Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. DB á ne ytendamarkaði Nýtt veggspjald um mánaðamótin — Höldum áfram með heimilisbókhaldið Þessa dagana er verið að leggja síð- ustu hönd á veggspjald fyrir síðari helming ársins 1980 og fyrri hluta árins 1981. — Vonandi verður það tilbúið í tæka tíð, þannig að hægt verði að koma því til fastra áskrif- enda Dagblaðsins og Vikunnar um næstu mánaðamót. Nýtt form Forminu á veggspjaldinu hefui verið breytt nokkuð frá hinum tveimur fyrri sem áskrifendur okkai hafa fengið í hendur. Línurnar fyrir útgjöldin eru mun breiðari núna en áður. Jafnframt er samantektardálk- urfyrirhvernmánuðáspjaldinu. Þar að auki verða þar ýmsar gagnlegar upplýsingar sem not er fyrir í eld- húsinu, svo sem eins og saman- burðartafla á Fahrenheit og Celcius hitastigi, ýmislegt um mál og vog o.fl. Ætlazt er til aö fólk hengi spjaldið upp á vegg, til þess að muna frekar eftir því að skrifa á það út- gjöld sin. En margir kæra sig ekki um að láta aðra vera með nefið ofan i út- gjöldum sínum og geyma spjaldiö niðri i skúffu. — Getur vitanlega hver og einn geymt spjaldið þar sem hann_sjálfur kýs. Aðalatriðið er að það sé notað til þess sem það er ætlað, — að færð séu inn á það dag- leg útgjöld heimilisins. Þar að auki er þetta allra fallegasta spjald, verður prentað í skærum litum, og á því hinar fegurstu myndir af suðrænum ávöxtum og girnilegu grænmeti. Listamaðurinn sem hannaði spjaldið er Miles Parnell hjá auglýsingastofunni Gylmi hf. -A.Bj. Nýja veggspjaldið er enn á hönnunarstigi en við vonum að það verði tilbúið i tæka tið. DB-mynd Ragnar Th. iviargir purta að koma við sögu þegar verið er að hanna hluti eins og Veggspjaldið sem DB sendir áskrifendum sinum og Vikunnar endurgjaldslaust. Þarna eru starfsmenn Gylmis að vinna við spjaldið. T.v. er Sæmundur Stefánsson og Jens Guðmundsson er t.h. á myndinni. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Gratíneraðar púrrur Auk þess að nota púrrur eös blaðlauk í ýmsa rétti er hægt að mat- reiöa þær sem sjálfstæða rétti. Hér et uppskrift af gratíneruðum púrrum. Þær eru bornar fram með hræröu smjöri, grófu brauðíeða kartöflum. yfir. Þeytið eggin og mjólkina saman, kryddið hræruna með múskatlnu og pipar og hellið yfir púrrumar í fatinu. Látið álpappírs- 4meöalstórar púrrur 4egg, 4dlmjólk, salt, 1 msk. hveiti, pinulftiö múskat, nýmalaður pipar, 3—4 tómatar og 150 gr rifinn ostur. Hreinsið púrrurnar og skerið þær í þunnar sneiðar. Látiö þær i smurt eldfast fat, saltið og stráið hveitinu! Uppskrift dagsins lok á fatið og bakið í 225°C heitum ofni í um það bil 20 mín. Takið þá fatið úr ofninum, skerið tómatana í sneiðar, raðið jjeim ofan á fatið og stráið rifna ostinum yfir. Látið þá fatið aftur inn í ofninn en nú án álpappírsins. Bakið réttinn nú áframi í 10— 15 mín., eggin eiga að vera stíf,' og osturinn bráðinn og ljósbrúnn. Hráefniskostnaður reiknast okkur að sé mjög nálægt 4.240 kr. eða um 1060 kr. á mann ef uppskriftin er ætluð fyrir fjóra. Þá er reiknað bæði' með brauði og smjöri. -A.Bj. Púrrur eru sérlega göðar til átu, hvort heldur þær eru hráar eða matreiddar, en gætið þess að hreinsa þær vel undir rennandi vatni. Það vill oft leynast leirkenndur jarðvegur inn á milli blaðanna. Bullsjóðið ekki matinn - látið pottana passa vel á hellumar Hægt er að spara mikla orku með því að sýna hagkvæmni í eldhúsinu þegar maturinn er eldaður. Gætið’ jjess að nota potta sem passa vel ofan á eldavélarhellurnar. Botninn á pottunum á að vera sléttur og falla þétt að hellunum. Ef þið eruð með beyglaða potta skuluð þið fá ykkur nýja potta með góðum botni. Potturinn má aldrei vera minni heldur en platan. Minna gerir til þótt hann sé aðeins stærri. Bullsjóðið aldrei matinn. Það eyðir miklu meiri orku en nauðsynlegt er og þar að auki verður maturinn mun síðri á bragðið. Gætið þess að minnka strauminn um leið og suðan er komin upp. Bökunarofninn er gríðarlegur orkugleypir. Töluverð orka fer í að hita ofninn upp. Reynið því að ná sem lengstum notkunartíma með því t.d. að baka mikið í einu. -A.Bj. „Rétt” verð á grenadininu 2.844 kr. Kaupmaöur i borginni hafði sam- band við Neytendasíðuna vegna, verðs á grenadíni (Bols) sem sagt var frá i DB á föstudag. Var þar haft eftir umboðsmanni að sennilegt verð á flöskunni væri 2.600 kr. út úr búð. Kaupmaðurinn sagði að hann hefði einmitt fengið sendingu af þessum ávaxtasafa á föstudag og þá er „rétt” verð 2.844 kr. út úr búð. Heildsölu- verðið var 2.061. SS í Austurveri er sennilega með „gamlar” birgðir af grenadíni þvi þar var það til á 2.150 kr. i síðustu viku. -A.Bj.,

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.