Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Qupperneq 13
FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 Menning Öskur englanna Ég verð að játa að eftir fyrri listdanssýninguna á vegum „Sólstafa", norrænu menningarhátíðarinnar, þótti mér eftirtekjan fremur rýr. Að mér læddist sá grunur að norrænn nútímadans væri hreint ekki' vel á vegi staddur, aðallega sökum vöntunar á sköpunar- gáfu, já og hreinum og klárum fítonsanda. Rykti Ken- neths Kvarnströms hins finnska hafði hins vegar bor- ist mér, og því var það með nokkurri eftirvæntingu sem ég sótti síðari listdanssýninguna í Borgarleikhús- inu, þar sem þriggja manna hópur á vegum Kvarns- tröms lék eitt aðalhlutverkið. Og hér var dansþyrstum ekki í kot vísað. Þrátt fyrir hráa umgjörð, ærandi dauðarokk og dans svo agress- ífan að jaðraði við líkamsmeiðingar - kannski þökk Dans Aðalsteinn Ingólfsson sé öllu þessu - fór ekki á milli mála að hér var vélað um af raunverulegri ástríðu, hugkvæmni í dansflétt- um og síðast en ekki síst meö ótrúlega samhæfðri dansorku þriggja karlmanna. í sameiningu réðu þeir lögum og lofum á stóru sviðinu með frábærlega út- færðu samspili, þar sem þráður var sífellt spunninn út á ystu nöf líkamstjáningarinnar, að mörkum sjálfr- ar óreiðunnar, en jafn fímlega dregið í land. „Öskur englanna" hét verkið, fíallaði kannski um hið „illa“, irman sálarinnar sem utan, að minnsta kosti var mik- ið verið að ákalla andskotann í rokktónlistinni. Ann- ars var sannfæringarkrafturinn í dansinum slíkur að ekki hvarflaði að manni að spyrja um inntakið. Laus hundur Annað verk þeirra Kvarnströms & Co, „Carmen?!“, er einfaldlega fyndnasti ballett sem ég hef séð í árarað- ir. Hér brugðu piltarnir þrír sér í líki vonbiðla Carmen- ar, gerðu gys að spænskum manndómi, nautabana- rómantík, tónlist Schedrins & Bizets og svo auðvitað tálkvendinu henni Carmen, sem sjálf er fíarri öllu þessu góða gamni. Þótt hér væri á ferðinni allt önnur stemning en í fyrra verkinu var hér sami drifkraftur- inn en blandaður gálgahúmor. Fólk með htla reynslu af hundum heldur að laus hundur sé stjórnlaus. Sama má segja um þau lönd sem hafa litla reynslu af nútímadansi; þau líta á „laust“ form hans sem ávísun á gegndarlausan spuna við illa mótaðar hugmyndir. Það veit sá sem allt veit að marg- Kenneth Kvarnström. háttað rugl í íslenskum nútímadansi hefur oftlega reynt á þolrif þess sem þetta ritar. En ég held að mér hafi aldrei leiðst eins hræðilega á listdanssýngu og undir dansi Sirocco Dansekompagni þetta sama kvöld. Hér átti greinilega að kompónera verulega viðamikið módernískt - kannski póstmódernískt - dansverk um, ja, mannlífið yfirleitt og leggja út af skylmingum - hæfilega langsótt hugmynd til úrvinnslu. Nema hvað skylmingarstefið virtist fara forgörðum í ómarkviss- um spuna allt of margra þátttakenda, þar sem skipt- ust á tilgerð og tómir stælar - við hvers manns leiða. Því miður. Eftir klukkustundar slímusetu flökraði að mér að líklega þyrfti að hleypa 1000 vatta dauðarokki og kvarnstraumi á liðið til að særa fram ærlegar til- finningar í þessu verki. „Sólstafir" Kenneth Kvarnström & Co: ....and the angels began to scream" „Carmen?!" Sirocco Danskompagni: Absence de fer Borgarleikhúsiö 21.3. 1995 13 rNÝI ÖKUSKÓLINN HF. ^ Viltu vera klár fyrir sumarið? MEIRAPRÓF á vörubifreið, hópbifreið og leigubifreið. Námskeið hefst þann 3. apríl nk. Greiðslukjör við allra hæfi. Nýi ökuskóiinn hf. BK-LEIKURINN er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess kost á aö vinna Ijúffenga vinninga frá Boston kjúklingi, Grensávegi 5. Þaö eina sem þú þarft að gera er aö hringja 1 síma 99-1750 og svara fimm laufléttum spurningum. Svörin viö spurningunum er aö finna í blaðaukanum DV-helgin sem fylgir DV á föstudögum. Fjölskylduveisla handa fjórum þátttakendum í viku hverriM! Fimmtudagana 9., 16., 23. og 30. mars veröa fjórir heppnir þátttakendur dregnir úr pottinum og hreppa þeir fjölskylduveislu fyrir sex frá Boston kjúklingi, Grensávegi 5. «•» ó ‘‘ •’ Allir sem svara öllum fimm spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku! Nöfn vinningshafa veröa birt í DV-helginni föstudaginn eftir útdrátt. Bílasala Garðars Nóatúni 2 - Sími 61 10 10 FYRSTIR MEÐ LEYFI SAMKV. NÝJUM LÖGUM UM BÍLASALA Mazda 323F, árg. '92. Honda Accord EXE '90. Ford Explorer Eddie Bauer, árg. Toyota Carína E GLi Classic. Nissan Patrol, árg. '92 og '93, '91, ek. 46 þús. km. nýinnfluttur, eins og nýr. 1 ■“ “■ "“Bílar við allra hæfi - Skiptamöguleikar."“ ■“ ■ Bílasalan Braut - Borgartúni 26 - sími 617511 Daihatsu Feroza EL II, 1990, ek. 78 þús. árg. MMC Lancer GLXi, árg. 1993, ek. 57 þús., sjálfsk., toppl. o.fl. Hyundai Elantra, árg. 1992, ek. 64 þús„ 5 gíra, fallegur bill. Subaru Justy J-12, árg. 1990, ek. 64 þús., sjálfsk. Subaru Legacy 2,0 Arctic, árg. 1993, ek. 25 þús., 5 gíra o.fl. o.fl. MIKIÐ URVAL AF NOTUÐUM OG NÝJUM BÍLUM. VERIÐ VELKOMIN!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.