Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 1
i I 6. ÁRG. — MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980 — 139. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVKRHOl.TI 1 l.-AÐAl SÍMI 27022. í Kúvending í landbúnaðarstefnu Bráðabirgðalög um 200% fóðurbætisskatt — tílað draga úr framleiðslu mjólkurafurða Bráðabirgðalög um mikla stefnubreytingu í landbúnaðarmálum eru í uppsiglingu Ríkisstjórnin ætlar með bráðabirgðalögunum að afla sér heimildar til að leggja á allt að 200 prósent fóðurbætisskatt á innflutta kjarnfóðrið. Lögunum verður stefnt gegn of- framleiðslu mjólkurafurða. Verðið á innflutta kjarnfóðrinu þrefaldast ef farið verður í 200% skatt, en-skattur- inn verður kannski eitthvað minni i fyrstu. Afleiðingin ætti að verða mikill samdráttur i mjólkurfram- leiðslu. Stjórnvöld eru efins um að fyrir- hugað kvótakerfi verði jafnnýtilegt og ætlað var. 1 bráðabirgðalögunum verður sennilega reynt að þurrka út nokkra „hnökra” á kvótakerfinu, en ekki verður hætt við það. Heimildarmenn DB töldu i gær að vænta mætti bráðabirgðalaganna allra næstu daga. DB náði tali af Pálma Jónssyni landbúnaðarráðherra i morgun. Hann vildi ekkert segja um málið. -HH. I i í i Hér má sjá er tveimur hátsverjum er bjargað i gúmbát Itigreglumanna. Annar mannanna hefur nád taki á gúmbátnum er róið er að öðrum. Nœst sést Seltirningur- inn sem tvivegis synti út á Fossvoginn og veitti lögreglunni ómetanlega aðstoð við björgunarstörfin. Á innfelldu myndinni eru lögreglumenn að hjálpa einum piltanna upp bryggjuna eftir hjörgunina. DB-myndir: Sv. Þorm. 18 ára piltur drukkn- aði í Nauthólsvík fjórir komust lífs af er skektu hvolfdi með fimm mönnum í fyrrinótt Átján ára gamall maður drukknaði i Fossvogi skammt undan þeim hinum fræga heita læk sem fellur í Nauthóls- vik. Slysið varð aðfaranótt sunnudags eftir að fimm piltar höfðu tekið bát á voginum traustataki og róið á voginum unz bát þeirra hvolfdi og þeir fóru allir í sjóinn. Fjórum var bjargað og voru þeir allir aðframkomnir af þreytu og mátti ekki tæpara standa að þarna yrði meiri harmleikuten raun varð á. Lögreglurmi var gert aðvart um hvað var að gerast um klukkan 5 á sunnu- dagsnóttina. Er hún kom á vettvang hafði bát piltanna, sem þeir höfðu tekið ófrjálsri hendi, hvolft. Eftir mikið brask tókst lögreglunni með hjálp viðstaddra að ná fjórum piltanna úr sjónum, en hinn fimmti hafði þá ör- magnazt og fannst lík hans nokkru síðar skammt frá þeim stað er bátnum hvolfdi. Drykklöng stund leið frá þvi lögregl- una bar að þar til tekizt hafði að bjarga fjórum piltanna sem i sjóinn fóru. Reyndist gúmbátur lögreglunnar illa gangfær og var fenginn annar bátur til björgunarinnar. Maður sem staddur var við lækinn veitti lögreglunni aðstoð við björgunarstörfin. Synti hann tvi- vegis út á fjörðinn til aðstoðar við lög- reglumennina i gúmbátnum. -A.St. sjá einnig á bls. 14 Skrefatalning kemur ekki á þessuári — sjá b/s. 7 við séum ekki Sumir tala um lögreglumanninn — sjá Fó/k á b/s. 20 • Skagamenn eiga ennþá möguleika á titlinum. — sjá íþróttir, b/s. 15, 16, 17, 18 og 19. Því ekki að reyna sjá DB á neytenda- markaði b/s. 4 Sanjay, sonur Indiru Gandhi, fórst í gær i Ástralíu — sjá erl. fréttír b/s. 8 og 9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.