Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1995, Blaðsíða 23
FÖSTUDAGUR 24. MARS 1995 31 Meraiing Ástin tröllanna Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guörúnu Helgadóttur hlaut strax þegar hún kom fyrst út sess sem eitt af okkar klassísku barnaævintýrum. Það er ekkert undr- unarefni þeim er þekkja söguna aö leikhúsfólk sjái í henni efnivið í myndræna útfærslu, svo lifandi og skemmtileg sem grunnhugmyndin er. Hallveig Thorlacius gerði fyrir rúmum áratug róm- aða brúðuleiksýningu byggða á sögunni. Hefur sú víða fariö og hlotið alþjóðleg verðlaun og viöurkenningu. Möguleikhúsið frumsýndi á miðvikudag nýja leik- gerð eftir leikstjórann Stefán Sturlu, stutta „bland- aða“ sýningu sem einkum er ætluð yngri börnum. Þar gegna leikmynd og haganlega gerðar brúður mikils- verðum hlutverkum og áhorfendur eru virkjaöir til þátttöku í léttum sönglögum sem Pétur Eggerz hefur gert söngtexta við. í sögunni segir frá tröllunum í fjöllunum, lífi þeirra og bardúsi. Það er aldeilis ekki að ástæðulausu að stundum falla skriður, land skelfur eða jafnvel íjöllin klofna og spúa eldi og eimyiju. Allt þetta stafar af hversdagslegustu athöfnum tröllanna sem eru svo risavaxin að þau mega varla hreyfa sig þá fer allt af stað. En inn við beinið eru þetta vænstu skinn sem eiga sína drauma eins og hver annar. Og þegar tröllskessan ferlega á stuttan ástafund með tröllkalli úr annarrri sveit og eignast síðan í fyílingu tímans hvorki meira né minna en átta tröllastráka þá stendur hún uppi sem einstæð móðir og er bara ósköp mannleg eftir allt sam- an. Leikararnir Pétur Eggerz, sögumaður með meiru, og Alda Arnardóttir, sem leikur tröllskessuna, koma sögunni ágætlega yfir til barnanna. Búningur Öldu og leikgervi eru hreint óborganleg og það sama er hægt að segja um leikmyndina, brúðustráka og undur- létta álfa. Hlín Gunnarsdóttir á heiðurinn af þessum útlitsþáttum sem gefa sýningunni einkar skemmtilegt ævintýrayfirbragð. Þaö hefði að vísu mátt nýta allar þessar skemmtilegu brúður betur, hreyfa þær til og gera þær að meiri Leiklist Auður Eydal þátttakendum í verkinu. Feiknamikil vinna hefur verið lögð í að „sauma“ leikmyndina og búa til brúður og það er varla á neinn hallað þó að sagt sé að innlegg Hlínar í sýninguna skipti sköpum í því að búa til enn einn skemmtilegan flöt á þessu ágæta ævintýri. Framvindan í sýningunni er látlaus og ofbýður eng- um þó að söguhetjurnar séu þessi ógnarstóru tröll. Mér hefði hins vegar þótt allt í lagi að styrkja sjálft innihaldið betur og nota brögð leikhússins enn mark- vissar til að gera meira úr söguefninu. Mögulejkhúsiö sýnir: Ástarsögu úr fjöllunum Byggt á sögu Guörúnar Helgadóttur Lelkmynd, brúöugerö og búningar: Hlin Gunnarsdóttir Tónlist: Björn H. Viðarsson Söngtextar: Pétur Eggerz Leikstjórn og leikgerð: Stelán Sturla Fréttir Lítið um slys við jarðgangagerðina Reynir Traustason, DV, ísafirðr „Það hafa hingað til orðið minni- háttar slys, aðallega augnslys og þess háttar. Við erum langt undir þeim -stöðlmn sem tryggingafélög erlendis ganga út frá. Þar er gengið út frá því að framkvæmd á borð við þessi göng kosti á bilinu eitt tál þrjú mannslíf, segir Björn Harðar- son, umsjónarmaður Vegageröar- innar með framkvæmdum við Vestíjarðagöngin. Björn segir að flest slys viö jarð- gangagerð verði vegna þess að menn séu keyrðir niður í göngun- um en ekki viö boranir og spreng- ingar. „Við höfum sloppið mjög vel héma og við vonum að svo verði einnig hér eftir,“ segir Björn. -rt Nell-leikurinn er skemmtilegur leikur þar sem þátttakendur eiga þess^kost aö vinna skemmtilega vinninga frá Úrvalsbókum og Háskólabíó. Þaö eina sem þú þarft að gera er aö hringja í síma 99-1750 og svara þrem laufléttum spurningum um kvikmyndir. Svörin finnur þú í blaðauka DV um dagskrá, kvikmyndir og myndbönd á fimmtudögum. 30 þátttakendur fá aö launum nýútgefna bók um Nell frá Úrvalsbókum og bíómiða fyrir tvo á kvikmyndina Nell sem verið er að sýna í Háskólabíói um þessar mundir. Allir sem svara öllum þrem spurningunum rétt komast í pottinn í hverri viku. Jodie Foster er tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir leik sinn í þessari frábæru mynd. HASKOLABIO Smáauglýsingar - Sími 563 2700 Til sölu MMC Pajero V6, sjálfskiptur, árg. '92, ekinn aóeins 52 þús. km, tvílit- ur grœnn og gylltur, ný 31" dekk, skipti ath. á ódýrari. Veró 2.870 þús. Upplýs- ingar veitir Bílasala Keflavíkur £ sfma ■92-14444 eóa eftir kl. 20 í simum 92- 12247 og 92-14266. Til sölu Range Rover '79, mildð endur- nýjaður, uppækkaóur, 33" dekk, króm- felgur. Veró 390 þús. eóa 320 þús. stað- gr. Upplýsingar í síma 5611534 eftirkl. 18. Ford Explorer XLT, árg. '93, ekinn 28 þús., allt rafdrifið, flöskugrænn/sanser- aður. Skipti ath. á ódýrari. Uppl. gefúr Bílasala Keflavíkur, s. 92-14444 og e.kl. 20 92-12247 og 92-14266._ M Sendibilar Nissan Urvan disil, árg. '91, ekinn 105 þús., hvítur, 11 manna, 2 miðstoóvar, læst drif. Verð 1.250 þús. Uppl. gefur Bílasala Keflavíkur, s. 92-14444 og e.kl. 20 92-12247 og 92-14266. 9 9*1 7 • 0 0 hagnýtar upplýsingar þegar þér hentar Verð aðeins 39,90 mínútan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.