Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 23.06.1980, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. JÚNÍ 1980. GUÐLAUGS ÞORVALDSSONAR VEIÐIVON Þroskaleik- föngin eru nr. I f rá Fisher Price Landsins mesta úrval Póstsendum um land allt Sími 14744. Guðlaugur og Kristín verða á fundi að HVOU, HVOLSVELU þriðjudaginn 24. júní kl. 21.00. Fundarsljóri: Séra Hannes Guðmundsson Ávörp: Albert Jóhannsson Anna Margrót Jafetsdóttír Fannar Jónasson Magnús Finnbogason Matthías Pótursson Sveinn Runóifsson Ljóðalestur: Guðrún Jónsdóttir og Guðný Pálsdóttir. Einsöngur: Rut L. Magnússon Píanóleikari: Jónas Ingimundarson Almennur söngur við undirleik Önnu Magnúsdóttur Húsiö opnað kl. 20:30 Jónas Ingimundarson leikur létt lög á píanó. Stuðningsmenn. Veiðihetjurnar með nokkra væna úr Laxá i Aðaldal. Frá vinstri eru Guðjón Helgason og siðan bræðurnir Júlús og Þröstur Elliðasynir. DB-mynd: J.E. LAXÁ í AÐALDAL LOFAR GÓDU — dræmt í Norðurá Það fer ekki á milli mála, að ein mesta peria áa norðan heiða er Laxá i Aðaldal. Þar hafa margir fræknir veiðimenn byrjaðað renna. Áin hefur upp á margt að bjóða — veiðistaðir eru fjölmargir og land- slagið fallegt. Veiðin það sem af er þessa veiðitímabils hefur verið sæmi- leg og ljóst að talsverður fiskur er genginn í hana. Fyrstu laxarnir komu um miðjan maí. Nokkrir kunningjar Veiðihornsins skruppu í ána fyrir skömmu. Lax fengu þeir engan, en sautján sjó- urriða, allt vænstu fiskar, en piltarnir voru við veiðar á Nessvæðinu. Tregt í Norflurá Frá NorðurátberasVþ'æpffeéÍTft-, áð veiði sé tfelflur litií. Heimildarmenn Veiðivonar eru nokkrir Reykvík- ingar, sem voru í ánni nýlega. Þeir fengu þrjá laxa á þremur dögum og sögðu svipaðar sögur af öðrum veiði- mönnum þar. Ekki hafa laxatorf- urnar glapið fyrir þeim. Menn rekur ef til vill minni til frétta um að 1400 laxar hafi gengið upp fyrir teljarann í Norðurá á nokkrum dögum nýlega. Þótti mörgum harla ótrúlegt, enda kom i ljós skötnmu síðar, að teljarinn var bilaður«Cg gat þvi allt eins munað þúsund ‘fi?Hum eins og nokkur hundruð. -GB. Kennarar mótmæla fjölþjóðlegu myndabókunum: Tinni og Strumpamir illlæsilegir og upp- fullir af fordómum? „Við viljum reyna að ýta aðeins við fólki. Góðhjartaðir ættingjar barna eyða milljónum í það að kaupa handa þeim myndabækur án þess að gera sér Ijósa þá hættu sem af þessu getur stafað”, sagði Aðalbjörg Sigurðardóttir. Hún ásamt 55 kennurum öðrum viðs vegar af landinu hefur skrifað nafn sitt undir beiðni til bókaútgefenda um að draga úr framleiðslu á bókum sem kallaðar eru fjölþjóðlegt samprent. Með þvi orðalagi er átt við meðal annars myndasögubækur til dæmis Tinna- bækurnar og Strumpa-bækurnar. Sagt er að margvisleg hætta geti. stafað af þessum bókum vegna þess að letur þeirra sé óaðgengilegt fyrir börn sem eru að læra að lesa, orða- forði sé fátæklegur, bækurnar uppfullar af fordómum og samfélagsmynd þeirra ólik því samfélagi sem börnin eigi að venjast. ,,í þessum bókum er sagan sögð til fullnustu í myndunum. Börnin þurfa því ekkert að lesa heldur geta látið sér' nægja að skoða myndirnar. Þetta verður svo kannski til þess að þau vilja ekkert læra að lesa, finnst nóg að geta skoðað myndir. Nokkrir kennarar hafa bannað þessar bækur og skólabókasöfn líka. Með þessu banni er átt við að úti um land þar sem ekki eru skólabókasöfn skiptast börnin á bókum heiman að frá sér. Þessar bækur eru bannaðar i slíkum skiptum. Sumum kennurum finnst þetta bann skerðing á frjáls- ræði en þeir eru margir sem telja hættuna af þessum bókum það mikla að hún réttlæti slikt bann. Við viljum einnig með þessu bréfi Ieggja áherzlu á hversu illa er búið að íslenzkum barnabókum. Útgáfu þeirra mætti auka á kostnað þessara myndasögubóka,” sagði Aðalbjörg. -DS. ^::rr Sumarbústaðaeigendur, félagasamtök, fj' landeigendur og umráðamenn lands. önnumst ýmis konar girðingalagnir. Gerum föst verðtilboð. Vanir menn. Geymið auglýsinguna. GIRÐINGARVERK simi 91-81460 kl. 7-8 á kvöldin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.