Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. 7 Er skrefatalningin eitthvað til að óttast: Skrefatalning kemur ekki á þessu ári — þarf ekki að þýða hærri símreikn- inga, segir póst- og símamálastjóri Útbúnaður sá sem notaður mun verða til þess að mæla tímalengd sim- tala i Reykjavík er væntanlegur hingað til lands í haust. Fram- kvæmdum þessum hefur verið frestað til næsta árs vegna niður- skurðar á framkvæmdum Pósts og sima. Útbúnaðurinn mun kosta um 70 milljónir króna með aðflutnings- gjöldum. Að beiðni þáverandi samgönguráðherra, Ragnars Arnalds barst bréf til Póst og símamálastjór- ans i Reykjavik á sl. ári þess efnis að pantaður yrði til landsins útbúnaður til að skrefatalning gæti hafi/t á Reykjavíkursvæðinu á þessu ári. í fyrstu var áætlað að þessi út- búnaður yrði mun dýrari en raun bar vitni. Lægsta tilboði var tekið sem hljóðaði upp á 30 milljónir króna en með aðflutningsgjöldum fer sú upp- hæð upp i um 70 milljónir. í fjárlögum ársins í ár er gert ráð fyrir að 100 milljónir króna fari i Karlsson- talninguna- eða skrefataln- ingu. Á síðustu vikum hefur orðið vart hræðslu meðal almennings vegna þessarar breytingar Pósts og síma, en þarf nokkuð að óttast skrefatalningina? „Það sem er höfuðatriðið er að jafna á símgjöld niður á alla lands- menn. Það má benda á að ef þessi aðferð hefði ekki til komið, hefði orðið að hækka skrefagjöldin það mikið að þau yrðu nefskattur. Ráð- herra á eftir að taka ákvörðun um hvenær skrefatalningin verður sett á og hvernig hún verður notuð,” sagði Jón Skúlason póst og símamálastjóri i samtali við DB, aðspurður um þessa breytingu. „Við höfum bent á þann valkost að skrefateljarinn verði aðeins yftr daginn. Á kvöldin verði hann tekinn af og talningareiningar þvi ómældar. Þá geti þeir sem vilja, talað lengi í símann fyrir eitt skrefgjald. Það má líka benda á að ef fólk hringir mörg stutt símtöl, þá ætti símreikningurinn ekkert að hækka við þessa breyt- ingu,” sagði Jón. ,,Ef að þingsályktunartillaga frá 1974 um jöfnun simgjalda á að takast bókstaflega og jöfnunin að vera algjör þýðir. það að íþyngja þarf ibúum Reykjavíkur um 1000 milljón- ir og þær eiga að ganga til að lækka simtöl á langlínukerfinu. Póstur og simi mun hins vegar ekki hafa neinar tekjur al' þessari breytingu. I Noregi er það þannig að skrefateljarinn er á á daginn, en síminn gefinn frjáls á kvöldin innanbæjar. Þar er skrefa- tíminn 3 mínútur. Skrefagjaldið þar er um 60 krónur, en hérna er það rúmar 30 krónur.” — Nú er mikið rætt um það manna á mcðal að það muni vera dýrt að biða eftir ákveðnum manni í símanum, eins og oft viil verða í opinberum stofnunum. Kemur skrefatalningm ekki illa niður á þessu fólki? „Það er nú ósiður að láta fólk bíða í símanum í lengri tím.j eftir ein- hverri ákveðinni persónu. Fólk ætti að geta látið skrá niður skilaboð um að biðja viðkomandi mann að vera við á vissum tíma, og hringja þá. Annars eiga menn að láta símastúlk- urnar vita ef þeir skreppa frá eða eru uppteknir. Mér finnst að við ættum að geta vanið okkur af þessum ósið . Eg held að það þekkist hvergi annars slaðar, að fólk sé látið bíða lengi í símanum eftir einhverri ákveðinni persónu. Þingmenn allra flokka hafa sam- þykkt þessa breytingu á símanum og við hér förum eftir þeim skipunum. Við höfum enga heimild til að breyla þeim. Okkur hefur verið skipað að draga saman framkvæmdir og það mun koma niður á ýmsurn stöðum með símaskorti. Skrefatalningin er pólitískt atriði, stofnunin bendir aðeins á valkosti,” sagði Jón Skúla- son póst og símamálastjóri. -KI.A. Búnaðarbankamótið: Friðrik vann Friðrik Ólafsson stórmeistari bar sigur úr býtum í geysilega sterku hrað- skákmóti sem haldið var í Búnaðar- bankanum á laugardaginn. Mótið var haldið í tilefni af hálfrar aldar afmæli bankans. Flestir okkar sterkustu skák- menn tóku þátt í því og voru tefldar 15 umferðir. Friðrik náði 12 vinningum. Næstur á eftir honum kom Helgi Ólafsson með 11 1/2, þá Jóhann Hjartarsson með 11 Guðmundur Sigurjónsson varð i 4 sæti með 10 1/2 'inning og Jón I . Árnason varð fimmti með 10 vinninga. -DS. Franska Vonin í Reykjavík — almenningi til sýnis á morgun og hinn Hafrannsóknaskip franska flotans, „L’Esperance”, hefur-’-. viðkomu i Reykjavík frá þvi i dag og þangað til á fimmtudag 26. júni. Skipið liggur í Reykjavíkurhöfn og verður almenningi til sýnis á morgun og miðvikudag. L’Esperance (Vonin) er 65 metra langt skip, 10 metra breitt og ristir 5.8 metra. Fimmtiu og átta manns eru um borð. Vonin verður við hafrannsóknir i sumar á NA-Atlantshafi og i Noregs- hafi. Meðan skipverjar staldra við hér- lendis leika þeir knattspyrnu við islenzkt lið. Sá leikur verður á Vals- vellinum kl. 18 á miðvikudaginn. ÓV. Steingrímur til Færeyja Steingrimur Hermannsson sjávarút- vegsráðherra fer í opinbera heimsókn. til Færeyja á miðvikudaginn i boði Héðins M. Klein, sjávarútvegsráðherra Færeyinga. Stendur heimsóknin fram á laugardag. Steingrímur mun kynna sér sjávarút- veg Færeyinga og eiga viðræður við landsstjórnina um fiskveiðiréttindi, veiðar, vinnslu og sölu sjávarafurða. Jón L. Arnalds ráðuneytisstjóri verður með í förinni og konur beggja. Samvinnubankinn og útibú um land allt. Ferðalán -lcttari greiðslubyrði! Sýndu fvrirhvggiu i fiármálum og vertu meðí Spariveltunni. Ef þú ert einn hinna mörgu, sem láta sig dreyma um ferðalag í sumarleyfinu, þá ættirðu að kynna þér hvað Sparivelta Samvinnubankans getur gert til að láta draum m þinn rætast. Það er engin ástæða til að láta fjárhagsáhyggjur spilla ánægj- unni af annars skemmtilegu ferðalagi. Hagnýttu þér þá augljósu kosti, sem Sparivelta Samvinnubankans hefur fram að bjóða. Með þátttöku í Spariveltunni getur þú létt þér greiðslubyrðina verulega og notið ferðarinnar fullkomlega og áhyggjulaust. Þátttaka í Spariveltunni er sjálfsögð ráðstöfun til að mæta vaxandi greiðslu- byrði í hvaða mynd sem er, um leið og markviss sparnaður stuðlar að aðhaldi og ráð- deildarsemi í fjármálum. Komdu við í bankanum og fáðu þér eintak af nýja upplýsingabæklingnum um Spariveltuna, sem liggur frammi í öllum afgreiðslum bankans. Vertu með í Spariveltunni og lánið er ekki langt undan!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.