Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. Hermál og afstaðan til kjarnorkuvopna I Evrópu er eitt þeirra mála sem hafa valdið norskum þingmönnum ágreiningi. afstaða manna til flokkanna hinsveg- ar breytzt. Nú sé vel mögulegt að komast í þingsæti án þess að fara hina seinförnu leið gegnum flokks- kerfið. Af þessu leiði að einstakir þingmenn geti haft aðra afstöðu í einstökum málum en flokks- foringjarnir. Þarna segist Guttorm Hnsen vera að tala um ástandið eins og það var i Verkamannaflokknum og Hægri flokknum. Eins og áður sagði gegndi áður nokkuð öðru máli um Vinstri flokkinn. Þingmenn þess flokks áttu' það gjarnan til að brjótast öðru hverju úr viðjum flokksins. Guttorm Hansen segist telja vaxandi sjálfstæðistilhneigingu þing- mannanna valda nokkrum vanda að ýmsu leyti. í Noregi er minnihluta- ríkisstjórn. Hún verði að semja um hvert mál fyrir sig og það geti orðið nokkuð erfitt þegar ekki er hægt að reiða sig á fullan stuðning eigin flokksmanna. Enn verra væri ef ríkisstjórn styddist við lítinn meiri- hluta. Afleiðingamar af vaxandi sjálfstæðistilhneigingu þingmanna verði til þess að erfitt sé að reka ákveðna heildarstefnu sem allur flokkurinn geti sameinast um. Verkamannaflokkurinn átti við nokkurn vanda að striða við síðustu þingkosningar árið 1977. Nokkur hópur ungs fólks var andvigur utan- ríkisstefnu flokksins. Litu sumir á þetta fólk sem það væri í stjórnar- andstöðu. Nokkrir úr þessum hópi — AUF Ekki hefur annað komið opinberlega fram, en að þerir stæðu með öðrum þingmönnum Verkamannaflokksins. Guttorm Hansen stórþingsforseti tekur undir þetta í viðtalinu og segir að það sé alls ekki þannig, að UAUF hópurinn bregðist öðrum flokks- mönnum Verkamannaflokksins varðandi andstöðu við stefnu leið- toga hans. Hópar flokksmanna, sem séu andvígir kjarnorkuvopnum i Evrópu og einnig fólk sem vilji breytta stefnu í mengunarvörnum og nýtingu hráefna, sé ekki siður tregt i taumi. Stórþingsforsetinn telur litlar likur áöðruensjálfsueðistilhneigingar þingmannanna muni halda áfram og valdi stjórnmálaflokkanna hraka. Gunn Vigdis Olsen-Hagen þingmaður er einn þeirra þingmanna Verkamanna- flokksins norska sem tilhevrir AUF-hópnum sem margir töldu að mundi valda flokksforingjunum vanda með sérstöðu sinni. Svo virðist þó ekki hafa orðið. Lágkúra Eðlilega hefur það vakið mikla athygli i Reykjavík að borgar- stjórnarflokkur sjálfstæðismanna hefur breytt verkaskiptingu sin á milli og nýr formaður, Davið Odds- son, tekið við forystu. Yngsti maðurinn í hópnum var valinn til forystunnar og það eitt sýnir, að Sjálfstæðisflokkurinn er óhræddur við að fela ungum mönnum mikinn trúnað. Það segir líka sína sögu, hvernig ýmis dagblöð hafa tekið þessari á- kvörðun. Hún hefur orðið tilefni lág- kúruskrifa af svipaðri gerð og helzt einkenndi islenzk stjórnmálaskrif á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þjóðviljinn reið á vaðið nokkrum dögum eftir að borgarstjórnar- flokkur sjálfstæðismnna tók á- kvörðun sína. Þar er hinum nýja for- manni fundið það helzt til foráttu að hann sé „brandarasmiður” og hon- um gefið viðurnefnið „joker”, sem Þjóðviljinn hefur siðan klifað á. Ljóst er. að Þjóðviljamönnum svíður orðheppn Davíðs Oddssonar, enda hefur hann veitt vinstri flokkununt mörg högg í borg- arstjórninm og brugðið þar upp mörgum óg'eymanlegum myndum af bjástri vinstri flokkanna við stjórn borgarinnar. Það eiga borgarbúar einnig eftir að upplifa næstu tvö árin, og það hræðast þeir Þjóðvilja- menn. Næst tók Dagblaðið við. I forystugrein þ. 9. júní sl. réðst það á Davíð Oddsson og byggði á þeim grundvallarmisskilningi að Davið væri borgarstarfsmaður, þar sem hann starfar sem forstjóri Sjúkra- samlags Reykjavíkur. Sú stofnun er einn þáttur í almannatrygginga- kerfinu og forstjóri Sjúkrasamlagsins er því rikisstarfsmaöur. Tengsl borg- arstjórnar við Sjúkrasamlagið felst i því að borgarsjóður greiðir ákveðið framlag til sjúkratrygginga í gegnum Sjúkrasamlagið og kýs hluta af stjórn stofnunarinnar. Borgin hefur sambærileg tengsl við fjölda stofnana, sem hafa fjölmennt starfs- lið, er engum dettur i hug að telja til borgarstarfsmanna. Þessi árás Dag- blaðsins á Davíð Oddsson var því fljótfærnisleg og ódrengileg. Sjálf- stæðismenn hafa ávallt lagt á það áherzlu og gera enn, að borgar- fulltrúar séu ekki jafnframl borgar- starfsmenn og telja óeðlilegt að i stjórn ýmissa borgarstofnana séu Kjallarinn Birgir íslerfur Gunnarsson kosnir starfsmenn stofnananna. Það sjónarmið hafa vinstri flokkarnir ekki virt og eru mörg dæmi um það, að þeir kjósa í stjórnir starfsmenn, sem eru þá komnir i þá aðstöðu að eiga að hafa eftirlit með sjálfum sér. Siðastur kom svo Timinn, en hann birti forystugrein |>. 10. júní sl. undir fyrirsögnirni „Matthildur fær ærið verkefni Þar cr reynt að gera lítið úr Davið c>ddssyni fyrir það að hann stjórnaði fvrir nokkrum árum, ásamt skólabræðrum sínum, einum vinsælasta þætti, sem Rikisútvarpið hefur flutt. Allur er þessi leiðari Þór- arins Þórarinssonar ritaður í stíl læri- föður hans Jónasar frá Hriflu, en slík stilbrögð fyrri áratuga eiga lítið erindi í stjórnmálabaráttuna í dag. Sjálfstæðistnenn i borgarstjórn hafa nú á miðju kjörtímabili tekið ákvörðun um það að fylkja liði til nýrrar orrustu. Hinn nýi formaður borgarstjórnarflokksins má vel una móttökum andstæðinganna. Óttinn skín úr skrifum þeirra, enda ekki að ástæðulausu. Þeir hafa ekki náð neinum tökum á stjórn borgarinnar og óttast nýja og djarfhuga sókn sjálfstæðismanna undir forystu Davíðs Oddssonar. Birgir Ísl. Gunnarsson alþingismaöur. „Sjálfstæöisflokkurinn er óhræddur viö að fela ungum mönnum mikinn trúnað.” Kjallarinn Hrafn Sæmundsson lagblöðin gjarnan frá þvi i eindálka rétt. Ef slysið er sæmilegt fréttaefni, lílarnir i klessu og ef Ijósmyndara tekst að ná mynd af atburöinum, fer fréttin upp í tví- eða þridálk. Venjuleg bílslys eru sem sagt ekki mikið fréttaefni. Mörg bílslys eru þó upphaf mikillar sögu. Við augnabliks gáleysi hefst oft á tiðum löng og mikil harmsaga. Fyrsti kafli þessarar harmsögu er baráttan við dauðann. Einstaklingurinn og hjúkrunarfólkið heyja þessa baráttu upp á lif og dauða i eiginlegustu merkingu. j þessari baráttu hafa ýmsir betur. Maðurinn nieð Ijáinn og skurð- læknir standa hv.-- -ín’>>n meginvið borðið og ganga tit skiptis með sigur af hólmi. í því tilfelli að lífið sigri endar fyrsti þáttur þessa drama. í mörgum tilvikum hefst þá annar þáttur og sá þáttur sögunnar er sýnu erfiðari. Nú hefst baráttan við fötlun á ýmsum stigum. Hetjusagan hefst Nú fara málin að skýrast. Dauðan- um hefur verið bægt frá og fötlunin kemur i ljós. Smám saman byrja hinir slösuðu að gera sér grein fyrir ástandinu. Mikil eða lítil fötlun eftir aðstæðum kemur í Ijós og miklar þjáningar fylgja oft i kjölfarið. Langt endurhæfingartímabil hefst. Við þessi kaflaskipti hefst hetjusagan sem einstaklingarnir vcrða að heyja. Það er oft þá, þegar mest þörf er á félags- legum tengslum, að einangrunin byrjar. Vinir og kunningjar sem voru iðnir við að koma á spítalann meðan hinir slösuðu héngu milli heims og helju koma nú æ sjaldnar. Að lokum eru það nánustu ættingjar sem líta inn og þeirra ferðir verða einnig strjálari. Á þessu stigi gera flestir sér Ijóst að þeir verða að heyja barátt- una einir að verulegu leyti. Og það eru ekki allir i stakk búnir til aö geta það. Þannig eru oft fyrstu kaflarnir skráðir í sögu hinna fötluðu. Ófyllt tómarúm Einangrun aldraðs fólks ber að með öðrum hætti. I flestum tilvikum á einangrun aldraðra sér langan aðdraganda sem byrjar þegar síga tekur á seinni hlutann í lífshlaupinu. Meðan fólk er á vinnumarkaði eru oftast einhver tengsl manna á meðal. Þegar ævistarfinu lýkur myndast oft tómarúm sem erfitt er að fylla. Þarna gerist það sama og hjá hinum fötluðu að þegar mest þörf er á félagslegu samneyti þá hverfur það meira og minna. Eitt af því sem gerist i mörgum til- vikum þegar aldrað fólk fer út af vinnumarkaði er það að fjárhagurinn versnar. Ellilífeyrir meginhluta fólks er það lítill að hann nægir varla fyrir brýnustu lífsnauðsynjum. Þegar aldrað fólk þyrfti helst að hafa einhver fjárráð er hinum efnahags- lega grundvelli kippt undan því. Hluti af námi Til þess að mæta hinni félagslegu röskun sem verður í lifi manna þegai lifeyrisaldurinn hefst þarf bæði að koma til sæmileg fjárráð og svo skipulagning annarra. Fyrir þá sem hafa verið dæmdir úr leik á vinnu- markaði er það ekki auðvelt að fitja upp á nýjum verkefnum. Þess vegna verður samfélagið að koma til móts við lífeyrisþega á tvennan hátt. Annars vegar verður að tryggja nægan lífeyri og hins vegar vetjjur að skipuleggja starfsemi til að hai^„ lif- eyrisþegum i félagslegum tengslum. Ég hef stungið upp á því að þessi vandi verði leystur að einhverju leyti með því að setja málefni jiessara minnihlutahópa inn á námsskrá framhaldsskólanna. Hugmynd mín er sú að félagsleg aðstoð við aldraða og fatlaða verði metin inn í námsefni og slík starfsemi verði hluti af námi nemenda í framhaldsskólum. Allir myndu græða Auðvitað væri þetta ófram- kvæmanlegt nema til kæmi einnig skipulögð starfsemi utan skólanna sem ynni með nemendum þeirra að verkefninu. Samtök fatlaðra eru þegar fyrir hendi en aldraðir hafa engin samtök og ótrúlega fáir hugsa um þann hóp á hinu félagslega sviði Irekaren öðrum. Ef þessi hugmynd eða eitlhvað i ætt við hana yrði framkvæmd held ég að allir myndu græða á þvi. Unga fólkið í skólunum myndi þroskast á því að glíma við þetta verkefni og skjólstæðingar þess fengju aukna lifsfyllingu. Og eitt er ennþá í þessu máli sem snýr að framtíðinni. Flest allir sem síðar meir koma til með að stjórna þjóðfélaginu, ráðherrarnir, þing- mennirnir, embættismennirnir og allir hinir, munu koma að stærstum hluta gegnum framhaldsskólana. Ef sú hugmynd sem hér er drepið á yrði framkvæmd þá hefðu allir þessir aðilar orðið að þreifa sjálfir með eigin höndum á þessum þætti mann- lifsins. Stundum finnst manni að það sé vafamál að allir þeir sem fjalla um málefni þessara minnihlutahópa hafi mikla persónulega reynslu eða þekkingu á þessu sviði. Alla vega benda ekki sumar athafnir þeirra til þess. Hrafn Sæmundsson prenlari. „Félagsleg aöstoð viö aldraða og fatlaða verði tekin á námsskrá framhaldsskól- anna.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.