Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 28
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. Með nýstárlegum aðferðum má komast hjá áföllum: Við eigum okkar ,vanúðardaga í lífi hvers einstaklings eru þrir tímataktar, sem allir hefjast samtímis við fæðingu og renna sitt skeið hlið við hlið alla æfi. Fyrst er að nefna 23ja daga takt: líkamstaktinn, þá 28 daga takt: tilfinningataktinn og 33ja daga takt: hugarstarfstaktinn. Með athugunum á ýmsum þáttum likama, tilfinninga og hugarstarfs í lífi fjölda fólks hefur þessi niðurstaða fengist. Dr. Hermann Swoboda (1873— 1963), prófessor í sálarfræði við háskólann i Vín benti einnig á þetta sama nokkru seinna með athugunum sínum á 23ja og 28 daga takti sár- sauka og bólgu áf völdum skordýra- bits, hitasóttar og hjartaáfalls. Nafnið bíóryþmi þýðir lífstaktur, eða með öðrum orðum stutt tímabil, sem endurtaka sig í lífi hvers og eins. Með statiskum rannsóknum hefur komið i ljós að skipta má hverjum takti (23, 28 og 33 daga) niður í tvo hluta: Virkan eða jákvæðan hluta, sem er fyrri hluti taktsins, og óvirkan eða neikvæðan hluta, sem er seinni hluti hans. Ætíð þegar skiptir úr virkum yfir í óvirkan hluta taktsins eða öfugt, þ.e. á núllínu bíóryþmatöflunnar eru svo- kallaðir varúðardagar, þar sem mönnum er mest hætta á ýmsum mistökum, slysahætta eykst o.s.frv. Varúðardagarnir eru með ellefu og hálfs, fjórtán og sextán og hálfs dags millibili. Lífstakt hvers og eins má reikna út eftir fæðingardegi og færa upp í töflu en þá fyrir lengri tíma en 33 daga t.d. eitt ár. Kúrfurnar þrjár, sem teiknaðar eru eftir virkun lifstaktsins, skerast á ýmsa vegu, þar sem taktarnir þrir eru mislangir. Raunar verður staða kúrf- anna hvorrar til annarrar ekki aftur eins og á fæðingardaginn fyrr en að liðnum 58 árum og 67 dögum. Auk varúðardaganna á núllinunni eru tveir aðrir dagar í hverjum takti, sem rétt er að gæta að. Það eru hápunktar og lágpunktar kúrfanna, en þá á starfsorkan annars vegar að vera í hámarki en hins vegar i lágmarki. Dregið úr slysum Það var fyrst árið 1939, að Dr. Hans Schwing, sem vann þá við sviss- nesku tæknistofnunina, kom fram með þá hugmynd að nota mætti bió- Kjallarinn Einar Þorsteinn Ásgeirsson ryþmann til hindrunar á slysum og stórminnka þannig slysatíðni. Hann rannsakaði tryggingarskýrslur 700 verkamanna, sem höfðu lent í slysum, og ennfremur dauða annarra 300 verkamanna i Zúrich. Af 700 slysum höfðu 401 átt sér stað á varúðardegi og af 300 dauðsföllum höfðu 197 átt sér stað á slíkum dögum. í framhaldi af þessum rannsóknum urðu margir vísinda- menn til þess að gera svipaðar rann- sóknir og komust þeir að svipuðum niðurstöðum. Ýmsar skýringar eru til um orsakir fyrir dagafjölda hvers takts bíó- ryþmans. T.d. er bent á áhrif hormóna en aðrir vilja benda á utan- aðkomandi áhrif, eins og áhrif tungslins á manninn. Hvað um það þá sýnir reynslan, að sé nýtt eða fullt tungl á varúðardögum, þá er enn- fremur ástæða til að gæta varúðar i daglegu starfi og mannlegum sam- skiptum. Öll þekkjum við dagana, sem alltaf koma öðru hvoru, en á þeim er eins og ekkert ætli að takast en allt gengur á afturfótunum, hvað svo sem maður reynir. Þessa daga væri best að taka sér góða bók í hönd og hreyfa sig ekki úr húsi. Oftar en ekki kemst maður að því, að þetta eru einmitt varúðardagar, stundum tvöfaldir (tvær kúrfur skerast á núllínu). Nú má ekki misskilja bíóryþmann þannig, að eitthvað hljóti að koma fyrir mann á varúðardögum, alls ekki. Sem dæmi um, hvernig hann kemur helst að gagni má t.d. benda á það, að skurðlæknar, sem notast við bíóryþmann, skera ekki sjúkling á varúðardegi hans. íþróttaþjálfarar velja ekki þá leikmenn i kappleik sem fellur á varúðardag þeirra. Einstakl- ingur velur sér t.d. þá daga, sem hann á von á miklu álagi, þannig að þeir falli ekki á varúðardaga. Hann undirbýr sig þannig á varúðar- dögunum, að hann hafi i hendi sér hvað gerist. Komið getur fyrir, að fólk hætti að verða vart við erfiða daga, eftir að það fer að fylgjast með bíóryþma stnum og efast því að hann eigi við sig. En það er þá vegna þess að það undirbýr sig svo vel undir varúðardagana, að ekkert óvænt hendir það einmitt þá daga. Ýmsar þjóðir nota bíóryþmann meira, aðrar minna. f Evrópu er hann töluvert notaður, einkum á sviði íþrótta. I Japan er notkun hans hvað víðtækust og eru frægustu dæmin þaðan um fækkun umferðar- slysa hjá stofnunum og fyrirtækjum með aðstoð bíóryþmanns. En það eru ekki bara fyrrnefndir fjórir dagar í hverjum takti, þar sem bíóryðþminn getur komið að notum. Virku og óvirku hlutar hans segja einnig sína sögu. Margir falla í þá gryfju að telja þann fyrrnefnda algóðan og þann síðarnefnda al- slæman. Þetta er engan veginn rétt. Hins vegar gefa þessir tveir hlutar tií kynna hvernig maður getur best not- fært sér þá báða. — Sem dæmi má nefna, að sé einhver að eðlis- fari ofspenntur og vinnur þess vegna afar hratt, þá er óvirka tímabilið betur til þess fallið fyrir hann að vinna að vandasömu verki en virka tímabilið. Gott er að hafa í huga hvernig lengd taktanna var upphaflega fundin út, þ.e. með statistískum mælingum. Það þýðir að lengd takt- anna þriggja, eða 23, 28 og 33 dagar eru meðaltalstölur eða dagafjöldi, sem passar fyrir meirihluta fólks. Reynslan hefur sýnt að sumt fólk gengur nákvæmlega eins og klukkur eftir þessum tímalengdum. Hjá öðrum eru hins vegar frávik þó mis- munandi löng, en um 80% fólks eru innan tveggja daga fráviks i báðar áttir frá bíóryþmalínuriti, sem byggir á fæðingardegi þeirra. Á þessari vitneskju er nauðsynlegt að byggja notkun bíóryþmans. Maður skráir inn þá dag, sem manni virðast góðir eða slæmir til að sjá hvernig þeir tengjast útreiknaða línu- ritinu. T.d. er gott að merkja þrjá plúsa fyrir frábæran dag, tvo ef hann var þokkalegur og einn plús ef hann var nokkurn veginn í lagi. Ef dagur- inn var ekkert sérstakur þá þýðir það einn mínus, tvo ef hann var slæmur og þrír minusar þýða, að maður er með þunglyndiskast. Hér á eftir fer almennt yfirlit yfir þýðingu taktanna þriggja: Líkams- takturinn Þýðingarmikill fyrir íþróttamenn, verkamenn og sjúklinga. Virki hlutinn: Nægilegur viðnáms- þróttur. Gott fyrir ferðalög, kapp- leiki, iþróttir og aðrar líkamsbyggj- andi æfingar eða líkamlega vinnu. Einnig góður tími fyrir skurðað- gerðir. Varúðardagurinn: Óstöðugt ástand likamans. Hér geta átt sér stað slys, sjúkdómsástand versnað, eða sjúkdómar eins og kvef, höfuðverkir, ofnæmi eða hjarta- slag náð valdi á líkamanum. Óvirki hlutinn: Ónógur líkams- þróttur Góður tími fyrir venjuleg viðfangsefni og mikla hvíld. Ekki gott að eyða of miklum krafti og forðast yfirvinnu. Tilfinninga- takturinn Þýðingarmikill fyrir listamenn, at- vinnuíþróttamenn og fólk sem á í viðskiptum. Virki hlutinn: Nægilegt úthald. Gott fyrir samkeppnir, próf, fyrir- lestrahald, upptroðslur, stefnumót eða að biðja sér konu. Einnig góður timi til að taka þátt i hópefli. Varúðardagurinn: Óstöðugar til- finningar. Hér er mönnum hætt við að segja ýmislegt, sem betur væri ósagt látið, eða lenda í ryskingum eða slysum. Líkindi til að hjartaáföll, niðurfallssýki og versnandi sjúk- dómseinkenni eigi sér stað á þessum tíma. Óvirki hlutinn: Ónógt úthald. Varúð i samskiptum við annað fólk. Best að byrja ekki á neinu nýju en sinna daglegum störfum. Hugarstarfs- takturinn Þýðingarmikill fyrir stúdenta, námsmenn, vísindamenn, stjórn- málamenn og stjórnendur. Virki hlutinn: Skarpskyggni. Góður tími til að byrja á einhverju nýju, skipuleggja, vinna að tilraun- um, ræða eða framkvæma pólitísk markmið eða byrja á verkefnum á nýjum sviðum. Varúðardagurinn: Hugarstarfsemi óstöðug. Minni slævist, hugljómun dregst saman. Gleymni og hjáræna taka við og hætt er við mistökum. Óvirki hlutinn: Hugarstarfsemi i lægð. Best að fást við gagnasöfnun eða álíka. Ekki leggja of mikið á minnið. Bíóþyþma má einnig nota til þess að velja saman fólk til ýmissa starfa eða áætla, hvemig fólk reynist í sambúð. Þá eru bornir saman taktar viðkomandi fólks, hver fyrir sig. Hvernig hefur bíóryþminn verið notaður? Eins og áður segir hefur bíóryþminn einna mest verið notaður í Japan. Sá maður, sem einna mest hefur talað máli hans þar og notað hann í samræmi við það, er prófessor Kichinosuke Tatai við Landbúnaðar- háskóla Tokyo. Á alþjóðavettvangi hefur hann mest starfað fyrir þjóð sína á sviði sjálfsmorðsvarna, en sér- fræðisvið hans eru sálrænt orsakaðir sjúkdómar og hegðunarvísindi. Hann hefur um árabil unnið virkt að ráðgjöf um notkun bíóryþma í fyrir- tækjum og stofnunum. Árið 1967 gerði prófessor Tatai bíóryþmaprógramm í því skyni að stuðla að fækkum umferðarslysa í Japan. Nokkur flutningafyrirtæki og opinberir aðilar tóku það fljótlega í notkun með þeim árangri að umferðarslys á þeirra vegum minnkuðu frá þriðjungi upp í 75%. 1 dag er þetta prógramm notað af öllum raforkufyrirtækjum Japan og sömuleiðis af japanska hernum. Meginuppistaðan í þessu prógrammi var að upplýsa alla bílstjórana um eðli bíóryþmans og gera töflur þeirra. Á varúðardögum unnu þeir ekki, ef álitið var hætta á slysum af þeirra völdum. Almennt ráðleggur Tatai bíl- stjórum að gæta mjög vel að sér í umferðinni á varúðardögum, einkum vegna tregari likamsviðbragða. Sér- staklega bendir hann þeim á að láta vera að taka fram úr bifreiðum á tilfinningalegum varúðardögum eða gera annað það, sem getur valdið æsingi meðan þeir sitja undir stýri. Á hugarstarfslegum varúðardögum á að taka vel eftir umferðarmerkjum og gangandi fólki, þar sem athyglin er ekki eins vakandi á slikum dögum. Annað helsta, sem bíóryþminn hefur verið notaður við, er þetta: í íþróttum til þess að velja saman hæfasta liðið á ákveðnum dögum, eða vara íþróttamenn við slysum í keppni. — Þá hefur hann einnig verið notaður til þess að velja hæfileg verkefni fyrir skólabörn og aðra nemendur. Hvernig bezt er að nota bíó- ryþmatöfluna Þegar maður hefur fengið bíóryþmatöflu næsta árs i hendurnar en þær er hægt að fá- gerðar (nánari upplýsingar hjá höfundi þessarar greinar) hér á landi, er best að setja sig inní töfluna með því að merkja alla varúðardaga með svörtum hringjum. Einar Þorsteinn Ásgeirsson, hönnuður. Kefíavík— Suðurnes Kynningarfundur Pétars J. Thorsteinssonar forsetaframbjóðanda verður haldinn í Félagsbíói Keflavík þriðju- daginn 24. júní og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Ræða Póturs J. Thorsteinssonar Á vörp f/ytfa: Oddný Thorsteinsson Eriingur Björnsson Eria Stefánsdóttir, Sigríöur Einarsdóttir, Vattýr Guðjónsson Fundarstjóri: Arnbjörn Ólafsson, læknir Komió og kynnizt Oddnfju og Pétri J. Thorsteinssyni. SNOGGUR RASFASTUR TÖGGURHF. SAAB. Hinn sérstæói bíll frá Svíþjóó umboI® í Japan hefur tekizt að draga úr slysa- hættu með þessum aðferðum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.