vinni sem klikkar á 14-15 dauðafærum. Stjarnan hefur verið með sterkasta liðið undanfarin ár en alltaf klikkað í toppleikjum. En núna héldu þær haus og höfðu trú á því sem þær voru að gepa. Ég hefði vhjað vinna einn leik gegn þeim en ég er ánægð með annað sætið og sigurinn í bikarnum," sagði Guðríð- ur Guðjónsdóttir, þjálfari Fram. • Mörk Stjörnunnar: Ragnheiður Stephensen 4/4, Guðný Gunnsteins- dóttir 4, Hrund Grétarsdóttir 3, Lauf- ey Sigvaldadóttir 2, Inga Fríða Tryggvadóttir 1, Margrét Vilhjálms- dóttir 1, Herdís Sigurbergsdóttir 1. • Mörk Fram: Selka Tosic 3/1, Díana Guðjónsdóttir l/l, Ama Steinsen 1/1, Þórunn Garðarsdóttir 1, Hanna Katrin Friðriksseri 1 og Guðríður Guðjónsdóttir l. • Guðný Gunnsteinsdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, sést hér hampa ís- landsbikarnum eftir þriðja sigur Stjörnunnar gegn Fram í Garðabæ í gærkvöldi. Langþráður titill var loksins í höfn. DV-mynd GS -þegarVal Guömundur Hilmarsson skiifer: „Þessi leikur hafði upp á allt að bjóða. Þó svo að Valsmenn hafi haft gott for- skot í leiknum var spennan mikil í lok- in. Mér fannst aht annað að sjá til Valsl- iðsins í þessum leik heldur en í fyrsta leiknum sem ég sá. Ég hef trú að Vals- menn klári þetta á Akureyri. Þrekið er farið að segja til sín og breiddin er að koma Valshðinu til góða. Með fullri virðingu fyrir KA, sem hefur stór- skemmtilegu liði á að skipa, tel ég að Valur sé með betra hð,“ sagöi Jakob Sigurösson, fyrram fyrirliði Vals og landsliðsins, við DV eftir að Valur hafði lagt KA að vehi, 24-23, í þriðja leik lið- anna um íslandsmeistaratitilinn í handknattleik að Hlíðarenda í gær- kvöldi. Valur hefur tekið forystuna að nýju í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.